Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2018 19:23 Frá oddvitaumræðum um helgina. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segist telja það eðlilegt, miðað við niðurstöður kosninga og vilja kjósenda í Reykjavík, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður. Því gamli meirihlutinn hefði fallið og því hefðu þeir ekki umboð til að halda áfram að stjórna borginni. Vigdís ræddi við strákana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún sagðist hafa rætt við Eyþór Arnaldsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í dag. Hún sagði einnig að enn væri allt opið í þessum málum. Henni þætti þó skrítið að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, væri að útiloka samstarf við tiltekna flokka. „Mér finnst þeir flokkar sem hafa notað útilokunaraðferðina og verið að beita því vopni, þeir eru svolítið búnir að loka sig af, finnst mér,“ sagði Vigdís. „Búnir að þrengja stöðuna á þessu borði svolítið mikið og sjá örugglega eftir því núna. Ég er alveg viss um það.“ Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þetta eru flokkar með mjög líkar áherslur og ég held að þetta gæti verið mjög farsæll meirihluti.“ Þá sagðist hún telja eðlilegt að borgarstjóraefnið kæmi frá stærsta flokknum. Vigdís sagði einnig að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar og það yrði erfitt fyrir flokksmeðlimi að velja hvoru megin þau færu. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan. Kosningar 2018 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segist telja það eðlilegt, miðað við niðurstöður kosninga og vilja kjósenda í Reykjavík, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður. Því gamli meirihlutinn hefði fallið og því hefðu þeir ekki umboð til að halda áfram að stjórna borginni. Vigdís ræddi við strákana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún sagðist hafa rætt við Eyþór Arnaldsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í dag. Hún sagði einnig að enn væri allt opið í þessum málum. Henni þætti þó skrítið að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, væri að útiloka samstarf við tiltekna flokka. „Mér finnst þeir flokkar sem hafa notað útilokunaraðferðina og verið að beita því vopni, þeir eru svolítið búnir að loka sig af, finnst mér,“ sagði Vigdís. „Búnir að þrengja stöðuna á þessu borði svolítið mikið og sjá örugglega eftir því núna. Ég er alveg viss um það.“ Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þetta eru flokkar með mjög líkar áherslur og ég held að þetta gæti verið mjög farsæll meirihluti.“ Þá sagðist hún telja eðlilegt að borgarstjóraefnið kæmi frá stærsta flokknum. Vigdís sagði einnig að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar og það yrði erfitt fyrir flokksmeðlimi að velja hvoru megin þau færu. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan.
Kosningar 2018 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira