Tvær fylkingar funda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. maí 2018 19:30 Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. Tólf borgarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta og er Viðreisn í lykilstöðu en flokkurinn getur annars vegar hallað sér til hægri og þá líklega myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Hins vegar gæti flokkurinn farið í meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum, Vinstri grænum eða Sósíalistaflokki Íslands. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins segist þó hafa fengið símtöl frá báðum vængjum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur sig í góðri stöðu sem leiðtogi stærsta flokksins í borgarstjórn. „Hefðin er sú að stærsti flokkurinn leiði borgarstjórn með þeim hætti að hafa borgarstjóra og það er það sem ég veit að Sjálfstæðismenn telja að sé rétt," segir Eyþór Arnalds. Hann segr opið samtal vera í gangi. „Við erum búin að fá okkur nokkra kaffibolla og það eru spennandi tímar framundan.Eyþór Arnalds fundaði með Vigdísi Hauksdóttur yfir kaffibolla í dag.Vísir/Stöð 2Með hvaða flokkum? „Ég ætla ekki að segja hverja við hittum en við höfum hitt fleiri en einn og það er búið að vera mjög áhugavert," segir Eyþór. „Við Eyþór tókum einn kaffibolla í dag bara svona til að segja það hreint út," segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. „Þetta er bara á mjög viðkvæmu stigi allt," segir hún.Varst þú í þessu kaffiboði með Vigdísi og Eyþóri? „Nei, nei ég var ekki í því," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. „En þetta er nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk er að hittast tvö og tvö eða fleiri og nú í rauninni er þetta að gerast í rólegheitunum. Við þurfum að passa okkur að flýta okkur hægt," segir Þórdís Lóa.Dóra Björt pírati telur valkostina eftir kosningarnar skýra.Vísir/Stöð 2Nýkjörnir borgarfulltrúar eru í dag að funda með sínum flokkum til að fara yfir málefnin sem verða í forgrunni í viðræðunum. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar en oddviti Pírata segir óformlegar viðræður í gangi á milli þeirra og annarra.Þetta voru þá núverandi meirihluti og Viðreisn sem þið hittuð í dag? „Já, það voru þessir oddvitar sem hittust í örstuttu spjalli," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Það er gaman að taka bara þátt í því að búa til mjög skýran valkost um svona frjálslynda borg jafnréttis og velferðar eða síðan á hinum endanum borg íhalds og fortíðar. Þannig þetta verður spennandi að sjá hvað Viðreisn vill gera," segir Dóra. Kosningar 2018 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. Tólf borgarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta og er Viðreisn í lykilstöðu en flokkurinn getur annars vegar hallað sér til hægri og þá líklega myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Hins vegar gæti flokkurinn farið í meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum, Vinstri grænum eða Sósíalistaflokki Íslands. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins segist þó hafa fengið símtöl frá báðum vængjum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur sig í góðri stöðu sem leiðtogi stærsta flokksins í borgarstjórn. „Hefðin er sú að stærsti flokkurinn leiði borgarstjórn með þeim hætti að hafa borgarstjóra og það er það sem ég veit að Sjálfstæðismenn telja að sé rétt," segir Eyþór Arnalds. Hann segr opið samtal vera í gangi. „Við erum búin að fá okkur nokkra kaffibolla og það eru spennandi tímar framundan.Eyþór Arnalds fundaði með Vigdísi Hauksdóttur yfir kaffibolla í dag.Vísir/Stöð 2Með hvaða flokkum? „Ég ætla ekki að segja hverja við hittum en við höfum hitt fleiri en einn og það er búið að vera mjög áhugavert," segir Eyþór. „Við Eyþór tókum einn kaffibolla í dag bara svona til að segja það hreint út," segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. „Þetta er bara á mjög viðkvæmu stigi allt," segir hún.Varst þú í þessu kaffiboði með Vigdísi og Eyþóri? „Nei, nei ég var ekki í því," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. „En þetta er nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk er að hittast tvö og tvö eða fleiri og nú í rauninni er þetta að gerast í rólegheitunum. Við þurfum að passa okkur að flýta okkur hægt," segir Þórdís Lóa.Dóra Björt pírati telur valkostina eftir kosningarnar skýra.Vísir/Stöð 2Nýkjörnir borgarfulltrúar eru í dag að funda með sínum flokkum til að fara yfir málefnin sem verða í forgrunni í viðræðunum. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar en oddviti Pírata segir óformlegar viðræður í gangi á milli þeirra og annarra.Þetta voru þá núverandi meirihluti og Viðreisn sem þið hittuð í dag? „Já, það voru þessir oddvitar sem hittust í örstuttu spjalli," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Það er gaman að taka bara þátt í því að búa til mjög skýran valkost um svona frjálslynda borg jafnréttis og velferðar eða síðan á hinum endanum borg íhalds og fortíðar. Þannig þetta verður spennandi að sjá hvað Viðreisn vill gera," segir Dóra.
Kosningar 2018 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira