Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. maí 2018 07:15 Verði tillögurnar að lögum mun eigandi bifreiðar þurfa að borga sektina ef ekki stofnast punktar í ökuferilsskrá vegna hennar. Vísir/Pjetur Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) og Samtök atvinnulífsins (SA) gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á umferðarlögum sem gerir ráð fyrir hlutlægri ábyrgð vegna hraðaksturs sem myndaður er af hraðamyndavélum. Breytingin gæti haft umtalsverðan kostnað í för með sér fyrir bílaleigur landsins. Drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok febrúar. Meðal nýmæla sem lögð eru til er að sekta skráðan eiganda ökutækis ef bíl hans er ekið yfir hámarkshraða eða gegn rauðu ljósi og slíkt brot er fest á filmu af löggæslumyndavél. Það verður skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að hraðinn sé ekki slíkur að punktar stofnist í ökuferilsskrá ökumannsins. Umrætt ákvæði var einnig í frumvarpi til umferðarlaga 2010 en það náði ekki fram að ganga. Hinn 9. nóvember í fyrra var sagt frá því í Fréttablaðinu að fjórðungur sekta vegna hraðaksturs við hraðamyndavélar innheimtist ekki. Langstærstan hluta þeirra má rekja til aksturs erlendra ferðamanna en aðeins tæpur helmingur þeirra greiðir sektir vegna brota sinna. Varlega áætluð upphæð vegna slíkra brota árið 2016 nemur um 160 milljónum króna. Þó er mögulegt að sú upphæð sé talsvert hærri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF„SAF hafa ítrekað gert athugasemd við drögin hvað varðar að eigendur bifreiða séu gerðir ábyrgir fyrir hraðasektum sem ekki varða punktum. Við höfum bent á að slíkt heimildarákvæði eigi sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. Samtök atvinnulífsins, sem SAF á aðild að, gerðu athugasemdir við fyrirhugaða breytingu í umsögn um drögin í samráðsgáttinni. Er meðal annars bent á að það sé gífurlega algengt hér á landi að ökumaður bifreiðar sé ekki skráður eigandi hennar. Í þessu samhengi er bent meðal annars á tilvik sem varða hin ýmsu fyrirtæki sem rækja starfsemi hér á landi og ökumenn bílaleigubíla. „Kostir [hlutlægrar ábyrgðar] eru einkum þeir að með henni verður eftirlit og úrlausn brota gegn ákvæðum um aksturshraða gert skilvirkara í framkvæmd. […] Með þessu fyrirkomulagi er eiganda eða umráðamanni ökutækis gert skylt að hafa virka umsjón og eftirlit með ökutæki sínu, til dæmis gagnvart nánum aðstandendum, svo sem maka eða börnum, og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga,“ segir í athugasemdum í frumvarpsdrögunum. „Það er ljóst að bílaleigur geta ekki innheimt greiðslur ökumanna af greiðslukortum án samþykkis korthafa. Einnig er vandséð hvort og hvernig eigendum ökutækja sé með fullnægjandi hætti heimilt að grípa til og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga. Er því að mati samtakanna um að ræða verulega íþyngjandi skyldur sem lagðar eru á herðar eigendum,“ segir Helga. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) og Samtök atvinnulífsins (SA) gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á umferðarlögum sem gerir ráð fyrir hlutlægri ábyrgð vegna hraðaksturs sem myndaður er af hraðamyndavélum. Breytingin gæti haft umtalsverðan kostnað í för með sér fyrir bílaleigur landsins. Drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok febrúar. Meðal nýmæla sem lögð eru til er að sekta skráðan eiganda ökutækis ef bíl hans er ekið yfir hámarkshraða eða gegn rauðu ljósi og slíkt brot er fest á filmu af löggæslumyndavél. Það verður skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að hraðinn sé ekki slíkur að punktar stofnist í ökuferilsskrá ökumannsins. Umrætt ákvæði var einnig í frumvarpi til umferðarlaga 2010 en það náði ekki fram að ganga. Hinn 9. nóvember í fyrra var sagt frá því í Fréttablaðinu að fjórðungur sekta vegna hraðaksturs við hraðamyndavélar innheimtist ekki. Langstærstan hluta þeirra má rekja til aksturs erlendra ferðamanna en aðeins tæpur helmingur þeirra greiðir sektir vegna brota sinna. Varlega áætluð upphæð vegna slíkra brota árið 2016 nemur um 160 milljónum króna. Þó er mögulegt að sú upphæð sé talsvert hærri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF„SAF hafa ítrekað gert athugasemd við drögin hvað varðar að eigendur bifreiða séu gerðir ábyrgir fyrir hraðasektum sem ekki varða punktum. Við höfum bent á að slíkt heimildarákvæði eigi sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. Samtök atvinnulífsins, sem SAF á aðild að, gerðu athugasemdir við fyrirhugaða breytingu í umsögn um drögin í samráðsgáttinni. Er meðal annars bent á að það sé gífurlega algengt hér á landi að ökumaður bifreiðar sé ekki skráður eigandi hennar. Í þessu samhengi er bent meðal annars á tilvik sem varða hin ýmsu fyrirtæki sem rækja starfsemi hér á landi og ökumenn bílaleigubíla. „Kostir [hlutlægrar ábyrgðar] eru einkum þeir að með henni verður eftirlit og úrlausn brota gegn ákvæðum um aksturshraða gert skilvirkara í framkvæmd. […] Með þessu fyrirkomulagi er eiganda eða umráðamanni ökutækis gert skylt að hafa virka umsjón og eftirlit með ökutæki sínu, til dæmis gagnvart nánum aðstandendum, svo sem maka eða börnum, og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga,“ segir í athugasemdum í frumvarpsdrögunum. „Það er ljóst að bílaleigur geta ekki innheimt greiðslur ökumanna af greiðslukortum án samþykkis korthafa. Einnig er vandséð hvort og hvernig eigendum ökutækja sé með fullnægjandi hætti heimilt að grípa til og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga. Er því að mati samtakanna um að ræða verulega íþyngjandi skyldur sem lagðar eru á herðar eigendum,“ segir Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira