Lífið

Ásdís Halla og Aðalsteinn selja 470 fermetra höll sína við Laufásveg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásdís Halla og Aðalsteinn hafa komið sér vel fyrir í miðborginni.
Ásdís Halla og Aðalsteinn hafa komið sér vel fyrir í miðborginni.
Athafnarkonan Ásdís Halla Bragadóttir og eiginmaður hennar Aðalsteinn Egill Jónasson hafa sett eign sína við Laufásveg í söluferli en eignin er alls 470 fermetrar. Mbl greindi fyrst frá.

Um er að ræða stórglæsilegt einbýlishús á þremur hæðum og að auki er risíbúð í eigninni. Húsið er teiknað af Sigurði Guðmundssyni arkitekt.

Í fasteignaauglýsingunni segir að eigin sé öll endurnýjuð en fasteignamat hennar er 155 milljónir. Ásdís og Aðalsteinn hafa ekki sett kaupverð á eignina og óska því eftir tilboðum.

Húsið var byggt árið 1931 og eru alls sjö svefnherbergi í húsinu. Lóðin er eignarlóð og er alls 735,5 fermetrar að stærð.

Þar má finna nýuppgerða verönd út af jarðhæðinni með steinalögn og heitum potti.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Borðstofan vægast sagt glæsileg.
Sérstaklega glæsileg verönd.
Hjónaherbergið er mjög smekklegt.
Falleg baðherbergi.
Björt og flott setustofa.
Einstaklega laglegt eldhús.
Auðvitað er heitur pottur á veröndinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.