Framtíðin er núna Hjálmar Sveinsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Í borgarstjórnarkosningunum á laugardaginn verður kosið um þróun borgarinnar til framtíðar. Hvernig borg verður Reykjavík eftir fjögur ár, hvernig verður hún árið 2030? Verður hún vistvæn og mannvæn? Verður losun gróðurhúsaloftegunda mikil eða sama og engin í borginni? Verður Reykjavík græn eða grá? Verða hér öflugar og hraðvirkar almenningssamgöngur? Mun félagslegt misrétti aukast eða minnka í borginni? Verður gott að ala hér upp börn, verður gott að nema hér og starfa og eldast? Verður Reykjavík skemmtileg og áhugaverð borg? Ég þykist vita að allir borgarbúar séu sammála um að vel takist til en það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er langt í frá sjálfgefið. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að taka pólitískar ákvarðanir sem byggja á heildstæðri framtíðarsýn. Það er auðvitað pólitísk ákvörðun að samþykkja bindandi stefnu um kolefnishlutlausa Reykjavík árið 2040, að hrinda af stað metnaðarfullri stefnu um borgarlínu í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina, að gera samninga við verkalýðsfélögin um endurreisn verkamannabústaðakerfisins með því að útvega þeim kjörlóðir víðsvegar um borgina fyrir eitt þúsund íbúðir á hagstæðum kjörum. Það er pólitísk ákvörðun að fjölga leikskólum og ungbarnadeildum þannig að á næstu árum komist 12 til 18 mánaða gömul börn á leikskóla. Það er pólitísk ákvörðun að þétta borgina og gera hverfin sjálfbærari. Einn mesti vandinn sem blasir við núna og þegar horft er til framtíðar er atgervisflótti ungs fólks frá Íslandi. Þess vegna þurfum að sjá til þess að Reykjavík þróist þannig að hún verði áfram kraftmikil, skapandi og spennandi borg fyrir ungt fólk til að búa í og starfa. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt. Ég er sannfærður um að stefna núverandi meirihluta í borginni felur í sér mikilvæg skref í rétta átt. Unga fólkið í Reykjavík hefur sem betur fer áttað sig á þessu. Þeirra er framtíðin. Í splunkunýrri könnun Félagsvísindastofnunar kemur í ljós að hvorki meira né minna en rúm 44% Reykvíkinga á aldrinum 18 til 29 ára segjast ætla að kjósa Samfylkinguna. Áfram Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Kosningar 2018 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í borgarstjórnarkosningunum á laugardaginn verður kosið um þróun borgarinnar til framtíðar. Hvernig borg verður Reykjavík eftir fjögur ár, hvernig verður hún árið 2030? Verður hún vistvæn og mannvæn? Verður losun gróðurhúsaloftegunda mikil eða sama og engin í borginni? Verður Reykjavík græn eða grá? Verða hér öflugar og hraðvirkar almenningssamgöngur? Mun félagslegt misrétti aukast eða minnka í borginni? Verður gott að ala hér upp börn, verður gott að nema hér og starfa og eldast? Verður Reykjavík skemmtileg og áhugaverð borg? Ég þykist vita að allir borgarbúar séu sammála um að vel takist til en það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er langt í frá sjálfgefið. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að taka pólitískar ákvarðanir sem byggja á heildstæðri framtíðarsýn. Það er auðvitað pólitísk ákvörðun að samþykkja bindandi stefnu um kolefnishlutlausa Reykjavík árið 2040, að hrinda af stað metnaðarfullri stefnu um borgarlínu í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina, að gera samninga við verkalýðsfélögin um endurreisn verkamannabústaðakerfisins með því að útvega þeim kjörlóðir víðsvegar um borgina fyrir eitt þúsund íbúðir á hagstæðum kjörum. Það er pólitísk ákvörðun að fjölga leikskólum og ungbarnadeildum þannig að á næstu árum komist 12 til 18 mánaða gömul börn á leikskóla. Það er pólitísk ákvörðun að þétta borgina og gera hverfin sjálfbærari. Einn mesti vandinn sem blasir við núna og þegar horft er til framtíðar er atgervisflótti ungs fólks frá Íslandi. Þess vegna þurfum að sjá til þess að Reykjavík þróist þannig að hún verði áfram kraftmikil, skapandi og spennandi borg fyrir ungt fólk til að búa í og starfa. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt. Ég er sannfærður um að stefna núverandi meirihluta í borginni felur í sér mikilvæg skref í rétta átt. Unga fólkið í Reykjavík hefur sem betur fer áttað sig á þessu. Þeirra er framtíðin. Í splunkunýrri könnun Félagsvísindastofnunar kemur í ljós að hvorki meira né minna en rúm 44% Reykvíkinga á aldrinum 18 til 29 ára segjast ætla að kjósa Samfylkinguna. Áfram Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun