Vonast til að það dragi til tíðinda í kjaradeilu ljósmæðra í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2018 08:49 Fundurinn hófst klukkan níu í morgun Vísir/Vilhelm Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í dag. Rúmar þrjár vikur eru síðan síðasti fundur í kjaradeilunni var hjá sáttasemjari en síðan þá hafa deiluaðilar hist á nokkrum vinnufundum. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, kveðst vona að það fari að draga til tíðinda. „Við eiginlega bara vonumst til þess að samninganefndin komi með eitthvað í dag, eitthvað tilboð, og það fari að draga til tíðinda,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir samninganefndirnar hafa átt gott samtal á vinnufundunum undanfarið. „Og manni hefur fundist skilningurinn aukast. Þetta hefur verið lausnamiðaðra samtal en við höfum samt ekkert í hendi.“ Aðspurð hvort hún telji að samningar náist í þessari viku segir Katrín: „Ég þori ekki að hleypa mér út í það að trúa því fyrr en það verður að raunveruleika, en jú, auðvitað vonar maður það innilega. Þetta er orðið langt og strangt.“ Þá segist Katrín jafnframt vona að hún sé ekki að lesa rangt í stöðuna varðandi það að vinnufundirnir hafi verið góðir og það sé að þokast í rétta átt hjá samningsaðilum. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. Júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí næstkomandi. Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. 11. maí 2018 18:15 Nokkuð miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra Heilbrigðisráðherra segir að nokkuð miði í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. maí 2018 15:41 Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í dag. Rúmar þrjár vikur eru síðan síðasti fundur í kjaradeilunni var hjá sáttasemjari en síðan þá hafa deiluaðilar hist á nokkrum vinnufundum. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, kveðst vona að það fari að draga til tíðinda. „Við eiginlega bara vonumst til þess að samninganefndin komi með eitthvað í dag, eitthvað tilboð, og það fari að draga til tíðinda,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir samninganefndirnar hafa átt gott samtal á vinnufundunum undanfarið. „Og manni hefur fundist skilningurinn aukast. Þetta hefur verið lausnamiðaðra samtal en við höfum samt ekkert í hendi.“ Aðspurð hvort hún telji að samningar náist í þessari viku segir Katrín: „Ég þori ekki að hleypa mér út í það að trúa því fyrr en það verður að raunveruleika, en jú, auðvitað vonar maður það innilega. Þetta er orðið langt og strangt.“ Þá segist Katrín jafnframt vona að hún sé ekki að lesa rangt í stöðuna varðandi það að vinnufundirnir hafi verið góðir og það sé að þokast í rétta átt hjá samningsaðilum. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. Júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí næstkomandi.
Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. 11. maí 2018 18:15 Nokkuð miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra Heilbrigðisráðherra segir að nokkuð miði í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. maí 2018 15:41 Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. 11. maí 2018 18:15
Nokkuð miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra Heilbrigðisráðherra segir að nokkuð miði í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. maí 2018 15:41
Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30