Vill ræða fyrst við núverandi meirihluta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 15:51 Guðmundur Baldvin, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við Samfylkingu og L-listann um meirihlutasamstarf. Framsóknarflokkurinn á Akureyri Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við núverandi meirihluta í bæjarstjórn, L-lista og Samfylkingu, um áframhaldandi meirihlutasamstarf. Það sé sá kostur sem honum hugnist best, meirihlutinn hafi skilað af sér góðu búi eftir kjörtímabilið. Þetta segir Guðmundur með þeim fyrirvara að vissulega sé ný fólk í brúnni í báðum flokkum en Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri, og Andri Teitsson, verkfræðingur, koma ný inn í bæjarstjórn frá L-listanum og Hilda Jana Gísladóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona, er nýr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann telur flokkana þrjá enn eiga samleið og hann vill komast að því sem fyrst hvort flokkarnir séu tilbúnir að róa í sömu átt næstu fjögur árin. Guðmundur var í símaviðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi og var feikilega ánægður með árangurinn sem ekki er nema von því Framsóknarflokkurinn er hástökkvari kosninganna og bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið auk þess sem flokkurinn náði atkvæðum langt umfram það sem honum var spáð í skoðanakönnunum. Framsókn endaði með 17,5% atkvæða og tryggði Ingibjörgu Ólöfu Isaksen áfram sæti í bæjarstjórn. Í kosningabaráttunni lögðu framsóknarmenn höfuðáherslu á það að ná Ingibjörgu inn til þess að geta haldið áfram að vinna að þeim stóru málum sem flokkurinn leiddi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn var stærsti flokkurinn á Akureyri og en hann fékk 22,9% atkvæða og fær þrjá bæjarfulltrúa; Gunnar Gíslason, oddvita, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við núverandi meirihluta í bæjarstjórn, L-lista og Samfylkingu, um áframhaldandi meirihlutasamstarf. Það sé sá kostur sem honum hugnist best, meirihlutinn hafi skilað af sér góðu búi eftir kjörtímabilið. Þetta segir Guðmundur með þeim fyrirvara að vissulega sé ný fólk í brúnni í báðum flokkum en Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri, og Andri Teitsson, verkfræðingur, koma ný inn í bæjarstjórn frá L-listanum og Hilda Jana Gísladóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona, er nýr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann telur flokkana þrjá enn eiga samleið og hann vill komast að því sem fyrst hvort flokkarnir séu tilbúnir að róa í sömu átt næstu fjögur árin. Guðmundur var í símaviðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi og var feikilega ánægður með árangurinn sem ekki er nema von því Framsóknarflokkurinn er hástökkvari kosninganna og bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið auk þess sem flokkurinn náði atkvæðum langt umfram það sem honum var spáð í skoðanakönnunum. Framsókn endaði með 17,5% atkvæða og tryggði Ingibjörgu Ólöfu Isaksen áfram sæti í bæjarstjórn. Í kosningabaráttunni lögðu framsóknarmenn höfuðáherslu á það að ná Ingibjörgu inn til þess að geta haldið áfram að vinna að þeim stóru málum sem flokkurinn leiddi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn var stærsti flokkurinn á Akureyri og en hann fékk 22,9% atkvæða og fær þrjá bæjarfulltrúa; Gunnar Gíslason, oddvita, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36
Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00
Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03