Misskilningur Magnús Guðmundsson skrifar 23. maí 2018 10:00 Heimildarmyndagerð hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á síðustu árum. Skýringin kann að felast í auknu aðgengi í gegnum efnisveitur en líka í veikri stöðu fjölmiðla þar sem fjármagn til rannsóknarblaðamennsku er af skornum skammti. En hvað sem því líður þá hefur samfélagslegt mikilvægi heimildarmynda aukist til muna og því mikilvægt að skilja miðilinn. Undir yfirborðinu, heimildarmynd um laxeldi í sjókvíum og möguleg neikvæð áhrif þess iðnaðar, eftir Þorstein Joð Vilhjálmsson var nýverið sýnd á RÚV. Í myndinni kemur fram margt sem samfélagið þarf að ræða undir handleiðslu sérfræðinga sem hafa engra hagsmuna að gæta. Það reyndar stóð ekki á viðbrögðum hagsmunaaðila en Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, sagði að Undir yfirborðinu væri ekki heimildarmynd í þeim skilningi orðsins. Fleiri hagsmunaaðilar tóku í sama streng en minna fór fyrir málefnalegri umræðu um mögulega skaðsemi af starfseminni. Þessi gagnrýni er annaðhvort sett fram til þess að afvegaleiða umræðuna eða að viðkomandi eru að misskilja eðli heimildarmynda. Í Undir yfirborðinu er ekki dregin dul á að þar er fjallað um mögulega skaðsemi af laxeldi í sjókvíum. Það er mál sem er verið að krefja samfélagið um að ræða með faglegum hætti. Sem dæmi um slíkar heimildarmyndir eru Bowling for Columbine, eftir Michael Moore og Super Size Me, eftir Morgan Spurlock. Myndir sem fá mann til þess að hugsa, kynna sér jafnvel málið enn frekar og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Í Undir yfirborðinu er með sambærilegum hætti verið að hvetja samfélagið til þess að fara í þá umræðu hvort laxeldi í opnum sjókvíum sé áhættunnar virði fyrir byggðarlögin, náttúruna, villta laxastofna og komandi kynslóðir. Myndin er ekki einhvers konar fréttaskýringarþáttur um kosti og galla þessarar starfsemi heldur dregur fram mögulegar afleiðingar fyrir náttúruna og samfélagið. Mögulega útrýmingu villtra íslenskra laxastofna, mengun í fjörðum, skaðleg áhrif á lífríkið, takmarkaðan ávinning dreifðra byggða og fleira mætti til taka. Um þetta er myndin og þetta er það sem við sem samfélag þurfum að ræða og það án þess að þeirri umræðu sé stýrt af þeim sem hafa fjárhagslegra eða jafnvel tilfinningalegra hagsmuna að gæta. Hvort sem það eru norskir auðmenn, fulltrúar þeirra, veiðirétthafar eða breskir laxveiðimenn. Þegar horft er á mynd á borð við Undir yfirborðinu er einmitt allt að því áþreifanlegt að þar er stundum verið að tala við hagsmunaaðila til beggja átta. Það er eðlilegt að allir fái að láta rödd sína heyrast og reynt sé að draga upp skýra heildarmynd af málinu. En það sem hlýtur að vega þyngst í myndinni eru þær raddir sem hafa engra hagsmuna að gæta en búa hins vegar yfir mestri þekkingu. Undir yfirborðinu er þannig mynd sem krefur okkur um að hugsa og leggja okkur eftir öllum staðreyndum málsins og er því svo sannarlega heimildarmynd. En hvort öllum hagsmunaaðilum líkar það sem þar kemur fram er annað mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Heimildarmyndagerð hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á síðustu árum. Skýringin kann að felast í auknu aðgengi í gegnum efnisveitur en líka í veikri stöðu fjölmiðla þar sem fjármagn til rannsóknarblaðamennsku er af skornum skammti. En hvað sem því líður þá hefur samfélagslegt mikilvægi heimildarmynda aukist til muna og því mikilvægt að skilja miðilinn. Undir yfirborðinu, heimildarmynd um laxeldi í sjókvíum og möguleg neikvæð áhrif þess iðnaðar, eftir Þorstein Joð Vilhjálmsson var nýverið sýnd á RÚV. Í myndinni kemur fram margt sem samfélagið þarf að ræða undir handleiðslu sérfræðinga sem hafa engra hagsmuna að gæta. Það reyndar stóð ekki á viðbrögðum hagsmunaaðila en Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, sagði að Undir yfirborðinu væri ekki heimildarmynd í þeim skilningi orðsins. Fleiri hagsmunaaðilar tóku í sama streng en minna fór fyrir málefnalegri umræðu um mögulega skaðsemi af starfseminni. Þessi gagnrýni er annaðhvort sett fram til þess að afvegaleiða umræðuna eða að viðkomandi eru að misskilja eðli heimildarmynda. Í Undir yfirborðinu er ekki dregin dul á að þar er fjallað um mögulega skaðsemi af laxeldi í sjókvíum. Það er mál sem er verið að krefja samfélagið um að ræða með faglegum hætti. Sem dæmi um slíkar heimildarmyndir eru Bowling for Columbine, eftir Michael Moore og Super Size Me, eftir Morgan Spurlock. Myndir sem fá mann til þess að hugsa, kynna sér jafnvel málið enn frekar og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Í Undir yfirborðinu er með sambærilegum hætti verið að hvetja samfélagið til þess að fara í þá umræðu hvort laxeldi í opnum sjókvíum sé áhættunnar virði fyrir byggðarlögin, náttúruna, villta laxastofna og komandi kynslóðir. Myndin er ekki einhvers konar fréttaskýringarþáttur um kosti og galla þessarar starfsemi heldur dregur fram mögulegar afleiðingar fyrir náttúruna og samfélagið. Mögulega útrýmingu villtra íslenskra laxastofna, mengun í fjörðum, skaðleg áhrif á lífríkið, takmarkaðan ávinning dreifðra byggða og fleira mætti til taka. Um þetta er myndin og þetta er það sem við sem samfélag þurfum að ræða og það án þess að þeirri umræðu sé stýrt af þeim sem hafa fjárhagslegra eða jafnvel tilfinningalegra hagsmuna að gæta. Hvort sem það eru norskir auðmenn, fulltrúar þeirra, veiðirétthafar eða breskir laxveiðimenn. Þegar horft er á mynd á borð við Undir yfirborðinu er einmitt allt að því áþreifanlegt að þar er stundum verið að tala við hagsmunaaðila til beggja átta. Það er eðlilegt að allir fái að láta rödd sína heyrast og reynt sé að draga upp skýra heildarmynd af málinu. En það sem hlýtur að vega þyngst í myndinni eru þær raddir sem hafa engra hagsmuna að gæta en búa hins vegar yfir mestri þekkingu. Undir yfirborðinu er þannig mynd sem krefur okkur um að hugsa og leggja okkur eftir öllum staðreyndum málsins og er því svo sannarlega heimildarmynd. En hvort öllum hagsmunaaðilum líkar það sem þar kemur fram er annað mál.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun