Uppgjör: Mögnuð endurkoma Mercedes │Taktísk mistök kostuðu Vettel Bragi Þórðarson skrifar 13. maí 2018 21:30 Lewis Hamilton spreyjaði kampavíninu á Spáni í dag vísir/getty Lewis Hamilton og Mercedes stóðu sig frábærlega í spænska kappakstrinum um helgina. Þýska liðið kláraði keppnina með bíla sína í fyrsta og öðru sæti, fullkomin úrslit. Mercedes hefur nú 27 stiga forskot í keppni bílasmiða og er sigurvegari helgarinnar Lewis Hamilton nú 17 stigum á undan Sebastian Vettel í keppni ökuþóra. Tímabilið hefði með réttu átt að byrja vel fyrir Mercedes. Liðið var hraðast í vorprófunum, sem fóru einmitt fram á brautinni í Barcelona, og leit allt út fyrir annað mjög sterkt tímabil fyrir þýska liðið. Það varð þó ekki raunin og tókst liðinu ekki að landa sigri fyrr en í síðustu keppni, fjórða móti ársins. Ferrari hefur verið sterkara liðið það sem af er þessu keppnistímabili og sýndi Sebastian Vettel það með sigri í fyrstu tveimur keppnum ársins. En nú þegar að tímabilið byrjar í Evrópu mega liðin bæta sýna bíla örlítið. Á síðastliðnum árum hafa þessar breytingar litlu breytt. Vissulega fara bílarnir hraðar en öll lið virðast bæta sig jafnt. Nú gæti verið að svo sé ekki, þar sem Mercedes sýndu það nú í fyrsta skiptið á árinu að liðið er hraðara en Ferrari bæði í tímatökum og kappakstrinum.Sebastian Vettel beið skaða vegna taktískra mistakra liðsstjóra sinna í dagvísir/gettyEnn og aftur taktísk mistök hjá FerrariHér á árum áður var Ferrari algjörlega óstöðvandi með Michael Schumacher í ökumannssætinu. Það var þó ekki bara nóg að hafa þýska snillinginn undir stýri þar sem stór partur af þeirri velgengni var vegna taktísku snilligáfu þeirra Ross Brawn og Jean Todd. Þeir virtust alltaf getað snúið ómögulegum aðstæðum upp í sínar hendur, en það virðist ekki vera raunin hjá liðinu í ár. Með Maurizio Arrivabene við stjórnvölin hefur liðið oftar en einu sinni gert taktísk mistök á þessu ári. Sebastian Vettel byrjaði spænska kappaksturinn vel og komst upp í annað sætið úr því þriðja strax í fyrstu beygju. Í fyrsta þjónustuhléinu gerði liðið þau mistök að sleppa Þjóðverjanum út á brautina rétt fyrir aftan Kevin Magnussen, í stað þess að bíða með stoppið í einn hring í viðbót. Þetta gaf Mercedes og Valtteri Bottas möguleika á að komast fram úr Vettel sem tókst þó ekki vegna lélegs þjónustuhlés hjá Finnanum. Þetta voru fyrstu mistök ítalska liðsins í kappakstrinum, önnur mistökin áttu eftir að koma sér enn verr fyrir liðið. Á hring 40 var svokallaður ósýnilegur öryggisbíll kallaður út á brautina. Það þýðir að allir bílar verða að aka hringinn 40 prósent hægar en venjulega sem þýðir að lið tapa minni tíma á að fara inn á þjónustusvæðið en ella. Á þessum fertugasta hring sat Vettel í öðru sæti þegar að liðið ákvað kalla hann inn með þeim afleiðingum að Þjóðverjinn datt niður í fjórða sætið. Aðrir ökumenn kusu að halda sér úti á brautinni og klára keppnina á þeim dekkjum sem voru undir bílum þeirra. Það reyndist hárrétt ákvörðun og gat Vettel ekkert gert úr fjórða sætinu. Til að kóróna slæmt gengi ítalska liðsins um helgina varð Kimi Raikkonen frá að hverfa með vélarbilun á 25. hring, þrátt fyrir að liðið setti nýja vél í bíl Finnans á föstudeginum fyrir kappaksturinn.Útsýni Hamilton var ekkert nema auð braut megnið af deginumvísir/gettyMercedes einfaldlega betriÞrátt fyrir öll þau mistök og alla þá óheppni sem hreppti Ferrari um helgina var Mercedes bara einfaldlega betra liðið á brautinni í Barcelona. Þýska liðið náði í fyrsta skiptið á árinu að læsa efstu röðinni á ráspól og fullkomnaði svo helgina með því að klára í fyrsta og öðru sæti. Með árangrinum er Lewis Hamilton nú efstur á lista þeirra sem sigrað hafa kappakstur frá ráspól. Afrek sem Bretinn hefur alls náð 41 sinni á ferlinum og tekur því metið af Michael Schumacher. „Við verðum að horfa á þetta sem byrjunina á í tímabilinu, nú verðum við að byggja ofan á þessa frammistöðu með fleiri sigrum,“ sagði fjórfaldi heimsmeistarinn eftir kappaksturinn. Red Bull náði ágætum úrslitum í Barcelona, Max Verstappen kláraði á verðlaunapalli og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo varð fimmti. Vissulega vill liðið gera betur en eftir síðasta kappakstur þegar Daniel og Max keyrðu hvorn annan út tekur liðið þessum úrslitum fagnandi. Það er þó ljóst að nægur hraði er í Red Bull bílnum til að berjast á toppnum, eins og Ricciardo sýndi með að ná hraðasta tíma kappakstursins. Undarlegt þar sem Daniel kláraði keppnina rúmum 50 sekúndum á eftir sigurvegaranum. Baráttan um sæti þar fyrir neðan heldur áfram að magnast. Það lítur út fyrir að Renault og McLaren mun berjast um fjórða sæti bílasmiða en þó má ekki taka lið eins og Haas og Force India úr myndinni. Monaco kappaksturinn er sá næsti á tímabilinu. Keppnina þekkja allir, enda einn frægasti akstursíþróttaviðburður ár hvert. Þar ætla Mercedes svo sannarlega að berja járnið meðan það er heitt og verður Ferrari að stoppa blæðinguna ef þeir ætla ekki að missa þýska liðið of langt frá sér. Formúla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton og Mercedes stóðu sig frábærlega í spænska kappakstrinum um helgina. Þýska liðið kláraði keppnina með bíla sína í fyrsta og öðru sæti, fullkomin úrslit. Mercedes hefur nú 27 stiga forskot í keppni bílasmiða og er sigurvegari helgarinnar Lewis Hamilton nú 17 stigum á undan Sebastian Vettel í keppni ökuþóra. Tímabilið hefði með réttu átt að byrja vel fyrir Mercedes. Liðið var hraðast í vorprófunum, sem fóru einmitt fram á brautinni í Barcelona, og leit allt út fyrir annað mjög sterkt tímabil fyrir þýska liðið. Það varð þó ekki raunin og tókst liðinu ekki að landa sigri fyrr en í síðustu keppni, fjórða móti ársins. Ferrari hefur verið sterkara liðið það sem af er þessu keppnistímabili og sýndi Sebastian Vettel það með sigri í fyrstu tveimur keppnum ársins. En nú þegar að tímabilið byrjar í Evrópu mega liðin bæta sýna bíla örlítið. Á síðastliðnum árum hafa þessar breytingar litlu breytt. Vissulega fara bílarnir hraðar en öll lið virðast bæta sig jafnt. Nú gæti verið að svo sé ekki, þar sem Mercedes sýndu það nú í fyrsta skiptið á árinu að liðið er hraðara en Ferrari bæði í tímatökum og kappakstrinum.Sebastian Vettel beið skaða vegna taktískra mistakra liðsstjóra sinna í dagvísir/gettyEnn og aftur taktísk mistök hjá FerrariHér á árum áður var Ferrari algjörlega óstöðvandi með Michael Schumacher í ökumannssætinu. Það var þó ekki bara nóg að hafa þýska snillinginn undir stýri þar sem stór partur af þeirri velgengni var vegna taktísku snilligáfu þeirra Ross Brawn og Jean Todd. Þeir virtust alltaf getað snúið ómögulegum aðstæðum upp í sínar hendur, en það virðist ekki vera raunin hjá liðinu í ár. Með Maurizio Arrivabene við stjórnvölin hefur liðið oftar en einu sinni gert taktísk mistök á þessu ári. Sebastian Vettel byrjaði spænska kappaksturinn vel og komst upp í annað sætið úr því þriðja strax í fyrstu beygju. Í fyrsta þjónustuhléinu gerði liðið þau mistök að sleppa Þjóðverjanum út á brautina rétt fyrir aftan Kevin Magnussen, í stað þess að bíða með stoppið í einn hring í viðbót. Þetta gaf Mercedes og Valtteri Bottas möguleika á að komast fram úr Vettel sem tókst þó ekki vegna lélegs þjónustuhlés hjá Finnanum. Þetta voru fyrstu mistök ítalska liðsins í kappakstrinum, önnur mistökin áttu eftir að koma sér enn verr fyrir liðið. Á hring 40 var svokallaður ósýnilegur öryggisbíll kallaður út á brautina. Það þýðir að allir bílar verða að aka hringinn 40 prósent hægar en venjulega sem þýðir að lið tapa minni tíma á að fara inn á þjónustusvæðið en ella. Á þessum fertugasta hring sat Vettel í öðru sæti þegar að liðið ákvað kalla hann inn með þeim afleiðingum að Þjóðverjinn datt niður í fjórða sætið. Aðrir ökumenn kusu að halda sér úti á brautinni og klára keppnina á þeim dekkjum sem voru undir bílum þeirra. Það reyndist hárrétt ákvörðun og gat Vettel ekkert gert úr fjórða sætinu. Til að kóróna slæmt gengi ítalska liðsins um helgina varð Kimi Raikkonen frá að hverfa með vélarbilun á 25. hring, þrátt fyrir að liðið setti nýja vél í bíl Finnans á föstudeginum fyrir kappaksturinn.Útsýni Hamilton var ekkert nema auð braut megnið af deginumvísir/gettyMercedes einfaldlega betriÞrátt fyrir öll þau mistök og alla þá óheppni sem hreppti Ferrari um helgina var Mercedes bara einfaldlega betra liðið á brautinni í Barcelona. Þýska liðið náði í fyrsta skiptið á árinu að læsa efstu röðinni á ráspól og fullkomnaði svo helgina með því að klára í fyrsta og öðru sæti. Með árangrinum er Lewis Hamilton nú efstur á lista þeirra sem sigrað hafa kappakstur frá ráspól. Afrek sem Bretinn hefur alls náð 41 sinni á ferlinum og tekur því metið af Michael Schumacher. „Við verðum að horfa á þetta sem byrjunina á í tímabilinu, nú verðum við að byggja ofan á þessa frammistöðu með fleiri sigrum,“ sagði fjórfaldi heimsmeistarinn eftir kappaksturinn. Red Bull náði ágætum úrslitum í Barcelona, Max Verstappen kláraði á verðlaunapalli og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo varð fimmti. Vissulega vill liðið gera betur en eftir síðasta kappakstur þegar Daniel og Max keyrðu hvorn annan út tekur liðið þessum úrslitum fagnandi. Það er þó ljóst að nægur hraði er í Red Bull bílnum til að berjast á toppnum, eins og Ricciardo sýndi með að ná hraðasta tíma kappakstursins. Undarlegt þar sem Daniel kláraði keppnina rúmum 50 sekúndum á eftir sigurvegaranum. Baráttan um sæti þar fyrir neðan heldur áfram að magnast. Það lítur út fyrir að Renault og McLaren mun berjast um fjórða sæti bílasmiða en þó má ekki taka lið eins og Haas og Force India úr myndinni. Monaco kappaksturinn er sá næsti á tímabilinu. Keppnina þekkja allir, enda einn frægasti akstursíþróttaviðburður ár hvert. Þar ætla Mercedes svo sannarlega að berja járnið meðan það er heitt og verður Ferrari að stoppa blæðinguna ef þeir ætla ekki að missa þýska liðið of langt frá sér.
Formúla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira