Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. maí 2018 07:15 Verði tillögurnar að lögum mun eigandi bifreiðar þurfa að borga sektina ef ekki stofnast punktar í ökuferilsskrá vegna hennar. Vísir/Pjetur Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) og Samtök atvinnulífsins (SA) gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á umferðarlögum sem gerir ráð fyrir hlutlægri ábyrgð vegna hraðaksturs sem myndaður er af hraðamyndavélum. Breytingin gæti haft umtalsverðan kostnað í för með sér fyrir bílaleigur landsins. Drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok febrúar. Meðal nýmæla sem lögð eru til er að sekta skráðan eiganda ökutækis ef bíl hans er ekið yfir hámarkshraða eða gegn rauðu ljósi og slíkt brot er fest á filmu af löggæslumyndavél. Það verður skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að hraðinn sé ekki slíkur að punktar stofnist í ökuferilsskrá ökumannsins. Umrætt ákvæði var einnig í frumvarpi til umferðarlaga 2010 en það náði ekki fram að ganga. Hinn 9. nóvember í fyrra var sagt frá því í Fréttablaðinu að fjórðungur sekta vegna hraðaksturs við hraðamyndavélar innheimtist ekki. Langstærstan hluta þeirra má rekja til aksturs erlendra ferðamanna en aðeins tæpur helmingur þeirra greiðir sektir vegna brota sinna. Varlega áætluð upphæð vegna slíkra brota árið 2016 nemur um 160 milljónum króna. Þó er mögulegt að sú upphæð sé talsvert hærri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF„SAF hafa ítrekað gert athugasemd við drögin hvað varðar að eigendur bifreiða séu gerðir ábyrgir fyrir hraðasektum sem ekki varða punktum. Við höfum bent á að slíkt heimildarákvæði eigi sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. Samtök atvinnulífsins, sem SAF á aðild að, gerðu athugasemdir við fyrirhugaða breytingu í umsögn um drögin í samráðsgáttinni. Er meðal annars bent á að það sé gífurlega algengt hér á landi að ökumaður bifreiðar sé ekki skráður eigandi hennar. Í þessu samhengi er bent meðal annars á tilvik sem varða hin ýmsu fyrirtæki sem rækja starfsemi hér á landi og ökumenn bílaleigubíla. „Kostir [hlutlægrar ábyrgðar] eru einkum þeir að með henni verður eftirlit og úrlausn brota gegn ákvæðum um aksturshraða gert skilvirkara í framkvæmd. […] Með þessu fyrirkomulagi er eiganda eða umráðamanni ökutækis gert skylt að hafa virka umsjón og eftirlit með ökutæki sínu, til dæmis gagnvart nánum aðstandendum, svo sem maka eða börnum, og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga,“ segir í athugasemdum í frumvarpsdrögunum. „Það er ljóst að bílaleigur geta ekki innheimt greiðslur ökumanna af greiðslukortum án samþykkis korthafa. Einnig er vandséð hvort og hvernig eigendum ökutækja sé með fullnægjandi hætti heimilt að grípa til og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga. Er því að mati samtakanna um að ræða verulega íþyngjandi skyldur sem lagðar eru á herðar eigendum,“ segir Helga. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) og Samtök atvinnulífsins (SA) gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á umferðarlögum sem gerir ráð fyrir hlutlægri ábyrgð vegna hraðaksturs sem myndaður er af hraðamyndavélum. Breytingin gæti haft umtalsverðan kostnað í för með sér fyrir bílaleigur landsins. Drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok febrúar. Meðal nýmæla sem lögð eru til er að sekta skráðan eiganda ökutækis ef bíl hans er ekið yfir hámarkshraða eða gegn rauðu ljósi og slíkt brot er fest á filmu af löggæslumyndavél. Það verður skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að hraðinn sé ekki slíkur að punktar stofnist í ökuferilsskrá ökumannsins. Umrætt ákvæði var einnig í frumvarpi til umferðarlaga 2010 en það náði ekki fram að ganga. Hinn 9. nóvember í fyrra var sagt frá því í Fréttablaðinu að fjórðungur sekta vegna hraðaksturs við hraðamyndavélar innheimtist ekki. Langstærstan hluta þeirra má rekja til aksturs erlendra ferðamanna en aðeins tæpur helmingur þeirra greiðir sektir vegna brota sinna. Varlega áætluð upphæð vegna slíkra brota árið 2016 nemur um 160 milljónum króna. Þó er mögulegt að sú upphæð sé talsvert hærri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF„SAF hafa ítrekað gert athugasemd við drögin hvað varðar að eigendur bifreiða séu gerðir ábyrgir fyrir hraðasektum sem ekki varða punktum. Við höfum bent á að slíkt heimildarákvæði eigi sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. Samtök atvinnulífsins, sem SAF á aðild að, gerðu athugasemdir við fyrirhugaða breytingu í umsögn um drögin í samráðsgáttinni. Er meðal annars bent á að það sé gífurlega algengt hér á landi að ökumaður bifreiðar sé ekki skráður eigandi hennar. Í þessu samhengi er bent meðal annars á tilvik sem varða hin ýmsu fyrirtæki sem rækja starfsemi hér á landi og ökumenn bílaleigubíla. „Kostir [hlutlægrar ábyrgðar] eru einkum þeir að með henni verður eftirlit og úrlausn brota gegn ákvæðum um aksturshraða gert skilvirkara í framkvæmd. […] Með þessu fyrirkomulagi er eiganda eða umráðamanni ökutækis gert skylt að hafa virka umsjón og eftirlit með ökutæki sínu, til dæmis gagnvart nánum aðstandendum, svo sem maka eða börnum, og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga,“ segir í athugasemdum í frumvarpsdrögunum. „Það er ljóst að bílaleigur geta ekki innheimt greiðslur ökumanna af greiðslukortum án samþykkis korthafa. Einnig er vandséð hvort og hvernig eigendum ökutækja sé með fullnægjandi hætti heimilt að grípa til og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga. Er því að mati samtakanna um að ræða verulega íþyngjandi skyldur sem lagðar eru á herðar eigendum,“ segir Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira