Bændur vildu kynna fólki náttúru Mývatns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. maí 2018 08:39 Silungsveiði hefur glæðst í Mývatni síðustu ár eftir mikla ládeyðu um hríð. Vísir/BBH „Við erum ekkert farnir að skoða hvort við förum með málið lengra,“ svarar Helgi Héðinsson, einn landeigenda á Geiteyjarströnd, en þeir ekki fá að hefja farþegasiglingar á Mývatni á tuttugu manna rafmagnsbáti. Umhverfisstofnun synjaði landeigendunum um leyfi fyrir rafmagnsbátnum vorið 2016. Var starfsemin talin geta haft truflandi áhrif á fuglalíf auk þess sem svæðið væri undir miklu álagi og á rauðum lista Umhverfisstofnunar, meðal annars vegna ágangs ferðamanna. Synjuninni var skotið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar. „Það eru tvö ár síðan við lögðum þessa kæru fram og höfum ekki verið að velta málinu mikið fyrir okkur síðan en töldum mikilvægt að fá úrskurð,“ segir Helgi sem kveður eigendur Geiteyjarstrandar ekki hafa lagt í neinn sérstakan kostnað vegna málsins enda sé staða Mývatns þannig að ávallt þurfi að leita til Umhverfisstofnunar varðandi slíka starfsemi. Helgi undirstrikar að ekki hafi verið um að ræða viðskiptasjónarmið af hálfu landeigenda heldur fyrst og fremst tímabundið tilraunaverkefni í samstarfi við Náttúrurannsóknastöðina, Umhverfisstofnun og veiðifélagið og í þágu þeirra sem ekki eigi þess kost að fara út á Mývatn. „Að fara út á Mývatn er einstök upplifun sem afar erfitt er að lýsa. Það sem vakir fyrir okkur er fyrst og fremst að geta boðið fólki að kynnast vatninu með ábyrgum hætti,“ segir Helgi og minnir á að ætlunin hafi verið að bjóða siglingu á hljóðlausum rafmagnsbáti. „Veiðibændur við Mývatn líta ekki á þetta sem fyrirtæki heldur meira að fólk geti haft tækifæri til að kynnast fuglalífinu og kyrrðinni sem ríkir á vatninu. Þú getur örugglega talið á fingrum þér hvað þú þekkir marga sem hafa farið út á Mývatn.“ Silungsveiði hefur lengi verið stunduð í Mývatni og þar er eggjataka. „Allar hefðbundnar fiskveiðar og meira að segja Náttúrurannsóknastöðin notast við tvígengismótora. Við veltum því fyrir okkur hvort það geti ekki verið ábyrgari nýting að njóta þess með því að fara út á vatn í hljóðlausum bát,“ segir Helgi. „Á sama tíma er Umhverfisstofnun að byggja upp göngustíga meðfram vatnsbakkanum og ég sé eiginlega ekki eðlismuninn.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
„Við erum ekkert farnir að skoða hvort við förum með málið lengra,“ svarar Helgi Héðinsson, einn landeigenda á Geiteyjarströnd, en þeir ekki fá að hefja farþegasiglingar á Mývatni á tuttugu manna rafmagnsbáti. Umhverfisstofnun synjaði landeigendunum um leyfi fyrir rafmagnsbátnum vorið 2016. Var starfsemin talin geta haft truflandi áhrif á fuglalíf auk þess sem svæðið væri undir miklu álagi og á rauðum lista Umhverfisstofnunar, meðal annars vegna ágangs ferðamanna. Synjuninni var skotið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar. „Það eru tvö ár síðan við lögðum þessa kæru fram og höfum ekki verið að velta málinu mikið fyrir okkur síðan en töldum mikilvægt að fá úrskurð,“ segir Helgi sem kveður eigendur Geiteyjarstrandar ekki hafa lagt í neinn sérstakan kostnað vegna málsins enda sé staða Mývatns þannig að ávallt þurfi að leita til Umhverfisstofnunar varðandi slíka starfsemi. Helgi undirstrikar að ekki hafi verið um að ræða viðskiptasjónarmið af hálfu landeigenda heldur fyrst og fremst tímabundið tilraunaverkefni í samstarfi við Náttúrurannsóknastöðina, Umhverfisstofnun og veiðifélagið og í þágu þeirra sem ekki eigi þess kost að fara út á Mývatn. „Að fara út á Mývatn er einstök upplifun sem afar erfitt er að lýsa. Það sem vakir fyrir okkur er fyrst og fremst að geta boðið fólki að kynnast vatninu með ábyrgum hætti,“ segir Helgi og minnir á að ætlunin hafi verið að bjóða siglingu á hljóðlausum rafmagnsbáti. „Veiðibændur við Mývatn líta ekki á þetta sem fyrirtæki heldur meira að fólk geti haft tækifæri til að kynnast fuglalífinu og kyrrðinni sem ríkir á vatninu. Þú getur örugglega talið á fingrum þér hvað þú þekkir marga sem hafa farið út á Mývatn.“ Silungsveiði hefur lengi verið stunduð í Mývatni og þar er eggjataka. „Allar hefðbundnar fiskveiðar og meira að segja Náttúrurannsóknastöðin notast við tvígengismótora. Við veltum því fyrir okkur hvort það geti ekki verið ábyrgari nýting að njóta þess með því að fara út á vatn í hljóðlausum bát,“ segir Helgi. „Á sama tíma er Umhverfisstofnun að byggja upp göngustíga meðfram vatnsbakkanum og ég sé eiginlega ekki eðlismuninn.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira