Lífið

„Hefði verið flott að sjá liðsfélagana koma strax til hans“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Markús Máni var lengi atvinnumaður í handbolta og lék með íslenska landsliðinu.
Markús Máni var lengi atvinnumaður í handbolta og lék með íslenska landsliðinu.
Þýski markvörðurinn Loris Karius var heldur mikið á milli tannanna á fólki um helgina en hann kostaði í raun Liverpool sigur í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-1 í úrslitaleiknum og gaf Karius tvö mörk.

Handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Markús Máni skrifaði færslu um málið á Facebook þar sem hann hvetur fólk til að nýta þetta tækifæri til að auka meðvitund barna- og unglinga á að takast á við mótlæti og hvernig maður getur hjálpað félaganum á erfiðum tíma. 

Markús var sjálfur atvinnumaður í handknattleik og lék fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma. Hann var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun og ræddi þetta mál.

„Mergur málsins af hverju ég póstaði þessu var til þess að opna þessa umræðu um samkennd og um þessar aðstæður sem geta komið upp,“ segir Markús og bætir því við að mikilvægt sé að vera góður liðsfélagi og geta sett sig í spor annarra.

„Þetta er sjálfsagt eitthvað sem gerist um hverja helgi á einhverjum barna- og unglingamótum um allt land,“ segir Markús en Karius grét mikið eftir leikinn og bað stuðningsmenn Liverpool í Kænugarði ítrekað afsökunar.





„Ég tók bara eftir því hvernig honum leið og sá einnig að hann var töluvert einn inni á vellinum eftir leik. Þú getur aldrei fengið of mikinn stuðning á svona augnabliki og að hefði verið flott að sjá liðsfélagana koma strax til hans eftir leik.“

Hann segir að það geti fylgt því mikill skömm að verða fyrir því að gera stór mistök í íþróttaleik. 

„Þú miklar þetta rosalega mikið fyrir sjálfum þér. Svo er bara spurning hvernig þú tekur á þessum innri gangrýnanda í sjálfum þér en það er hægt að kenna börnum þetta mun fyrr.“

Markús segir mikilvægt hvernig foreldrar barna bregðist við þegar svona aðstæður koma upp.

„Það er mikilvægt að reyna ekkert endilega að reyna taka þennan sársauka frá barninu. Íþróttir eru frábær undirbúningur fyrir lífið því maður er að reyna díla við allskonar tilfinningar og það er miklu betra að læra að vinna með þessar neikvæðu tilfinningar og bara ræða þær.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið.


Tengdar fréttir

Karius: Við komum sterkari til baka

„Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×