Erlent

Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Weinstein sést hér mæta á lögreglustöðina í New York.
Weinstein sést hér mæta á lögreglustöðina í New York. vísir/ap

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein gaf sig í morgun fram við lögregluyfirvöld í New York en Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna.



Lögregluyfirvöld í New York segja að málið snúi að konu sem hefur greint frá því að Weinstein hafi neytt hana til munnmaka á fundi á skrifstofu hans árið 2004.



Sjá einnig:
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi



Konan, Lucia Evans, var á meðal þeirra fyrstu sem greindu frá kynferðislegri misnotkun Weinstein en tugir kvenna hafa stigið fram og sagt frá misnotkun Weinstein gagnvart þeim.



Þá segir embættismaður líklegt að kæra frá annarri konu sem ekki hafi áður komið fram opinberlega.



Talið er að samið hafi verið um tryggingu Weinstein fyrirfram og að hann muni leggja fram milljón dollara tryggingu í reiðufé. Þá á hann að vera með eftirlitsbúnað á sér og leggja inn vegabréfið sitt.



Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×