Hart sótt að Degi vegna húsnæðismála í kappræðum Stöðvar 2 Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2018 21:29 Frá kappræðum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Vilhelm Það var fast sótt að borgarstjóra og fulltrúum sem hafa setið í meirihluta í borgarstjórn á kjörtímabilinu sem er að líða í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld. Þar voru mættir fulltrúar 9 af sextán flokkum sem bjóða sig fram í Reykjavík í ár. Um var að ræða Ingvar Mar Jónsson úr Framsóknarflokknum, Dag B. Eggertsson Samfylkingunni, Eyþór Laxdal Arnalds Sjálfstæðisflokknum, Líf Magneudóttir Vinstri grænum, Dóru Björt Guðjónsdóttur Pírötum, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur Viðreisn, Vigdísi Hauksdóttur Miðflokknum, Kolbrúnu Baldursdóttur Flokki fólksins og Sönnu Magdalenu Mörtudóttur Sósíalistaflokknum. Fulltrúar þeirra sem ekki eru í meirihlutanum sóttu hart að Degi í kappræðunum og sögðu borgina ekki hafa staðið sig í húsnæðismálunum. Hélt Ingvar Mar Jónsson því fram að lítið sem ekkert væri hugsað um hverfi í austurhluta Reykjavíkur þar sem flestir búa.Sagði gagnrýni koma úr harðri átt Dagur sagði að byrjað var að undirbúa steypu fyrir sundlaug sem á að þjóna Úlfarsárdal og Grafarholti og hélt því fram að enginn borgarstjóri hefði verið jafn mikið úti í hverfunum og hann. Hann sagði það koma úr harðri átt frá fulltrúa Framsóknarflokksins að tala um úrræðaleysi þegar kemur að húsnæðismarkaði borgarinnar þegar ráðherra Framsóknar seldi leigufélagið Klett til Gamma og að Sjálfstæðisflokkurinn hefði selt eignir á Ásbrú til Heimavalla, gjörningar sem hefðu skapað vanda á húsnæðismarkaðinum.Sanna Magdalenu og Mörtudóttir Sósíalistaflokki, Dagur B. Eggertsson Samfylkingu, Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírötum, Ingvar Mar Jónsson Framsóknarflokknum og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn. Vísir/VilhelmDagur sagði meirihlutann hafa lagt áherslu á óhagnaðardrifna uppbyggingu með verkalýðsfélögunum, stúdentum og eldri borgurum til að skapa heilbrigðari húsnæðismarkað. Sagði Dagur að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu lagt niður verkamannabústaðakerfið sem væri undirrót vanda tekjulægsta fólksins á Íslandi í húsnæðismálum. Vildi hann meina að kjósendur væru komnir með skýra valkosti í þessum kosningum. Eyþór Arnalds sagði að honum þætti lélegt af Degi að benda á aðra þegar vandamál borgarinnar væru rædd. Sagði hann Dag hafa lofað 3.000 leiguíbúðum og mörgum íbúðum á kjörtímabilinu. Dagur vildi meina að það hefði staðist en Eyþór þvertók fyrir það. Sagði Eyþór að byggðar hefðu verið 300 íbúðir á síðasta ári í Reykjavík sem væri of lítið, byggja þyrfti 2.000 á hverju ári. Sagði hann Reykjavíkurborg hafa brugðist og Reykvíkingar hefðu samkvæmt könnunum mestar áhyggjur af húsnæðismálum og sagði að Dagur þyrfti að horfast í augu við raunveruleikann. Eyþór sagðist vilja fylgja stefnu meirihlutans að ganga til samvinnu við verkalýðsfélögin og sérstaklega eldri borgara, bara betur og hraðar. Ingvar Mar vildi meina að borgin hefði dregið lappirnar í úthlutun lóða og vildi meina að Reykjavík væri langt á eftir öðrum sveitarfélögum miðað við stærð.Sagði Dag eiga að benda á sjálfan sig Vigdís Hauksdóttir, frambjóðandi Miðflokksins, sagði með ólíkindum að Dagur skyldi benda í allar áttir í stað þess að benda á sjálfan sig og sinn meirihluta. Sagði hún það ekki rétt að verið væri að gera eitthvað fyrir efnaminna fólk í borginni og að Dagur ætti að horfast í augu við það. Dagur sagði borgina vinna í fjölbreyttum lausnum á húsnæðismarkaði en sagði að risastór mistök hefðu verið gerð þegar verkamannabústaðakerfið var lagt af. Þar með glötuðust 6.000 íbúðir í Reykjavík. Sagði Dagur að Reykjavíkurborg hefði verið í forystu við að leysa húsnæðisvandann og sagði að frambjóðandi Framsóknarflokksins hefði handvalið tölur um úthlutun lóða frá miðju kjörtímabili. Sé allt tímabilið skoðað sé Reykjavík þar í forystu. Á meðan skili Sjálfstæðisflokkurinn auðu. Sanna Magdalena Mörtudóttir sagði Reykjavíkurborg eiga að grípa tafarlaust inn í málin. Hún sagði þá sem eru í húsnæðiskreppu hafa beðið og beðið og lítið byggt fyrir þá efnaminni. Sagði hún borgina ekki eiga að þjónustu braskara og leigufélögin.Líf Magneudóttir úr VG, Vigdís Hauksdóttir Miðflokki, Eyþór Arnalds Sjálfstæðisflokki og Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins. Vísir/VilhelmLíf Magneudóttir sagði að Reykjavík ætti að vera meiri gerandi á húsnæðismarkaði og að meirihlutinn hefði stóraukið fjölda íbúða í félagslega kerfinu og staðið að þéttingu byggðar sem væri hluti af borgarskipulagi. Kolbrún Baldursdóttir sagði að fólkið hefði ekki verið sett í forgang í borginni og að þær lausnir sem Dagur nefndi hefðu átt að koma fram mun fyrr. Sagði hún vandann gífurlegan og að langir biðlistar væru fyrir aldraða, öryrkja og fjölskyldur. Sagði hún erfitt að vera manneskju í þannig aðstæðum og að borgin væri ekki fórnarlamb í þessu máli og ætti að gera eitthvað í málunum.Flækustig og vantar vinnuafl Þórdís Lóa sagði aðra hlið á húsnæðisvandanum og nefndi að ef atvinnurekandi vildi reisa skemmu í borginni þá þyrfti hann að fara í gegnum sautján stjórnsýsluskref á meðan þau eru sjö í Kaupmannahöfn. Hún sagði þetta kosta tíma og peninga sem leggist beint á fólkið. Dóra Björt Guðjónsdóttir sagði allt tal um að það vanti lóðir í Reykjavík ekki rétt. Nú þegar séu 4.300 lóðir í boði þar sem er hægt að koma 19.000 íbúðum fyrir. Vandamálið væri því ekki lóðirnar og sagði þá sem teikna málið einfalt upp og segja að hægt sé að leysa málið auðveldlega séu ekki heiðarlegir. Sagði hún að henni hefði blöskrað málflutningur þessara frambjóðenda þess efnis að meirihlutinn hefði lítið gert. Sagði Dóra Björt að það væru allir að reyna að leysa þessi mál og sammála um vandamálið. Hún sagði stærsta hluta vandamálsins vera að á Íslandi vanti fólk til að vinna þessi störf við að byggja. Sagði hún marga verktaka hafa farið frá Íslandi eftir efnahagshrunið árið 2008. Sagði hún að í hagkerfi Reykjavíkur væri hægt að byggja þúsund íbúðir á ári og 2.000 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta væri vegna þess að fólk vantaði í vinnu og mun lægri framleiðni væri hér á landi miðað við nágrannalöndin. Það taki til dæmis 50 prósent meiri tíma að byggja íbúðir hér en í Noregi. Eyþór Arnalds sagðist sammála því að verið væri að gera málin óþarflega flókin og að Reykjavík væru flókin borg. Sagði hann byggingarréttargjöldin há og kvaðir við úthlutun lóða miklar, svo miklar að leigufélagið Bjarg hafi skilað lóðum vegna kvaða. Dóra sagði að það væri galli í lögum um almennar íbúðir sem ráðherra Framsóknar setti fram og þess vegna hefði Bjarg skilað þessum lóðum. Vigdís Hauksdóttir sagði það ekki rétt að það vanti vinnuafl á Íslandi sem væri aðili að EES samningnum. Hægt er að horfa á kappræðurnar í heild sinni hér fyrir neðan: Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Hreint ömurlegt að það sé verið að byggja hér knattspyrnuhús og helmingur bæjarins er alveg brjálaður“ Frambjóðendur í Hafnarfjarðarbæ tókust hart á um byggingu knatthúsa í bæjarfélaginu í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld. 24. maí 2018 21:14 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira
Það var fast sótt að borgarstjóra og fulltrúum sem hafa setið í meirihluta í borgarstjórn á kjörtímabilinu sem er að líða í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld. Þar voru mættir fulltrúar 9 af sextán flokkum sem bjóða sig fram í Reykjavík í ár. Um var að ræða Ingvar Mar Jónsson úr Framsóknarflokknum, Dag B. Eggertsson Samfylkingunni, Eyþór Laxdal Arnalds Sjálfstæðisflokknum, Líf Magneudóttir Vinstri grænum, Dóru Björt Guðjónsdóttur Pírötum, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur Viðreisn, Vigdísi Hauksdóttur Miðflokknum, Kolbrúnu Baldursdóttur Flokki fólksins og Sönnu Magdalenu Mörtudóttur Sósíalistaflokknum. Fulltrúar þeirra sem ekki eru í meirihlutanum sóttu hart að Degi í kappræðunum og sögðu borgina ekki hafa staðið sig í húsnæðismálunum. Hélt Ingvar Mar Jónsson því fram að lítið sem ekkert væri hugsað um hverfi í austurhluta Reykjavíkur þar sem flestir búa.Sagði gagnrýni koma úr harðri átt Dagur sagði að byrjað var að undirbúa steypu fyrir sundlaug sem á að þjóna Úlfarsárdal og Grafarholti og hélt því fram að enginn borgarstjóri hefði verið jafn mikið úti í hverfunum og hann. Hann sagði það koma úr harðri átt frá fulltrúa Framsóknarflokksins að tala um úrræðaleysi þegar kemur að húsnæðismarkaði borgarinnar þegar ráðherra Framsóknar seldi leigufélagið Klett til Gamma og að Sjálfstæðisflokkurinn hefði selt eignir á Ásbrú til Heimavalla, gjörningar sem hefðu skapað vanda á húsnæðismarkaðinum.Sanna Magdalenu og Mörtudóttir Sósíalistaflokki, Dagur B. Eggertsson Samfylkingu, Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírötum, Ingvar Mar Jónsson Framsóknarflokknum og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn. Vísir/VilhelmDagur sagði meirihlutann hafa lagt áherslu á óhagnaðardrifna uppbyggingu með verkalýðsfélögunum, stúdentum og eldri borgurum til að skapa heilbrigðari húsnæðismarkað. Sagði Dagur að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu lagt niður verkamannabústaðakerfið sem væri undirrót vanda tekjulægsta fólksins á Íslandi í húsnæðismálum. Vildi hann meina að kjósendur væru komnir með skýra valkosti í þessum kosningum. Eyþór Arnalds sagði að honum þætti lélegt af Degi að benda á aðra þegar vandamál borgarinnar væru rædd. Sagði hann Dag hafa lofað 3.000 leiguíbúðum og mörgum íbúðum á kjörtímabilinu. Dagur vildi meina að það hefði staðist en Eyþór þvertók fyrir það. Sagði Eyþór að byggðar hefðu verið 300 íbúðir á síðasta ári í Reykjavík sem væri of lítið, byggja þyrfti 2.000 á hverju ári. Sagði hann Reykjavíkurborg hafa brugðist og Reykvíkingar hefðu samkvæmt könnunum mestar áhyggjur af húsnæðismálum og sagði að Dagur þyrfti að horfast í augu við raunveruleikann. Eyþór sagðist vilja fylgja stefnu meirihlutans að ganga til samvinnu við verkalýðsfélögin og sérstaklega eldri borgara, bara betur og hraðar. Ingvar Mar vildi meina að borgin hefði dregið lappirnar í úthlutun lóða og vildi meina að Reykjavík væri langt á eftir öðrum sveitarfélögum miðað við stærð.Sagði Dag eiga að benda á sjálfan sig Vigdís Hauksdóttir, frambjóðandi Miðflokksins, sagði með ólíkindum að Dagur skyldi benda í allar áttir í stað þess að benda á sjálfan sig og sinn meirihluta. Sagði hún það ekki rétt að verið væri að gera eitthvað fyrir efnaminna fólk í borginni og að Dagur ætti að horfast í augu við það. Dagur sagði borgina vinna í fjölbreyttum lausnum á húsnæðismarkaði en sagði að risastór mistök hefðu verið gerð þegar verkamannabústaðakerfið var lagt af. Þar með glötuðust 6.000 íbúðir í Reykjavík. Sagði Dagur að Reykjavíkurborg hefði verið í forystu við að leysa húsnæðisvandann og sagði að frambjóðandi Framsóknarflokksins hefði handvalið tölur um úthlutun lóða frá miðju kjörtímabili. Sé allt tímabilið skoðað sé Reykjavík þar í forystu. Á meðan skili Sjálfstæðisflokkurinn auðu. Sanna Magdalena Mörtudóttir sagði Reykjavíkurborg eiga að grípa tafarlaust inn í málin. Hún sagði þá sem eru í húsnæðiskreppu hafa beðið og beðið og lítið byggt fyrir þá efnaminni. Sagði hún borgina ekki eiga að þjónustu braskara og leigufélögin.Líf Magneudóttir úr VG, Vigdís Hauksdóttir Miðflokki, Eyþór Arnalds Sjálfstæðisflokki og Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins. Vísir/VilhelmLíf Magneudóttir sagði að Reykjavík ætti að vera meiri gerandi á húsnæðismarkaði og að meirihlutinn hefði stóraukið fjölda íbúða í félagslega kerfinu og staðið að þéttingu byggðar sem væri hluti af borgarskipulagi. Kolbrún Baldursdóttir sagði að fólkið hefði ekki verið sett í forgang í borginni og að þær lausnir sem Dagur nefndi hefðu átt að koma fram mun fyrr. Sagði hún vandann gífurlegan og að langir biðlistar væru fyrir aldraða, öryrkja og fjölskyldur. Sagði hún erfitt að vera manneskju í þannig aðstæðum og að borgin væri ekki fórnarlamb í þessu máli og ætti að gera eitthvað í málunum.Flækustig og vantar vinnuafl Þórdís Lóa sagði aðra hlið á húsnæðisvandanum og nefndi að ef atvinnurekandi vildi reisa skemmu í borginni þá þyrfti hann að fara í gegnum sautján stjórnsýsluskref á meðan þau eru sjö í Kaupmannahöfn. Hún sagði þetta kosta tíma og peninga sem leggist beint á fólkið. Dóra Björt Guðjónsdóttir sagði allt tal um að það vanti lóðir í Reykjavík ekki rétt. Nú þegar séu 4.300 lóðir í boði þar sem er hægt að koma 19.000 íbúðum fyrir. Vandamálið væri því ekki lóðirnar og sagði þá sem teikna málið einfalt upp og segja að hægt sé að leysa málið auðveldlega séu ekki heiðarlegir. Sagði hún að henni hefði blöskrað málflutningur þessara frambjóðenda þess efnis að meirihlutinn hefði lítið gert. Sagði Dóra Björt að það væru allir að reyna að leysa þessi mál og sammála um vandamálið. Hún sagði stærsta hluta vandamálsins vera að á Íslandi vanti fólk til að vinna þessi störf við að byggja. Sagði hún marga verktaka hafa farið frá Íslandi eftir efnahagshrunið árið 2008. Sagði hún að í hagkerfi Reykjavíkur væri hægt að byggja þúsund íbúðir á ári og 2.000 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta væri vegna þess að fólk vantaði í vinnu og mun lægri framleiðni væri hér á landi miðað við nágrannalöndin. Það taki til dæmis 50 prósent meiri tíma að byggja íbúðir hér en í Noregi. Eyþór Arnalds sagðist sammála því að verið væri að gera málin óþarflega flókin og að Reykjavík væru flókin borg. Sagði hann byggingarréttargjöldin há og kvaðir við úthlutun lóða miklar, svo miklar að leigufélagið Bjarg hafi skilað lóðum vegna kvaða. Dóra sagði að það væri galli í lögum um almennar íbúðir sem ráðherra Framsóknar setti fram og þess vegna hefði Bjarg skilað þessum lóðum. Vigdís Hauksdóttir sagði það ekki rétt að það vanti vinnuafl á Íslandi sem væri aðili að EES samningnum. Hægt er að horfa á kappræðurnar í heild sinni hér fyrir neðan:
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Hreint ömurlegt að það sé verið að byggja hér knattspyrnuhús og helmingur bæjarins er alveg brjálaður“ Frambjóðendur í Hafnarfjarðarbæ tókust hart á um byggingu knatthúsa í bæjarfélaginu í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld. 24. maí 2018 21:14 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira
„Hreint ömurlegt að það sé verið að byggja hér knattspyrnuhús og helmingur bæjarins er alveg brjálaður“ Frambjóðendur í Hafnarfjarðarbæ tókust hart á um byggingu knatthúsa í bæjarfélaginu í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld. 24. maí 2018 21:14