Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Sveinn Arnarsson skrifar 28. maí 2018 06:00 Oddvitarnir í borginni munu bera saman bækur sínar næstu daga. Vísir/Vilhelm Viðræður oddvita flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn munu halda áfram í dag en óformlegar þreifingar áttu sér stað í gær. Fráfarandi meirihluti telur eðlilegast að sækja sér liðsstyrk til Viðreisnar og halda áfram meirihlutasamstarfi í borginni. Að mati aðila innan fráfarandi meirihluta er lítið sem ber í milli hjá núverandi meirihluta og borgarstjórnarflokki Viðreisnar í flestum stóru kosningamálunum sem bar á góma í kosningabaráttunni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er í afar ákjósanlegri stöðu til að mynda nýjan meirihluta og hefur í raun flest spil á hendi sér eins og staðan er núna. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur stærsti flokkurinn í borgarstjórn eftir þessar kosningar, hlaut yfir þrjátíu prósenta fylgi og átta borgarfulltrúa kjörna. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar að komast í meirihluta í borgarstjórn þarf hann á liðsinni Viðreisnar að halda og gæti því þurft að gefa mikið eftir í viðræðum við Viðreisn. Það sem kemur þó helst í veg fyrir þann meirihluta, að mati heimildarmanna Fréttablaðsins, er sú staða að hugmyndir Viðreisnar og Miðflokksins eru algjörlega á öndverðum meiði þegar kemur að framtíðarþróun borgarinnar í skipulags- og samgöngumálum.Borgarfulltrúar í Reykjavík.Vísir/GvendurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir málin skýrast á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun fráfarandi meirihluti setjast niður með Viðreisn nú í byrjun vikunnar og skoða fleti á mögulegu samstarfi. Dagur segir Samfylkinguna enn gera ráð fyrir að halda borgarstjórastólnum í slíku samstarfsmynstri. „Ég hef gengið út frá því en það eru engar viðræður hafnar,“ segir Dagur við Fréttablaðið. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræðum við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, segir stöðu Viðreisnar vera afar góða. „Samfylkingin er að tapa fylgi í kosningunum og kemur kannski ögn særð út úr þessum kosningum. Því yrði það erfitt fyrir Samfylkinguna að setja einhverja afarkosti um að flokkurinn haldi stóli borgarstjóra,“ segir Grétar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig spilast úr þessu á næstu dögum en málefnalega sýnist manni svona í grófum dráttum að Viðreisn ætti auðveldara með að samsama sig þeim meirihluta sem var við völd á síðasta kjörtímabili.“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, má þakka fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 23 að hún hafi náð kjöri inn í borgarstjórn. Líf er sextándi borgarfulltrúinn í Reykjavík og hefði ekki náð inn í borgarstjórn væru borgarfulltrúar en 15 talsins. VG hlaut ekki góða kosningu í sveitarstjórnarkosningum laugardagsins og missti til að mynda fulltrúa sína í Hafnarfirði og í Kópavogi. Einnig má nefna að flokkurinn náði ekki að manna framboð í kosningunum á Akranesi. Grétar telur aftur á móti að þessar kosningar muni ekki hafa mikil áhrif á flokkinn í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15 Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Viðræður oddvita flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn munu halda áfram í dag en óformlegar þreifingar áttu sér stað í gær. Fráfarandi meirihluti telur eðlilegast að sækja sér liðsstyrk til Viðreisnar og halda áfram meirihlutasamstarfi í borginni. Að mati aðila innan fráfarandi meirihluta er lítið sem ber í milli hjá núverandi meirihluta og borgarstjórnarflokki Viðreisnar í flestum stóru kosningamálunum sem bar á góma í kosningabaráttunni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er í afar ákjósanlegri stöðu til að mynda nýjan meirihluta og hefur í raun flest spil á hendi sér eins og staðan er núna. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur stærsti flokkurinn í borgarstjórn eftir þessar kosningar, hlaut yfir þrjátíu prósenta fylgi og átta borgarfulltrúa kjörna. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar að komast í meirihluta í borgarstjórn þarf hann á liðsinni Viðreisnar að halda og gæti því þurft að gefa mikið eftir í viðræðum við Viðreisn. Það sem kemur þó helst í veg fyrir þann meirihluta, að mati heimildarmanna Fréttablaðsins, er sú staða að hugmyndir Viðreisnar og Miðflokksins eru algjörlega á öndverðum meiði þegar kemur að framtíðarþróun borgarinnar í skipulags- og samgöngumálum.Borgarfulltrúar í Reykjavík.Vísir/GvendurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir málin skýrast á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun fráfarandi meirihluti setjast niður með Viðreisn nú í byrjun vikunnar og skoða fleti á mögulegu samstarfi. Dagur segir Samfylkinguna enn gera ráð fyrir að halda borgarstjórastólnum í slíku samstarfsmynstri. „Ég hef gengið út frá því en það eru engar viðræður hafnar,“ segir Dagur við Fréttablaðið. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræðum við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, segir stöðu Viðreisnar vera afar góða. „Samfylkingin er að tapa fylgi í kosningunum og kemur kannski ögn særð út úr þessum kosningum. Því yrði það erfitt fyrir Samfylkinguna að setja einhverja afarkosti um að flokkurinn haldi stóli borgarstjóra,“ segir Grétar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig spilast úr þessu á næstu dögum en málefnalega sýnist manni svona í grófum dráttum að Viðreisn ætti auðveldara með að samsama sig þeim meirihluta sem var við völd á síðasta kjörtímabili.“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, má þakka fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 23 að hún hafi náð kjöri inn í borgarstjórn. Líf er sextándi borgarfulltrúinn í Reykjavík og hefði ekki náð inn í borgarstjórn væru borgarfulltrúar en 15 talsins. VG hlaut ekki góða kosningu í sveitarstjórnarkosningum laugardagsins og missti til að mynda fulltrúa sína í Hafnarfirði og í Kópavogi. Einnig má nefna að flokkurinn náði ekki að manna framboð í kosningunum á Akranesi. Grétar telur aftur á móti að þessar kosningar muni ekki hafa mikil áhrif á flokkinn í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsókn og Sjálfstæðisflokk.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15 Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22