Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2018 18:15 Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í ágúst. Yfir 20 ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum en forstjóri spítalans hvetur samningsaðila til að ná sáttum. vísir/vilhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. Enn á ný hvetur hann samningsaðila til sátta en Landspítalinn er ekki aðili að deilunni. Páll fundaði með ljósmæðrum í vikunni og segir í pistlinum að spítalinn taki undir með heilbrigðisráðherra sem styður ljósmæður í kjarabaráttunni. „Það er ýmislegt sem spítalinn getur gert og lýtur að vinnuumhverfi og aðstæðum ljósmæðra og áttum við góðar samræður um það á fundinum. Því miður er það þó svo að óhætt er að segja að bæði sé uggur og urgur í hópi þessa mikilvægu starfsstéttar. Annars vegar hefur á þriðja tug þeirra sagt upp störfum og ef þær uppsagnir koma til framkvæmda mun meginþorri þeirra gera það á háannatíma hér á spítalanum. Hins vegar er ljóst að ekki er gróið um heilt frá síðustu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Ég vil enn og aftur hvetja samningsaðila til að ná sáttum hið allra fyrsta. Hver dagur í þessari óvissu er öllum þungbær og því eru fréttir af því að til land sjáist í deilunni afskaplega ánægjulegar,“ segir Páll. Hann vísar í fréttir í dag þess efnis að það sjái til lands í deilunni að því er Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í dag. Samninganefndirnar héldu óformlegan vinnudag í fyrradag og munu hittast á ný á mánudag en næsti formlegi fundur hjá ríkissáttasemjara verður næstkomandi miðvikudag. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30 „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. Enn á ný hvetur hann samningsaðila til sátta en Landspítalinn er ekki aðili að deilunni. Páll fundaði með ljósmæðrum í vikunni og segir í pistlinum að spítalinn taki undir með heilbrigðisráðherra sem styður ljósmæður í kjarabaráttunni. „Það er ýmislegt sem spítalinn getur gert og lýtur að vinnuumhverfi og aðstæðum ljósmæðra og áttum við góðar samræður um það á fundinum. Því miður er það þó svo að óhætt er að segja að bæði sé uggur og urgur í hópi þessa mikilvægu starfsstéttar. Annars vegar hefur á þriðja tug þeirra sagt upp störfum og ef þær uppsagnir koma til framkvæmda mun meginþorri þeirra gera það á háannatíma hér á spítalanum. Hins vegar er ljóst að ekki er gróið um heilt frá síðustu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Ég vil enn og aftur hvetja samningsaðila til að ná sáttum hið allra fyrsta. Hver dagur í þessari óvissu er öllum þungbær og því eru fréttir af því að til land sjáist í deilunni afskaplega ánægjulegar,“ segir Páll. Hann vísar í fréttir í dag þess efnis að það sjái til lands í deilunni að því er Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í dag. Samninganefndirnar héldu óformlegan vinnudag í fyrradag og munu hittast á ný á mánudag en næsti formlegi fundur hjá ríkissáttasemjara verður næstkomandi miðvikudag.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30 „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30
„Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30
Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44