Regnmet fyrir maí mánuð í Reykjavík fallið Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2018 10:21 Fyrra metið var frá árinu 1989 þegar úrkoma mældist 126 millimetrar í maí en í ár mældist hún 127,8 millimetrar Vísir/Sigtryggur Ari „Já, takk sömuleiðis,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar honum er óskað til hamingju með regnmetið fyrir maí mánuð í Reykjavík sem féll klukkan níu í morgun. Fyrra metið var frá árinu 1989 þegar úrkoma mældist 126 millimetrar í maí en í ár mældist hún 127,8 millimetrar og tveir dagar eftir af mánuðinum. Óli bendir á að maí mánuður sé alla jafna tiltölulega þurr á suðvesturhorninu og hefur rignt mun meira í öðrum mánuðum. Það sem geri þetta met sérstakt er hversu þurr maí mánuður er venjulega. Stafar það af því að í maí mánuði er svöl og þurr norðanátt venjulega ríkjandi. Óli Þór segir kalt loft yfir norðaustur Kanada og Baffinsflóa, sem er hafið á milli Grænlands og Kanada, hafa valdið því að blaut suðvestanátt hefur blásið yfir landið. Það þýðir að kalt loft af hafi hefur farið yfir suðvestur horn landsins. Suðvestan áttin gerir það hins vegar að verkum að á Norður og Norðausturlandi hefur veðrið verið með eindæmum gott þar sem þeir landshlutar fá vindinn af landi og því mun hlýrra loft. Er til dæmis spáð bjartviðri á Norður- og Austurlandi í dag og hita allt að 20 stigum yfir daginn.Það hefur rignt ansi mikið í höfuðborginni það sem af er maímánuði.vísir/sigtryggur ariÓli Þór segir að það sé í sjálfu sér fremur tilviljanakennt hvar hæðirnar og lægðirnar staðsetja sig á hverjum tíma og þannig séð ekkert sérstakt sem veldur því að þetta raðaðist svona í maí mánuði. Á næstu dögum er þó að sjá að það verði hæðakerfi yfir landinu sem bægir lægðunum frá landinu. „Það verður þá strax mun betra veður. Það verður minni vindur og úrkoma þó það verði ekki alveg þurrt og ekki sól allstaðar, þá er það mun skárra veður en verið hefur. Svo er loftmassinn sjálfur sem slíkur mun heitari en verið hefur“ segir Óli Þór. Spurður hvort Íslendingar séu þá lausir við slydduna í bili segist hann vona það. „Ég er ekki að sjá slyddu í kortunum næstu tíu daga. Við erum ekki að fara niður í 2 – 4 gráður á nóttunni eins og var, meira að fara niður í 5 -7 gráður, og svo upp í 12 til 14 á deginum en ekki 7 – 9. Þar liggur munurinn.“ Hann segir maí mánuð þó hafa verið fínan fyrir gróðurinn. Norðanáttin sé kaldari og þegar hún er ríkjandi í maí gerir næturfrost. Í þessum maí mánuði þar sem sunnanáttin hefur verið ríkjandi hefur þó gert lítið sem ekkert næturfrost, og því hefur þessi maí mánuður verið mjög fínn fyrir gróður, þó að slyddað hafi sumstaðar. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Já, takk sömuleiðis,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar honum er óskað til hamingju með regnmetið fyrir maí mánuð í Reykjavík sem féll klukkan níu í morgun. Fyrra metið var frá árinu 1989 þegar úrkoma mældist 126 millimetrar í maí en í ár mældist hún 127,8 millimetrar og tveir dagar eftir af mánuðinum. Óli bendir á að maí mánuður sé alla jafna tiltölulega þurr á suðvesturhorninu og hefur rignt mun meira í öðrum mánuðum. Það sem geri þetta met sérstakt er hversu þurr maí mánuður er venjulega. Stafar það af því að í maí mánuði er svöl og þurr norðanátt venjulega ríkjandi. Óli Þór segir kalt loft yfir norðaustur Kanada og Baffinsflóa, sem er hafið á milli Grænlands og Kanada, hafa valdið því að blaut suðvestanátt hefur blásið yfir landið. Það þýðir að kalt loft af hafi hefur farið yfir suðvestur horn landsins. Suðvestan áttin gerir það hins vegar að verkum að á Norður og Norðausturlandi hefur veðrið verið með eindæmum gott þar sem þeir landshlutar fá vindinn af landi og því mun hlýrra loft. Er til dæmis spáð bjartviðri á Norður- og Austurlandi í dag og hita allt að 20 stigum yfir daginn.Það hefur rignt ansi mikið í höfuðborginni það sem af er maímánuði.vísir/sigtryggur ariÓli Þór segir að það sé í sjálfu sér fremur tilviljanakennt hvar hæðirnar og lægðirnar staðsetja sig á hverjum tíma og þannig séð ekkert sérstakt sem veldur því að þetta raðaðist svona í maí mánuði. Á næstu dögum er þó að sjá að það verði hæðakerfi yfir landinu sem bægir lægðunum frá landinu. „Það verður þá strax mun betra veður. Það verður minni vindur og úrkoma þó það verði ekki alveg þurrt og ekki sól allstaðar, þá er það mun skárra veður en verið hefur. Svo er loftmassinn sjálfur sem slíkur mun heitari en verið hefur“ segir Óli Þór. Spurður hvort Íslendingar séu þá lausir við slydduna í bili segist hann vona það. „Ég er ekki að sjá slyddu í kortunum næstu tíu daga. Við erum ekki að fara niður í 2 – 4 gráður á nóttunni eins og var, meira að fara niður í 5 -7 gráður, og svo upp í 12 til 14 á deginum en ekki 7 – 9. Þar liggur munurinn.“ Hann segir maí mánuð þó hafa verið fínan fyrir gróðurinn. Norðanáttin sé kaldari og þegar hún er ríkjandi í maí gerir næturfrost. Í þessum maí mánuði þar sem sunnanáttin hefur verið ríkjandi hefur þó gert lítið sem ekkert næturfrost, og því hefur þessi maí mánuður verið mjög fínn fyrir gróður, þó að slyddað hafi sumstaðar.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira