Ríkið sendir lífeyrisþegum samtals 4 milljarða reikning Sveinn Arnarsson skrifar 26. maí 2018 06:00 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. Vísir/hanna Hinn árlegi endurreikningur Tryggingastofnunar ríkisins kemur afar illa niður á tæpum helmingi skjólstæðinga stofnunarinnar. Þeir sem eru á lífeyri hjá TR þurfa að greiða samanlagt 3,9 milljarða króna til baka til stofnunarinnar. Öryrkjabandalagið gagnrýnir harðlega vinnulag Tryggingastofnunar. Lífeyrisréttindi eru tekjutengd og voru réttindi fyrir árið 2017 reiknuð út frá áætluðum árstekjum í tekjuáætlunum sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á. Þegar endanlegar upplýsingar um tekjur ársins lágu fyrir í staðfestum skattframtölum voru lífeyrisréttindi endurreiknuð á grundvelli þeirra. Lífeyrisþegar sem fengu greitt umfram rétt sinn eru þá í skuld við stofnunina sem kemur til innheimtu þann 1. september næstkomandi. Alls fengu 44 prósent lífeyrisþega ofgreitt og sama hlutfall fékk of lítið greitt. Einungis tólf prósent lífeyrisþega fengu réttar greiðslur frá stofnuninni. Þeir einstaklingar sem fengu ofgreitt frá stofnuninni þurfa að greiða til baka að meðaltali um 13.000 krónur á mánuði. „Þessi hópur er með lægstu tekjur allra í dag og því eru þetta gríðarlega háar fjárhæðir fyrir þetta fólk,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.„Það liggur við að segja að verið sé að gefa skotleyfi á lífeyrisþega hvað þetta varðar. Við höfum alltaf viljað að þetta yrði reiknað mánaðarlega til að koma í veg fyrir svona mistök.“ Þeir einstaklingar sem fengu vangreiddan lífeyri fá endurgreidda um 2,6 milljarða króna um næstu mánaðamót. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mikilvægt einmitt að barist sé fyrir því að réttur til lífeyris hjá TR verði reiknaður mánaðarlega. „Við þurfum að eiga samtalið við ráðherra til að fá þessu breytt. Það er krafa okkar að réttur okkar sé reiknaður í hverjum mánuði en einmitt þannig minnkum við bakreikninga sem eru afar erfiðir fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Bergur Þorri. Lífeyrisþegum hjá TR hefur fjölgað mikið síðustu ár og hefur heildarfjárhæð lífeyris hækkað sem því nemur. Lífeyrisþegar TR geta sótt um niðurfellingu á skuld sinni en ströng skilyrði þarf að uppfylla til að sleppa undan henni. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Systkini endurgreiði ofgreiddan lífeyri föður Litlar tekjur þóttu ekki fullnægjandi rök systkina til að fá kröfu TR í dánarbú föður þeirra fellda niður. Faðir þeirra hafði ekki gert grein fyrir tekjum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Formaður ÖBÍ telur kerfið vera ömurlegt. 9. apríl 2018 07:00 Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Hinn árlegi endurreikningur Tryggingastofnunar ríkisins kemur afar illa niður á tæpum helmingi skjólstæðinga stofnunarinnar. Þeir sem eru á lífeyri hjá TR þurfa að greiða samanlagt 3,9 milljarða króna til baka til stofnunarinnar. Öryrkjabandalagið gagnrýnir harðlega vinnulag Tryggingastofnunar. Lífeyrisréttindi eru tekjutengd og voru réttindi fyrir árið 2017 reiknuð út frá áætluðum árstekjum í tekjuáætlunum sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á. Þegar endanlegar upplýsingar um tekjur ársins lágu fyrir í staðfestum skattframtölum voru lífeyrisréttindi endurreiknuð á grundvelli þeirra. Lífeyrisþegar sem fengu greitt umfram rétt sinn eru þá í skuld við stofnunina sem kemur til innheimtu þann 1. september næstkomandi. Alls fengu 44 prósent lífeyrisþega ofgreitt og sama hlutfall fékk of lítið greitt. Einungis tólf prósent lífeyrisþega fengu réttar greiðslur frá stofnuninni. Þeir einstaklingar sem fengu ofgreitt frá stofnuninni þurfa að greiða til baka að meðaltali um 13.000 krónur á mánuði. „Þessi hópur er með lægstu tekjur allra í dag og því eru þetta gríðarlega háar fjárhæðir fyrir þetta fólk,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.„Það liggur við að segja að verið sé að gefa skotleyfi á lífeyrisþega hvað þetta varðar. Við höfum alltaf viljað að þetta yrði reiknað mánaðarlega til að koma í veg fyrir svona mistök.“ Þeir einstaklingar sem fengu vangreiddan lífeyri fá endurgreidda um 2,6 milljarða króna um næstu mánaðamót. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mikilvægt einmitt að barist sé fyrir því að réttur til lífeyris hjá TR verði reiknaður mánaðarlega. „Við þurfum að eiga samtalið við ráðherra til að fá þessu breytt. Það er krafa okkar að réttur okkar sé reiknaður í hverjum mánuði en einmitt þannig minnkum við bakreikninga sem eru afar erfiðir fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Bergur Þorri. Lífeyrisþegum hjá TR hefur fjölgað mikið síðustu ár og hefur heildarfjárhæð lífeyris hækkað sem því nemur. Lífeyrisþegar TR geta sótt um niðurfellingu á skuld sinni en ströng skilyrði þarf að uppfylla til að sleppa undan henni.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Systkini endurgreiði ofgreiddan lífeyri föður Litlar tekjur þóttu ekki fullnægjandi rök systkina til að fá kröfu TR í dánarbú föður þeirra fellda niður. Faðir þeirra hafði ekki gert grein fyrir tekjum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Formaður ÖBÍ telur kerfið vera ömurlegt. 9. apríl 2018 07:00 Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Systkini endurgreiði ofgreiddan lífeyri föður Litlar tekjur þóttu ekki fullnægjandi rök systkina til að fá kröfu TR í dánarbú föður þeirra fellda niður. Faðir þeirra hafði ekki gert grein fyrir tekjum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Formaður ÖBÍ telur kerfið vera ömurlegt. 9. apríl 2018 07:00
Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00