Hannes Þór leikstýrði stórri HM-auglýsingu áður en hann hóf undirbúninginn fyrir HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2018 12:30 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Markvörður íslenska fótboltalandsliðið er ekki aðeins frábær markvörður heldur einnig frábær leikstjóri. Hann fékk að sýna þá hæfileika sína í aðdraganda HM. „Það er að renna upp fyrir manni núna að þetta sé að skella á. Þetta er fyrsta fótboltaæfingin mín með landsliðinu og ég hlakka til að drífa þetta í gang,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, þegar hann hitti fjölmiðlamenn í Laugardalnum. Hannes var sáttur með hvernig tímabilið með Randers endaði. „Það gekk mjög vel hjá mér persónulega og ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Liðið stórbatnaði líka, við náðum upp takti og enduðum tímabilið frábærlega og á virkilega jákvæðan hátt. Ég fer út úr þessu tímabili með mjög góðar tilfinningar,“ sagði Hannes.Hannes hefur engar áhyggjur af því að lenda í meiðslaveseni.Vísir/GettyÞað fannst ekki neitt Hann fór út af meiddur í hálfleik í lokaleiknum og margir höfðu áhyggjur eftir að hafa séð bæði Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson meiðast illa í vor. „Það lítur bara vel út. Mér leist ekkert á þetta í leiknum og fannst eins og ég hefði tognað í náranum. Ég talaði við þá í hálfleik og það voru allir sammála um það að það væri skynsamlegast að taka mig útaf. Síðan leit þetta betur daginn eftir en ég óttaðist og ennþá betur næsta dag. Ég var síðan skannaður og prófaður og það fannst ekki neitt. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta verði eitthvað vesen,“ sagði Hannes. Hannes hóf æfingar með landsliðinu í gær en var áður að klára tímabilið með Randers í dönsku deildinni sem og að leikstýra nýrri viðamikilli HM-auglýsingu hjá Coca Cola. Hann gerði einnig mjög flotta auglýsingu fyrir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. „Ég tók að mér verkefni sem er virkilega skemmtilegt. Mig er búið að klæja í puttana síðustu ár að gera eitthvað svona. Ég var í þessu í tíu ár og svo var bara algjört stopp sett á það,“ sagði Hannes sem vakti athygli um árið þegar hann leikstýrði myndbandi við Eurovision lag Íslands.Hannes segir það hafa verið krefjandi verkefni fyrir Randers að halda sæti sínu í dönsku deildinni.Vísir/GettyBetra en að sitja á sófanum og hugsa um HM allan daginn „Núna þegar það kom upp tækifæri að taka að mér stórt og spennandi verkefni sem passaði við tímarammann þá hikaði ég ekki við að hoppa á það. Það er virkilega skemmtilegt en núna er það frá og einbeitingin er komin á landsliðið,“ sagði Hannes og bætir við að það hafi verið gott að dreifa huganum. „Það hefði verið miklu verra fyrir mig að sitja bara heima í sófanum og hugsa um HM allan daginn. Núna var ég í mjög krefjandi verkefni með liðinu mínu í að halda sæti okkar í deildinni þar sem var mikil pressa og mikið stress. Það tók allan hugann og svo tók þetta vinnuverkefni við síðustu daga. Þetta hjálpaði mér við að dreifa huganum og hentar mér ágætlega að hafa nóg að gera,“ sagði Hannes. „Núna er þetta frá og maður er fyrir vikið að fá landsliðs- og HM-fiðringinn og að fatta að þetta sé að fara að gerast,“ sagði Hannes.Hannes í leik með Randers.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Sjá meira
Markvörður íslenska fótboltalandsliðið er ekki aðeins frábær markvörður heldur einnig frábær leikstjóri. Hann fékk að sýna þá hæfileika sína í aðdraganda HM. „Það er að renna upp fyrir manni núna að þetta sé að skella á. Þetta er fyrsta fótboltaæfingin mín með landsliðinu og ég hlakka til að drífa þetta í gang,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, þegar hann hitti fjölmiðlamenn í Laugardalnum. Hannes var sáttur með hvernig tímabilið með Randers endaði. „Það gekk mjög vel hjá mér persónulega og ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Liðið stórbatnaði líka, við náðum upp takti og enduðum tímabilið frábærlega og á virkilega jákvæðan hátt. Ég fer út úr þessu tímabili með mjög góðar tilfinningar,“ sagði Hannes.Hannes hefur engar áhyggjur af því að lenda í meiðslaveseni.Vísir/GettyÞað fannst ekki neitt Hann fór út af meiddur í hálfleik í lokaleiknum og margir höfðu áhyggjur eftir að hafa séð bæði Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson meiðast illa í vor. „Það lítur bara vel út. Mér leist ekkert á þetta í leiknum og fannst eins og ég hefði tognað í náranum. Ég talaði við þá í hálfleik og það voru allir sammála um það að það væri skynsamlegast að taka mig útaf. Síðan leit þetta betur daginn eftir en ég óttaðist og ennþá betur næsta dag. Ég var síðan skannaður og prófaður og það fannst ekki neitt. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta verði eitthvað vesen,“ sagði Hannes. Hannes hóf æfingar með landsliðinu í gær en var áður að klára tímabilið með Randers í dönsku deildinni sem og að leikstýra nýrri viðamikilli HM-auglýsingu hjá Coca Cola. Hann gerði einnig mjög flotta auglýsingu fyrir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. „Ég tók að mér verkefni sem er virkilega skemmtilegt. Mig er búið að klæja í puttana síðustu ár að gera eitthvað svona. Ég var í þessu í tíu ár og svo var bara algjört stopp sett á það,“ sagði Hannes sem vakti athygli um árið þegar hann leikstýrði myndbandi við Eurovision lag Íslands.Hannes segir það hafa verið krefjandi verkefni fyrir Randers að halda sæti sínu í dönsku deildinni.Vísir/GettyBetra en að sitja á sófanum og hugsa um HM allan daginn „Núna þegar það kom upp tækifæri að taka að mér stórt og spennandi verkefni sem passaði við tímarammann þá hikaði ég ekki við að hoppa á það. Það er virkilega skemmtilegt en núna er það frá og einbeitingin er komin á landsliðið,“ sagði Hannes og bætir við að það hafi verið gott að dreifa huganum. „Það hefði verið miklu verra fyrir mig að sitja bara heima í sófanum og hugsa um HM allan daginn. Núna var ég í mjög krefjandi verkefni með liðinu mínu í að halda sæti okkar í deildinni þar sem var mikil pressa og mikið stress. Það tók allan hugann og svo tók þetta vinnuverkefni við síðustu daga. Þetta hjálpaði mér við að dreifa huganum og hentar mér ágætlega að hafa nóg að gera,“ sagði Hannes. „Núna er þetta frá og maður er fyrir vikið að fá landsliðs- og HM-fiðringinn og að fatta að þetta sé að fara að gerast,“ sagði Hannes.Hannes í leik með Randers.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Sjá meira