Kennarar eru úrvinda Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. maí 2018 11:15 Það hefur verið valtað yfir kennara, ekki einungis hvað launin varðar, heldur einnig eru gerðar ómanneskjulegar kröfur til þeirra. Svona hefur ástandið verið síðastliðin ár í grunnskólum borgarinnar og fer versnandi. Skóli án aðgreiningar er falleg hugsjón en hefur ekki verið að virka fyrir öll börn af því að árum saman hefur það sem þarf að fylgja til að mæta þörfum allra barna einfaldlega ekki fylgt með. Borgin hefur ekki metið alla kostnaðarliði í skólastarfinu þegar fjárhagsáætlun er gerð. Börn með sérþarfir hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa til að geta notið sín í almennum bekk þar sem fjárveitingar skortir til að sinna þeim og mæta þörfum þeirra. Skólinn fær hugsanlega fjármagn til að greiða stuðningsaðila laun en oft nær það ekki mikið lengra. Flokkur fólksins vill að sérskólar verði styrktir og þeim fjölgað eftir þörfum og að skólarnir sjálfir fái fullt frelsi til að þróa innviði sýna hvað varðar sérkennsluúrræði, allt eftir því hvað nemendur þurfa. Flokkur fólksins veit að borgin hefur vel efni á að sinna börnunum vel en hefur einfaldlega ekki sett þennan málaflokk í forgang. Með því að að fjölga sérúrræðum fyrir börn með sérþarfir mun létta á kennurum. Kennarar eru úrvinda og margir hafa flúið starfið ekki eingöngu vegna launanna heldur einnig vegna þess að sumir geta einfaldlega ekki meira og vilja ekki láta vaða frekar yfir sig. Í okkar samfélagi hafa kennarar ekki notið virðingar sem skyldi fyrir óeigingjarnt starf sitt. Sem skólasálfræðingur og kennari sem kennt hefur á öllum skólastigum hefur þetta blasað við undanfarin ár. Flokkur fólksins vill að öll börn geti notið styrkleika sinna og stundað nám meðal jafningja. Eins og staðan er í dag er börnum steypt í sama mót. Kennurum er ætlað að sjá til þess að þörfum allra sé mætt án tillits til þess hversu stór bekkurinn er og hve ólíkar þarfir barna eru. Í núverandi fyrirkomulagi sem hefur verið fjársvelt til margra ára geta kennarar hvorki sinnt náms- eða félagslegum þörfum allra barna svo vel sé eða gætt þess að hvert einasta barn geti notið styrkleika sinna. Fjölga þarf sálfræðingum helst á þann hátt að sérhver skóli hafi sálfræðing sem starfar við hlið kennara og námsráðgjafa. Flokkur fólksins mun ekki linna látum fyrr en þessu hefur verið náð í öllum skólum. Flokkur fólksins vill standa vörð um kennarastéttina og krefst þess að kennarar njóti virðingar og að hlúð sé að þeim í starfi á öllum sviðum. Kennarar eru fjársjóður enda veljum við að þeir kenni börnunum okkar, því dýrmætasta sem við eigum. Börnin eru framtíðin.Höfundur skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið valtað yfir kennara, ekki einungis hvað launin varðar, heldur einnig eru gerðar ómanneskjulegar kröfur til þeirra. Svona hefur ástandið verið síðastliðin ár í grunnskólum borgarinnar og fer versnandi. Skóli án aðgreiningar er falleg hugsjón en hefur ekki verið að virka fyrir öll börn af því að árum saman hefur það sem þarf að fylgja til að mæta þörfum allra barna einfaldlega ekki fylgt með. Borgin hefur ekki metið alla kostnaðarliði í skólastarfinu þegar fjárhagsáætlun er gerð. Börn með sérþarfir hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa til að geta notið sín í almennum bekk þar sem fjárveitingar skortir til að sinna þeim og mæta þörfum þeirra. Skólinn fær hugsanlega fjármagn til að greiða stuðningsaðila laun en oft nær það ekki mikið lengra. Flokkur fólksins vill að sérskólar verði styrktir og þeim fjölgað eftir þörfum og að skólarnir sjálfir fái fullt frelsi til að þróa innviði sýna hvað varðar sérkennsluúrræði, allt eftir því hvað nemendur þurfa. Flokkur fólksins veit að borgin hefur vel efni á að sinna börnunum vel en hefur einfaldlega ekki sett þennan málaflokk í forgang. Með því að að fjölga sérúrræðum fyrir börn með sérþarfir mun létta á kennurum. Kennarar eru úrvinda og margir hafa flúið starfið ekki eingöngu vegna launanna heldur einnig vegna þess að sumir geta einfaldlega ekki meira og vilja ekki láta vaða frekar yfir sig. Í okkar samfélagi hafa kennarar ekki notið virðingar sem skyldi fyrir óeigingjarnt starf sitt. Sem skólasálfræðingur og kennari sem kennt hefur á öllum skólastigum hefur þetta blasað við undanfarin ár. Flokkur fólksins vill að öll börn geti notið styrkleika sinna og stundað nám meðal jafningja. Eins og staðan er í dag er börnum steypt í sama mót. Kennurum er ætlað að sjá til þess að þörfum allra sé mætt án tillits til þess hversu stór bekkurinn er og hve ólíkar þarfir barna eru. Í núverandi fyrirkomulagi sem hefur verið fjársvelt til margra ára geta kennarar hvorki sinnt náms- eða félagslegum þörfum allra barna svo vel sé eða gætt þess að hvert einasta barn geti notið styrkleika sinna. Fjölga þarf sálfræðingum helst á þann hátt að sérhver skóli hafi sálfræðing sem starfar við hlið kennara og námsráðgjafa. Flokkur fólksins mun ekki linna látum fyrr en þessu hefur verið náð í öllum skólum. Flokkur fólksins vill standa vörð um kennarastéttina og krefst þess að kennarar njóti virðingar og að hlúð sé að þeim í starfi á öllum sviðum. Kennarar eru fjársjóður enda veljum við að þeir kenni börnunum okkar, því dýrmætasta sem við eigum. Börnin eru framtíðin.Höfundur skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar