Lögregla hleraði símtæki brotaþolans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. maí 2018 06:00 Stefán Þór Guðgeirsson hlaut fjögurra ára dóm í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/GVA Sími brotaþola í nýlegu kynferðisbrotamáli var hleraður við rannsókn málsins hjá lögreglu. Nær óþekkt er að gripið sé til slíkra aðgerða. Fyrir rétt rúmri viku var Stefán Þór Guðgeirsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega nauðgun. Þetta var í annað skipti sem hann hlýtur dóm fyrir slíkt brot en það gerðist einnig árið 2012. Brotaþoli, en á þeim tíma sem nauðgunin átti sér stað voru hún og Stefán í sambandi, leitaði á Neyðarmóttöku Landspítalans eftir atvikið og gaf skýrslu um það sem gerst hafði. Þá voru einnig tekin úr henni sýni og ljósmyndir teknar af áverkum. Tveimur dögum síðar í skýrslutöku hjá lögreglu vildi hún hins vegar draga kæru sína til baka. Degi eftir það veitti hún Sveini Andra Sveinssyni umboð til að vera réttargæslumaður sinn í málinu og lagði fram yfirlýsingu þar sem fram kom að samræðið hefði verið með vilja beggja og þar sem hún játaði á sig rangar sakargiftir. Þær skýringar voru ekki teknar trúanlegar af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) og var skipan Sveins sem réttargæslumanns hennar kærð til Hæstaréttar sem staðfesti hana.Sjá einnig: Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga unnustu sinni Sökum ótrúverðugra skýringa brotaþola afréð lögreglan að afla dómsúrskurðar til að hlera símtæki hennar. „Það er afar fátítt að símar brotaþola í kynferðisbrotamálum séu hleraðir, í raun er ekki vitað til þess að það hafi verið gert áður,“ segir Theodór Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH. Fjölskipaður Héraðsdómur í máli Stefáns klofnaði í afstöðu sinni um hvort líta skyldi til hinna hleruðu símtala við úrlausn málsins. Dómararnir voru sammála um að ekki yrði litið til símtala milli brotaþola og Stefáns þar sem hann hafði réttarstöðu sakbornings á þeim tíma og var óskylt að tjá sig um efni málsins. Einn dómari málsins taldi að hið sama ætti að gilda um símtöl brotaþola við aðra. Hún hafði stöðu vitnis á þessum tíma og var sem vitni óskylt að bera vitni um ætlaða refsiverða háttsemi nákominna einstaklinga. Taldi hann að þar sem brotaþoli og Stefán hefðu verið par á þessum tíma ættu símtölin ekki að komast að. Meirihluti dómara var á öndverðri skoðun og var því litið til símtalanna. „Veistu það sko þarna textinn sem þeir sömdu sem að ég átti að skrifa undir, þetta er bara það mest niðurlægjandi sem að ég hef á ævi minni þurft að skrifa undir í lífinu,“ sagði brotaþoli meðal annars í símtali við systur sína. Í öðru símtali við sama aðila sagði hún að sér hefði verið boðin milljón fyrir að „halda kjafti“. Í öðru símtali kom fram að eftirlitsmyndavélar hefðu verið á heimili Stefáns en samkvæmt brotaþola hafði hann komið þeim fyrir því hann „var svo hræddur um að lögreglan mundi [sic] einhvern tímann koma án heimildar heim til sín“. Hluti nauðgunarinnar var festur á filmu af myndavélunum og var upptakan meðal gagna málsins. Stefán neitaði að opna á upptökurnar fyrir lögreglu og var því leitað til erlends sérfræðings til að brjótast inn í kerfið. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga unnustu sinni Dómurinn lagði til grundvallar upptökur úr öryggismyndavélum og hleruð símtöl. 23. maí 2018 20:54 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sími brotaþola í nýlegu kynferðisbrotamáli var hleraður við rannsókn málsins hjá lögreglu. Nær óþekkt er að gripið sé til slíkra aðgerða. Fyrir rétt rúmri viku var Stefán Þór Guðgeirsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega nauðgun. Þetta var í annað skipti sem hann hlýtur dóm fyrir slíkt brot en það gerðist einnig árið 2012. Brotaþoli, en á þeim tíma sem nauðgunin átti sér stað voru hún og Stefán í sambandi, leitaði á Neyðarmóttöku Landspítalans eftir atvikið og gaf skýrslu um það sem gerst hafði. Þá voru einnig tekin úr henni sýni og ljósmyndir teknar af áverkum. Tveimur dögum síðar í skýrslutöku hjá lögreglu vildi hún hins vegar draga kæru sína til baka. Degi eftir það veitti hún Sveini Andra Sveinssyni umboð til að vera réttargæslumaður sinn í málinu og lagði fram yfirlýsingu þar sem fram kom að samræðið hefði verið með vilja beggja og þar sem hún játaði á sig rangar sakargiftir. Þær skýringar voru ekki teknar trúanlegar af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) og var skipan Sveins sem réttargæslumanns hennar kærð til Hæstaréttar sem staðfesti hana.Sjá einnig: Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga unnustu sinni Sökum ótrúverðugra skýringa brotaþola afréð lögreglan að afla dómsúrskurðar til að hlera símtæki hennar. „Það er afar fátítt að símar brotaþola í kynferðisbrotamálum séu hleraðir, í raun er ekki vitað til þess að það hafi verið gert áður,“ segir Theodór Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH. Fjölskipaður Héraðsdómur í máli Stefáns klofnaði í afstöðu sinni um hvort líta skyldi til hinna hleruðu símtala við úrlausn málsins. Dómararnir voru sammála um að ekki yrði litið til símtala milli brotaþola og Stefáns þar sem hann hafði réttarstöðu sakbornings á þeim tíma og var óskylt að tjá sig um efni málsins. Einn dómari málsins taldi að hið sama ætti að gilda um símtöl brotaþola við aðra. Hún hafði stöðu vitnis á þessum tíma og var sem vitni óskylt að bera vitni um ætlaða refsiverða háttsemi nákominna einstaklinga. Taldi hann að þar sem brotaþoli og Stefán hefðu verið par á þessum tíma ættu símtölin ekki að komast að. Meirihluti dómara var á öndverðri skoðun og var því litið til símtalanna. „Veistu það sko þarna textinn sem þeir sömdu sem að ég átti að skrifa undir, þetta er bara það mest niðurlægjandi sem að ég hef á ævi minni þurft að skrifa undir í lífinu,“ sagði brotaþoli meðal annars í símtali við systur sína. Í öðru símtali við sama aðila sagði hún að sér hefði verið boðin milljón fyrir að „halda kjafti“. Í öðru símtali kom fram að eftirlitsmyndavélar hefðu verið á heimili Stefáns en samkvæmt brotaþola hafði hann komið þeim fyrir því hann „var svo hræddur um að lögreglan mundi [sic] einhvern tímann koma án heimildar heim til sín“. Hluti nauðgunarinnar var festur á filmu af myndavélunum og var upptakan meðal gagna málsins. Stefán neitaði að opna á upptökurnar fyrir lögreglu og var því leitað til erlends sérfræðings til að brjótast inn í kerfið.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga unnustu sinni Dómurinn lagði til grundvallar upptökur úr öryggismyndavélum og hleruð símtöl. 23. maí 2018 20:54 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga unnustu sinni Dómurinn lagði til grundvallar upptökur úr öryggismyndavélum og hleruð símtöl. 23. maí 2018 20:54
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent