Rýmri löggjöf um fóstureyðingar í Úsbekistan en á Íslandi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 28. maí 2018 12:45 Lög um fóstureyðingar hafa tekið miklum breytingum um allan heim síðustu áratugi Vísir/Getty Það vakti heimsathygli á dögunum þegar Írar efndu til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort leyfa ætti fóstureyðingar á ný. Írar höfðu áður samþykkt að banna fóstureyðingar með miklum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1983. Í þetta sinn snerust atkvæðin alveg við og töluverður meirihluti reyndist fylgjandi afnámi laganna. Þá vaknar sú spurning hvort þetta sé einsdæmi í Evrópu eða á vesturlöndum en svo er alls ekki. Fóstureyðingar eru t.d. enn bannaðar í Norður-Írlandi og það er undir ríkisstjórn Bretlands komið að breyta því. Rétturinn til fóstureyðingar er raunar ekki já eða nei spurning heldur flókið lagalegt atriði sem oft tekur mið af aðstæðum konunnar, hvernig barnið kom undir og hve langt er liðið á meðgöngu. Það er afar sjaldgæft í dag að fóstureyðingar séu bannaðar með öllu en fyrir nokkrum áratugum var staðan allt önnur. Það var ekki fyrr en á seinni hluta tuttugusta aldar sem flest vestræn ríki gerðu konum kleift að fara í fóstureyðingu við ákveðnar aðstæður. Enn þann dag í dag eru þó fæst ríki sem leyfa konum að velja fóstureyðingu án þess að fyrir því séu aðkallandi læknisfræðilegar eða félagslegar aðstæður. Sú er meðal annars staðan hér á landi, ólíkt því sem margir halda eru fóstureyðingar ekki leyfilegar á Íslandi nema fyrir því séu færð sérstök læknisfræðileg, félagsleg eða lagaleg rök og þau samþykkt af tveimur læknum eða lækni og félagsfræðingi. Lög um fóstureyðingar voru fyrst samþykkt af Alþingi árið 1935 en fram að því hafði verið með öllu ólöglegt að framkvæma slíkar aðgerðir jafnvel þó að líf móður væri í hættu. Í aðdraganda þeirrar lagasetningar var strax farið að ræða það af alvöru að gefa konum frjálst val í þessum efnum.„Mundi ég fyrir mitt leyti jafnvel geta fallist á þá löggjöf um fóstureyðingar, er þeir heimta, sem lengst vilja ganga og láta konur með öllu sjálfráða um, hvort þær vilja verða mæður eða ekki” (Vilmundur Jónsson, landlæknir á Alþingi 1934) Engu að síður var ákveðið að ganga ekki svo langt, fóstureyðingar áttu fyrst og fremst að vera af heilsufarsástæðum en þó mátti taka tillit til sérstakra félagslegra aðstæðna. Þegar lögin voru endurskoðuð árið 1973 spruttu upp miklar deilur um tillögu að 9. grein nýja frumvarpsins, þar sem sagði að kona gætu sjálf tekið ákvörðun um fóstureyðingu fram til tólftu viku meðgöngu. Andstæðingar sögðu að þar með væru fóstureyðingar gefnar frjálsar og gerðar að getnaðarvörn. Vegna þessara deilna skipaði þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra nefnd til að endurskoða frumvarpið og leggja það fram aftur. Nefndin var skipuð þremur karlmönnum. Tillaga þeirra var að breyta níundu grein þannig að kona gæti ekki sjálf tekið ákvörðun um fóstureyðingu heldur þyrfti samþykki tveggja lækna. Lækna sem á þeim tíma voru nær allir karlmenn. Frumvarpið var samþykkt með þessum breytingum af Alþingi árið 1975 en þess má geta að Magnús Kjartansson, þingmaður Alþýðubandalagsins, skilaði séráliti.„Þetta ákvæði um ákvörðunarrétt konu er gersamlega fellt niður í þeirri nýju gerð frumvarpsins sem nú liggur fyrir … Í fyrra frumvarpinu var lagt til að ákvörðunarvaldið yrði í höndum konunnar … en í því frumvarpi sem nú liggur fyrir er lagt til að konan hafi ekkert ákvörðunarvald, heldur séu hinar örlagaríkustu ákvarðanir, sem varða líf hennar og framtíð, teknar af embættismönnum og sérfræðingum á tilteknum þröngum sviðum.” – Magnús Kjartansson Magnús Kjartansson Alþingismaður var á undan sínum samtíma hvað varðar afstöðu til ákvörðunarréttar kvenna við fóstureyðingaAlþingiKvenréttindafélags Íslands skilaði einnig áliti sínu þar sem sagði að „venjuleg kona sé þess umkomin að taka sjálf endanlega ákvörðun, eftir að hún hefur hlotið allar þær upplýsingar sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu.“ Ekki hefur verið hróflað við þessum lögum síðan, þó að skipaður hafi verið starfshópur til að fara yfir lögin árið 2016. Hópurinn lagði til nokkuð róttækar breytingar sem enn hafa ekki náð fram að ganga. Í fyrsta lagi var lagt til að orðið fóstureyðing yrði fellt úr lögum og orðið þungunarrof notað þess í stað. Þá yrði það alfarið ákvörðun konunnar hvort hún vildi eyða fóstrinu, ekki þyrfti lengur samþykki lækna eða félagsráðgjafa og þungunarrof yrði heimilt allt fram til 22. viku meðgöngu. Síðast en ekki síst skyldi ekki lengur gera greinarmun á einstaklingum eftir fötlun. Þessar breytingar myndu setja Ísland í flokk með þeim ríkjum sem lengst hafa gengið í að rýmka löggjöf í kringum fóstureyðingar. Sá listi er nokkuð langur og frekar sérstakur við fyrstu sýn:Mósambík, Túnis, Suður-Afríka, Kína, Norður-Kórea, Grænhöfðaeyjar, Mongólía, Kazakstan, Kyrgyztan, Nepal, Tajíkistan, Túrkmenistan, Úsbekistan, Kambódía, Singapúr, Víetnam, Armenía, Aserbaídsjan, Bahrein, Georgía, Tyrkland, Hvíta Rússland, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Tékkland, Ungverjaland, Moldavía, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Úkraína, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Eistland, Lettland, Litháen, Albanía, Bosnía, Króatía, Grikkland, Ítalía, Kosovo, Svartfjallaland, Portúgal, Serbía, Slóvenía, Spánn, Makedónía, Austurríki, Belgía, Frakkland, Þýskaland, Lúxemborg, Holland, Sviss, Kúba, Guyana, Úrúgvæ, Canada, Mexíkó, Ástralía og Bandaríkin. Öll hafa þessi lönd rýmri fóstureyðingalöggjöf en Ísland, í það minnsta á pappír. Í raun eru þó oft aðrar takmarkanir sem koma í veg fyrir aðgengi kvenna að fóstureyðingum. Á Ítalíu er konum t.d. heimilt að óska sjálfar eftir fóstureyðingu en sífellt fleiri læknar og spítalar neita að framkvæma þær af trúarlegum og menningarlegum ástæðum. Fyrir vikið fara margar ítalskar konur út fyrir landsteinana til að fara í slíkar aðgerðir þó að lagabókstafurinn segi að þær ættu að hafa frjálst val heimafyrir. Ástæðan fyrir því að svo mörg fyrrverandi kommúnistaríki eru á listanum er sú að á tuttugustu öldinni var það niðurstaða sovéskra kommúnista að leyfa ætti fóstureyðingar og gefa konum meira val en tíðkaðist í hinum kapítalísku vesturlöndum. Yfirvöld í Kreml þrýstu á Varsjárbandalagið og önnur kommúnistaríki að gera slíkt hið sama en Pólverjar fengu sérstaka undanþágu vegna þess hve rótgróin og valdamikil kaþólska kirkjan er í landinu. Loks ber að nefna Bandaríkin en óvíða er jafn auðvelt, lagalega séð, að fá leyfi fyrir fóstureyðingu. Það var hæstiréttur Bandaríkjanna sem úrskurðaði árið 1973 að bann við slíkum aðgerðum væri brot á stjórnarskrá og felldi fyrri lög úr gildi. Mörg ríki, sérstaklega suðurríkin þar sem íhaldssamir og kristnir kjósendur ráða ríkjum, tóku þessu illa og gerðu allt sem í sínu valdi stóð til að hefta aðgengi að fóstureyðingum. Það hefur verið gert með ýmiskonar furðulegum tæknilegum aðfinnslum við aðbúnað á læknastofum sem framkvæma fóstureyðingar og með hreinum ofsóknum. Fjöldi fólks tekur sér stöðu með mótmælaskilti fyrir utan þessar læknastofur á hverjum degi og á skiltunum eru gjarnan blóðugar myndir af fóstrum sem hefur verið eytt. Áreitið nær stundum svo langt að hringdar eru inn sprengjuhótanir og dæmi eru um raunverulegar sprengjuárásir á læknastofur sem framkvæma fóstureyðingar. Þá eru mörg dæmi um að kristin samtök villi á sér heimildir, setji upp læknastofur sem virðast bjóða fóstureyðingar en ausa svo trúarlegum áróðri yfir konur sem stíga þangað inn. Í dag býr um 25% jarðarbúa í löndum þar sem fóstureyðingar eru bannaðar með öllu eða mest öllu. Lögin eru þó aðeins eitt atriði þegar kemur að aðgengi kvenna að fóstureyðingum. Víða eru félagslegar aðstæður slíkar að konur hafa lítið sem ekkert val. Í kjölfar lagabreytinga á Írlandi má búast við kröfu um svipaðar breytingar í Norður-Írlandi og jafnvel víðar. Hvaða praktísku áhrif það hefur á ákvörðunarrétt kvenna á enn eftir að koma í ljós.Kortið sýnir aðgengi kvenna að fóstureyðingum samkvæmt lagabókstaf hvers ríkis. Grænt þýðir að konur hafa sjálfar valið að mestu leyti en rautt þýðir algjört bann við fóstureyðingum eða því sem næstCenter for Reproductive Rights Fréttaskýringar Mongólía Úsbekistan Þungunarrof Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Það vakti heimsathygli á dögunum þegar Írar efndu til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort leyfa ætti fóstureyðingar á ný. Írar höfðu áður samþykkt að banna fóstureyðingar með miklum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1983. Í þetta sinn snerust atkvæðin alveg við og töluverður meirihluti reyndist fylgjandi afnámi laganna. Þá vaknar sú spurning hvort þetta sé einsdæmi í Evrópu eða á vesturlöndum en svo er alls ekki. Fóstureyðingar eru t.d. enn bannaðar í Norður-Írlandi og það er undir ríkisstjórn Bretlands komið að breyta því. Rétturinn til fóstureyðingar er raunar ekki já eða nei spurning heldur flókið lagalegt atriði sem oft tekur mið af aðstæðum konunnar, hvernig barnið kom undir og hve langt er liðið á meðgöngu. Það er afar sjaldgæft í dag að fóstureyðingar séu bannaðar með öllu en fyrir nokkrum áratugum var staðan allt önnur. Það var ekki fyrr en á seinni hluta tuttugusta aldar sem flest vestræn ríki gerðu konum kleift að fara í fóstureyðingu við ákveðnar aðstæður. Enn þann dag í dag eru þó fæst ríki sem leyfa konum að velja fóstureyðingu án þess að fyrir því séu aðkallandi læknisfræðilegar eða félagslegar aðstæður. Sú er meðal annars staðan hér á landi, ólíkt því sem margir halda eru fóstureyðingar ekki leyfilegar á Íslandi nema fyrir því séu færð sérstök læknisfræðileg, félagsleg eða lagaleg rök og þau samþykkt af tveimur læknum eða lækni og félagsfræðingi. Lög um fóstureyðingar voru fyrst samþykkt af Alþingi árið 1935 en fram að því hafði verið með öllu ólöglegt að framkvæma slíkar aðgerðir jafnvel þó að líf móður væri í hættu. Í aðdraganda þeirrar lagasetningar var strax farið að ræða það af alvöru að gefa konum frjálst val í þessum efnum.„Mundi ég fyrir mitt leyti jafnvel geta fallist á þá löggjöf um fóstureyðingar, er þeir heimta, sem lengst vilja ganga og láta konur með öllu sjálfráða um, hvort þær vilja verða mæður eða ekki” (Vilmundur Jónsson, landlæknir á Alþingi 1934) Engu að síður var ákveðið að ganga ekki svo langt, fóstureyðingar áttu fyrst og fremst að vera af heilsufarsástæðum en þó mátti taka tillit til sérstakra félagslegra aðstæðna. Þegar lögin voru endurskoðuð árið 1973 spruttu upp miklar deilur um tillögu að 9. grein nýja frumvarpsins, þar sem sagði að kona gætu sjálf tekið ákvörðun um fóstureyðingu fram til tólftu viku meðgöngu. Andstæðingar sögðu að þar með væru fóstureyðingar gefnar frjálsar og gerðar að getnaðarvörn. Vegna þessara deilna skipaði þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra nefnd til að endurskoða frumvarpið og leggja það fram aftur. Nefndin var skipuð þremur karlmönnum. Tillaga þeirra var að breyta níundu grein þannig að kona gæti ekki sjálf tekið ákvörðun um fóstureyðingu heldur þyrfti samþykki tveggja lækna. Lækna sem á þeim tíma voru nær allir karlmenn. Frumvarpið var samþykkt með þessum breytingum af Alþingi árið 1975 en þess má geta að Magnús Kjartansson, þingmaður Alþýðubandalagsins, skilaði séráliti.„Þetta ákvæði um ákvörðunarrétt konu er gersamlega fellt niður í þeirri nýju gerð frumvarpsins sem nú liggur fyrir … Í fyrra frumvarpinu var lagt til að ákvörðunarvaldið yrði í höndum konunnar … en í því frumvarpi sem nú liggur fyrir er lagt til að konan hafi ekkert ákvörðunarvald, heldur séu hinar örlagaríkustu ákvarðanir, sem varða líf hennar og framtíð, teknar af embættismönnum og sérfræðingum á tilteknum þröngum sviðum.” – Magnús Kjartansson Magnús Kjartansson Alþingismaður var á undan sínum samtíma hvað varðar afstöðu til ákvörðunarréttar kvenna við fóstureyðingaAlþingiKvenréttindafélags Íslands skilaði einnig áliti sínu þar sem sagði að „venjuleg kona sé þess umkomin að taka sjálf endanlega ákvörðun, eftir að hún hefur hlotið allar þær upplýsingar sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu.“ Ekki hefur verið hróflað við þessum lögum síðan, þó að skipaður hafi verið starfshópur til að fara yfir lögin árið 2016. Hópurinn lagði til nokkuð róttækar breytingar sem enn hafa ekki náð fram að ganga. Í fyrsta lagi var lagt til að orðið fóstureyðing yrði fellt úr lögum og orðið þungunarrof notað þess í stað. Þá yrði það alfarið ákvörðun konunnar hvort hún vildi eyða fóstrinu, ekki þyrfti lengur samþykki lækna eða félagsráðgjafa og þungunarrof yrði heimilt allt fram til 22. viku meðgöngu. Síðast en ekki síst skyldi ekki lengur gera greinarmun á einstaklingum eftir fötlun. Þessar breytingar myndu setja Ísland í flokk með þeim ríkjum sem lengst hafa gengið í að rýmka löggjöf í kringum fóstureyðingar. Sá listi er nokkuð langur og frekar sérstakur við fyrstu sýn:Mósambík, Túnis, Suður-Afríka, Kína, Norður-Kórea, Grænhöfðaeyjar, Mongólía, Kazakstan, Kyrgyztan, Nepal, Tajíkistan, Túrkmenistan, Úsbekistan, Kambódía, Singapúr, Víetnam, Armenía, Aserbaídsjan, Bahrein, Georgía, Tyrkland, Hvíta Rússland, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Tékkland, Ungverjaland, Moldavía, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Úkraína, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Eistland, Lettland, Litháen, Albanía, Bosnía, Króatía, Grikkland, Ítalía, Kosovo, Svartfjallaland, Portúgal, Serbía, Slóvenía, Spánn, Makedónía, Austurríki, Belgía, Frakkland, Þýskaland, Lúxemborg, Holland, Sviss, Kúba, Guyana, Úrúgvæ, Canada, Mexíkó, Ástralía og Bandaríkin. Öll hafa þessi lönd rýmri fóstureyðingalöggjöf en Ísland, í það minnsta á pappír. Í raun eru þó oft aðrar takmarkanir sem koma í veg fyrir aðgengi kvenna að fóstureyðingum. Á Ítalíu er konum t.d. heimilt að óska sjálfar eftir fóstureyðingu en sífellt fleiri læknar og spítalar neita að framkvæma þær af trúarlegum og menningarlegum ástæðum. Fyrir vikið fara margar ítalskar konur út fyrir landsteinana til að fara í slíkar aðgerðir þó að lagabókstafurinn segi að þær ættu að hafa frjálst val heimafyrir. Ástæðan fyrir því að svo mörg fyrrverandi kommúnistaríki eru á listanum er sú að á tuttugustu öldinni var það niðurstaða sovéskra kommúnista að leyfa ætti fóstureyðingar og gefa konum meira val en tíðkaðist í hinum kapítalísku vesturlöndum. Yfirvöld í Kreml þrýstu á Varsjárbandalagið og önnur kommúnistaríki að gera slíkt hið sama en Pólverjar fengu sérstaka undanþágu vegna þess hve rótgróin og valdamikil kaþólska kirkjan er í landinu. Loks ber að nefna Bandaríkin en óvíða er jafn auðvelt, lagalega séð, að fá leyfi fyrir fóstureyðingu. Það var hæstiréttur Bandaríkjanna sem úrskurðaði árið 1973 að bann við slíkum aðgerðum væri brot á stjórnarskrá og felldi fyrri lög úr gildi. Mörg ríki, sérstaklega suðurríkin þar sem íhaldssamir og kristnir kjósendur ráða ríkjum, tóku þessu illa og gerðu allt sem í sínu valdi stóð til að hefta aðgengi að fóstureyðingum. Það hefur verið gert með ýmiskonar furðulegum tæknilegum aðfinnslum við aðbúnað á læknastofum sem framkvæma fóstureyðingar og með hreinum ofsóknum. Fjöldi fólks tekur sér stöðu með mótmælaskilti fyrir utan þessar læknastofur á hverjum degi og á skiltunum eru gjarnan blóðugar myndir af fóstrum sem hefur verið eytt. Áreitið nær stundum svo langt að hringdar eru inn sprengjuhótanir og dæmi eru um raunverulegar sprengjuárásir á læknastofur sem framkvæma fóstureyðingar. Þá eru mörg dæmi um að kristin samtök villi á sér heimildir, setji upp læknastofur sem virðast bjóða fóstureyðingar en ausa svo trúarlegum áróðri yfir konur sem stíga þangað inn. Í dag býr um 25% jarðarbúa í löndum þar sem fóstureyðingar eru bannaðar með öllu eða mest öllu. Lögin eru þó aðeins eitt atriði þegar kemur að aðgengi kvenna að fóstureyðingum. Víða eru félagslegar aðstæður slíkar að konur hafa lítið sem ekkert val. Í kjölfar lagabreytinga á Írlandi má búast við kröfu um svipaðar breytingar í Norður-Írlandi og jafnvel víðar. Hvaða praktísku áhrif það hefur á ákvörðunarrétt kvenna á enn eftir að koma í ljós.Kortið sýnir aðgengi kvenna að fóstureyðingum samkvæmt lagabókstaf hvers ríkis. Grænt þýðir að konur hafa sjálfar valið að mestu leyti en rautt þýðir algjört bann við fóstureyðingum eða því sem næstCenter for Reproductive Rights
Fréttaskýringar Mongólía Úsbekistan Þungunarrof Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira