Ragnari misbýður hækkanir á leiguverði Grétar Þór Sigurðsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Ragnar segir sögurnar vera orðnar um 50 talsins. Vísir/stefán Stéttarfélagið VR hefur verið að safna reynslusögum leigjenda sem lent hafa í því að leiguverð þeirra hefur hækkað óeðlilega mikið. „Þetta hófst fyrir svona mánuði, þá fékk ég fréttir af fólki sem var að ræða saman á lokaðri leigjendasíðu um framferði leigufélaga. Mér fannst þetta svo ótrúlegar sögur að ég komst í samband við þetta fólk í gegnum þriðja aðila og fékk frá þeim gögn um málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um upphaf þessa verkefnis. „Það sem við erum að setja fram er meira en sögur, við erum með gögn sem styðja þessar sögur um hækkanir,“ segir Ragnar, en gögnin samanstanda meðal annars af leigusamningum og tölvupóstsamskiptum leigjenda við leigusala sína. Ragnar segir að einstaklingum sem sendi inn upplýsingar sé lofað nafnleynd. „Fólk er hrætt við að koma fram undir nafni, það er skíthrætt við að missa þakið ofan af höfðinu,“ segir hann. Að sögn Ragnars er regluverkið mismunandi eftir löndum og borgum, en verið sé að kortleggja það innan VR. „Við erum að kortleggja þetta til að geta mögulega nýtt þetta í komandi kjarasamningagerð, hvort hægt sé að setja fram eitthvert regluverk sem verndar leigjendur,“ segir hann. Ragnar segir að sér hafi misboðið þær hækkanir á leiguverði sem hafi sést á innsendum leigusamningum. Hann segist vilja sjá að bann verði lagt við því að leigufélög hækki leiguverð einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök, til dæmis vegna fyrirséðs viðhaldskostnaðar eða hárrar verðbólgu. Þá segir Ragnar mikilvægt að leigusamningar verði lengri en raun ber vitni. Þeir séu sjaldan lengri en til tólf mánaða. „Fólk þorir ekki að gera plön fyrir sumarið því það veit ekki hvað gerist eftir sex eða tólf mánuði,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir farir legjenda ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin. 30. apríl 2018 13:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stéttarfélagið VR hefur verið að safna reynslusögum leigjenda sem lent hafa í því að leiguverð þeirra hefur hækkað óeðlilega mikið. „Þetta hófst fyrir svona mánuði, þá fékk ég fréttir af fólki sem var að ræða saman á lokaðri leigjendasíðu um framferði leigufélaga. Mér fannst þetta svo ótrúlegar sögur að ég komst í samband við þetta fólk í gegnum þriðja aðila og fékk frá þeim gögn um málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um upphaf þessa verkefnis. „Það sem við erum að setja fram er meira en sögur, við erum með gögn sem styðja þessar sögur um hækkanir,“ segir Ragnar, en gögnin samanstanda meðal annars af leigusamningum og tölvupóstsamskiptum leigjenda við leigusala sína. Ragnar segir að einstaklingum sem sendi inn upplýsingar sé lofað nafnleynd. „Fólk er hrætt við að koma fram undir nafni, það er skíthrætt við að missa þakið ofan af höfðinu,“ segir hann. Að sögn Ragnars er regluverkið mismunandi eftir löndum og borgum, en verið sé að kortleggja það innan VR. „Við erum að kortleggja þetta til að geta mögulega nýtt þetta í komandi kjarasamningagerð, hvort hægt sé að setja fram eitthvert regluverk sem verndar leigjendur,“ segir hann. Ragnar segir að sér hafi misboðið þær hækkanir á leiguverði sem hafi sést á innsendum leigusamningum. Hann segist vilja sjá að bann verði lagt við því að leigufélög hækki leiguverð einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök, til dæmis vegna fyrirséðs viðhaldskostnaðar eða hárrar verðbólgu. Þá segir Ragnar mikilvægt að leigusamningar verði lengri en raun ber vitni. Þeir séu sjaldan lengri en til tólf mánaða. „Fólk þorir ekki að gera plön fyrir sumarið því það veit ekki hvað gerist eftir sex eða tólf mánuði,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir farir legjenda ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin. 30. apríl 2018 13:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir farir legjenda ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin. 30. apríl 2018 13:30
Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27