Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2018 13:00 Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. Fráfarandi meirihlutaflokka í Reykjavík vantar tvo borgarfulltrúa til að vera áfram í meirihluta í borginni og sömuleiðis gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins unnið saman með tíu fulltrúa samanlagt ef þeir fengju tvo borgarfulltrúa Viðreisnar til liðs við sig.Engar formlegar viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa átt sér stað og litlar óformlegar viðræður hafa átt sér stað í morgun. Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna segist þó hafa átt óformlegt spjall við fólk úr öðrum flokkum í morgun án þess að tilgreina nánar hvaða fólk það er.„Þetta hefur verið óformlegt spjall um stöðuna, málefnin og tækifærin. Mér finnst vera góður tónn í fólki. Eins hittumst við nýkjörnir borgarfulltrúar í morgun til að fara yfir málin í Valhöll og við erum bjartsýn,“ segir Eyþór. En þótt hann gefi ekki upp við hverja hann hafi talað hafi komið fram að hann hafi meðal annars rætt við viðreisnarfólk.„Ég segi bara; skilaboðin eru skýr. Nýju flokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn eru sigurvegarar kosninganna. Við boðum breytingar og þeir líka og það er augljóst að við eigum að hlusta á þennan vilja og hann eigi að koma fram í nýjum meirihluta.,“ segir Eyþór.Hann segir góðan samhljóm meðal Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar.„Ágreiningsmálin eru minniháttar en allir voru að gagnrýna stjórn borgarinnar á málefnalegan hátt og komust með öflugum hætti inn.“Ertu að vonast til að þú getir tekið upp formlegar viðræður og þá jafnvel með Viðreisn innanborðs í dag eða á allra næstu dögum?„Ég á kannski ekki vona á að það gerist í dag. En ég á von á að þetta skýrist í vikunni og það verði komin heildarlína í málin. Þetta þarf náttúrlega að liggja fyrir fljótlega en aðal málið er að þetta sé vel gert og standi,“ segir Eyþór Arnalds.Fráfarandi borgarstjórn á enn eftir að halda einn fund hinn 9. júní og verða formleg meirihluta skipti ekki fyrr en að þeim fundi loknum. En eins og Eyþór sagði hér að framan reiknar hann með að línur verði farnar að skýrast fyrir helgina. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. Fráfarandi meirihlutaflokka í Reykjavík vantar tvo borgarfulltrúa til að vera áfram í meirihluta í borginni og sömuleiðis gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins unnið saman með tíu fulltrúa samanlagt ef þeir fengju tvo borgarfulltrúa Viðreisnar til liðs við sig.Engar formlegar viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa átt sér stað og litlar óformlegar viðræður hafa átt sér stað í morgun. Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna segist þó hafa átt óformlegt spjall við fólk úr öðrum flokkum í morgun án þess að tilgreina nánar hvaða fólk það er.„Þetta hefur verið óformlegt spjall um stöðuna, málefnin og tækifærin. Mér finnst vera góður tónn í fólki. Eins hittumst við nýkjörnir borgarfulltrúar í morgun til að fara yfir málin í Valhöll og við erum bjartsýn,“ segir Eyþór. En þótt hann gefi ekki upp við hverja hann hafi talað hafi komið fram að hann hafi meðal annars rætt við viðreisnarfólk.„Ég segi bara; skilaboðin eru skýr. Nýju flokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn eru sigurvegarar kosninganna. Við boðum breytingar og þeir líka og það er augljóst að við eigum að hlusta á þennan vilja og hann eigi að koma fram í nýjum meirihluta.,“ segir Eyþór.Hann segir góðan samhljóm meðal Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar.„Ágreiningsmálin eru minniháttar en allir voru að gagnrýna stjórn borgarinnar á málefnalegan hátt og komust með öflugum hætti inn.“Ertu að vonast til að þú getir tekið upp formlegar viðræður og þá jafnvel með Viðreisn innanborðs í dag eða á allra næstu dögum?„Ég á kannski ekki vona á að það gerist í dag. En ég á von á að þetta skýrist í vikunni og það verði komin heildarlína í málin. Þetta þarf náttúrlega að liggja fyrir fljótlega en aðal málið er að þetta sé vel gert og standi,“ segir Eyþór Arnalds.Fráfarandi borgarstjórn á enn eftir að halda einn fund hinn 9. júní og verða formleg meirihluta skipti ekki fyrr en að þeim fundi loknum. En eins og Eyþór sagði hér að framan reiknar hann með að línur verði farnar að skýrast fyrir helgina.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26
Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00