„Hefði verið flott að sjá liðsfélagana koma strax til hans“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2018 15:30 Markús Máni var lengi atvinnumaður í handbolta og lék með íslenska landsliðinu. Þýski markvörðurinn Loris Karius var heldur mikið á milli tannanna á fólki um helgina en hann kostaði í raun Liverpool sigur í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-1 í úrslitaleiknum og gaf Karius tvö mörk. Handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Markús Máni skrifaði færslu um málið á Facebook þar sem hann hvetur fólk til að nýta þetta tækifæri til að auka meðvitund barna- og unglinga á að takast á við mótlæti og hvernig maður getur hjálpað félaganum á erfiðum tíma. Markús var sjálfur atvinnumaður í handknattleik og lék fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma. Hann var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun og ræddi þetta mál. „Mergur málsins af hverju ég póstaði þessu var til þess að opna þessa umræðu um samkennd og um þessar aðstæður sem geta komið upp,“ segir Markús og bætir því við að mikilvægt sé að vera góður liðsfélagi og geta sett sig í spor annarra. „Þetta er sjálfsagt eitthvað sem gerist um hverja helgi á einhverjum barna- og unglingamótum um allt land,“ segir Markús en Karius grét mikið eftir leikinn og bað stuðningsmenn Liverpool í Kænugarði ítrekað afsökunar. „Ég tók bara eftir því hvernig honum leið og sá einnig að hann var töluvert einn inni á vellinum eftir leik. Þú getur aldrei fengið of mikinn stuðning á svona augnabliki og að hefði verið flott að sjá liðsfélagana koma strax til hans eftir leik.“ Hann segir að það geti fylgt því mikill skömm að verða fyrir því að gera stór mistök í íþróttaleik. „Þú miklar þetta rosalega mikið fyrir sjálfum þér. Svo er bara spurning hvernig þú tekur á þessum innri gangrýnanda í sjálfum þér en það er hægt að kenna börnum þetta mun fyrr.“ Markús segir mikilvægt hvernig foreldrar barna bregðist við þegar svona aðstæður koma upp. „Það er mikilvægt að reyna ekkert endilega að reyna taka þennan sársauka frá barninu. Íþróttir eru frábær undirbúningur fyrir lífið því maður er að reyna díla við allskonar tilfinningar og það er miklu betra að læra að vinna með þessar neikvæðu tilfinningar og bara ræða þær.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Brennslan Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Liverpool ætlar að reyna aftur við Alisson eftir mistökin hjá Karius Brasilíski markvörðurinn í Rómarborg er eftirsóttur. 28. maí 2018 09:00 Lögreglan rannsakar morðhótanir sem Karius barst á samskiptamiðlum Merseyside lögreglan hefur hafið rannsókn á morðhótunum sem Loris Karius, markverði Liverpool, barst eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardagskvöldið. 28. maí 2018 07:30 Henderson: Þetta snýst ekki um einn leikmann Jordan Henderson vill ekki setja sökina á Loris Karius eftir tap Liverpool í úrslitaleik Meistradeildarinnar. 27. maí 2018 11:30 Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld. 26. maí 2018 20:50 Karius: Við komum sterkari til baka „Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 20:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Þýski markvörðurinn Loris Karius var heldur mikið á milli tannanna á fólki um helgina en hann kostaði í raun Liverpool sigur í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-1 í úrslitaleiknum og gaf Karius tvö mörk. Handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Markús Máni skrifaði færslu um málið á Facebook þar sem hann hvetur fólk til að nýta þetta tækifæri til að auka meðvitund barna- og unglinga á að takast á við mótlæti og hvernig maður getur hjálpað félaganum á erfiðum tíma. Markús var sjálfur atvinnumaður í handknattleik og lék fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma. Hann var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun og ræddi þetta mál. „Mergur málsins af hverju ég póstaði þessu var til þess að opna þessa umræðu um samkennd og um þessar aðstæður sem geta komið upp,“ segir Markús og bætir því við að mikilvægt sé að vera góður liðsfélagi og geta sett sig í spor annarra. „Þetta er sjálfsagt eitthvað sem gerist um hverja helgi á einhverjum barna- og unglingamótum um allt land,“ segir Markús en Karius grét mikið eftir leikinn og bað stuðningsmenn Liverpool í Kænugarði ítrekað afsökunar. „Ég tók bara eftir því hvernig honum leið og sá einnig að hann var töluvert einn inni á vellinum eftir leik. Þú getur aldrei fengið of mikinn stuðning á svona augnabliki og að hefði verið flott að sjá liðsfélagana koma strax til hans eftir leik.“ Hann segir að það geti fylgt því mikill skömm að verða fyrir því að gera stór mistök í íþróttaleik. „Þú miklar þetta rosalega mikið fyrir sjálfum þér. Svo er bara spurning hvernig þú tekur á þessum innri gangrýnanda í sjálfum þér en það er hægt að kenna börnum þetta mun fyrr.“ Markús segir mikilvægt hvernig foreldrar barna bregðist við þegar svona aðstæður koma upp. „Það er mikilvægt að reyna ekkert endilega að reyna taka þennan sársauka frá barninu. Íþróttir eru frábær undirbúningur fyrir lífið því maður er að reyna díla við allskonar tilfinningar og það er miklu betra að læra að vinna með þessar neikvæðu tilfinningar og bara ræða þær.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Brennslan Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Liverpool ætlar að reyna aftur við Alisson eftir mistökin hjá Karius Brasilíski markvörðurinn í Rómarborg er eftirsóttur. 28. maí 2018 09:00 Lögreglan rannsakar morðhótanir sem Karius barst á samskiptamiðlum Merseyside lögreglan hefur hafið rannsókn á morðhótunum sem Loris Karius, markverði Liverpool, barst eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardagskvöldið. 28. maí 2018 07:30 Henderson: Þetta snýst ekki um einn leikmann Jordan Henderson vill ekki setja sökina á Loris Karius eftir tap Liverpool í úrslitaleik Meistradeildarinnar. 27. maí 2018 11:30 Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld. 26. maí 2018 20:50 Karius: Við komum sterkari til baka „Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 20:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Liverpool ætlar að reyna aftur við Alisson eftir mistökin hjá Karius Brasilíski markvörðurinn í Rómarborg er eftirsóttur. 28. maí 2018 09:00
Lögreglan rannsakar morðhótanir sem Karius barst á samskiptamiðlum Merseyside lögreglan hefur hafið rannsókn á morðhótunum sem Loris Karius, markverði Liverpool, barst eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardagskvöldið. 28. maí 2018 07:30
Henderson: Þetta snýst ekki um einn leikmann Jordan Henderson vill ekki setja sökina á Loris Karius eftir tap Liverpool í úrslitaleik Meistradeildarinnar. 27. maí 2018 11:30
Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld. 26. maí 2018 20:50
Karius: Við komum sterkari til baka „Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 20:30