Vanessa Kirby hlaut Bafta-verðlaun fyrir frammistöðu sína í The Crown Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2018 22:08 Með þeim heiðri sem Kirby hlotnaðist í kvöld er streymisveitan Netflix loksins komin á kortið og orðin viðurkennd hjá bresku sjónvarpsakademíunni. Vísir/afp Vanessa Kirby, sem fer með hlutverk hinnar líflegu Margrétar prinsessu í þáttunum The Crown, var valin besta leikkonan í aukahlutverki á sjónvarpsverðlaunahátíðinni Bafta sem fór fram í kvöld í Royal Festival Hall. Með þeim heiðri sem Kirby hlotnaðist í kvöld er streymisveitan Netflix loksins komin á kortið og orðin viðurkennd hjá bresku sjónvarpsakademíunni sem hluti af ráðandi sjónvarpsmenningu í Bretlandi og ekki lengur á jaðrinum. Segja má að viðurkenningin hafi markað þáttaskil í sögu bandarísku streymisveitunnar því Netflix varði hundrað milljón pundum í framleiðsluna á The Crown í sinni viðleitni til að brjótast inn á breskan sjónvarpsmarkað en breska ríkisútvarpið BBC hefur löngum verið ráðandi aðili. Kirby tileinkaði verðlaunin Margréti prinsessu. „Mér líður eins og heppnustu manneskju í heimi að fá að túlka manneskju sem er svona litrík, björt, hugrökk og sterk. Þetta er fyrir Margréti, hvar sem hún er,“ segir Kirby.Vanessa Kirby nýtti tækifærið og vottaði mótleikkonu sinni, Claire Foy, virðingu sína.vísir/afpKirby greip jafnframt tækifærið og þakkaði meðleikkonu sinni, Claire Foy, sem fer með hlutverk Elísabetar Bretlandsdottningar í þáttunum. „Hún er besta systirin, fyrir utan alvöru systur mína,“ sagði Kirby og skellti upp úr en Margrét var yngri systir Elísabetar. Margrét lést árið 2002. Í samtali við Telegraph segir Jane Lush, stjórnarformaður Bafta-verðlaunanna að með sigrinum og tilnefningum Netflix til handa felist viðurkenning um að tímarnir séu að breytast. „Áhorfsvenjur fólks eru að breytast,“ segir Lush sem sem segir að verðlaunahátíðin endurspegli þessa breytingu sem hefur orðið í samfélaginu.Dramaþáttaröð: Sigurvegari: Peaky Blinders Þáttaraðir sem voru tilnefndar: Line of Duty, The Crown, The End og the F***ing World.Alþjóðlegar þáttaraðir:Sigurvegari: The Handmaid‘s Tale Þáttaraðir sem voru tilnefndar: Big Little Lies, Feud: Bette and Joan og The Vietnam War.Leikari í aðalhlutverki: Sigurvegari: Sean Bean, Broken Tilnefndir: Jack Rowan - Born to Kill, Joe Cole – „Hang the DJ“ (Black Mirror), og Tim Bigott-Smith - King Charles III.Aðalleikkona: Sigurvegari: Molly Windsor, Three Girls Tilnefndar: Claire Foy – The Crown, Sindead Keenan – Little Boy Blue og Thandie Newton – Line of Duty.Leikari í aukahlutverki: Sigurvegari: Brian F. O‘Byrne, Little Boy Blue Tilnefndir: Adrian Dunbar – Line of Duty, Anupam Kher – The Boy with the Topknot og Jimmy Simpson „USS Callister“ (Black Mirror).Leikkona í aukahlutverki: Sigurvegari: Vanessa Kirby, The Crown Tilnefndar: Anna Friel – Broken, Julie Hesmondhalgh – Broadchurch og Liv Hill – Three Girls.Vanessa Kirby has won supporting actress #BAFTA2018 pic.twitter.com/26qXv4aRAi— Upload TV (@upload_tv) May 13, 2018 BAFTA Tengdar fréttir Maður stunginn fyrir utan Konunglega þjóðleikhúsið í Lundúnum Verðlaunahátíðin Bafta er í gangi í námunda við vettvang árásarinnar. 13. maí 2018 19:46 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Vanessa Kirby, sem fer með hlutverk hinnar líflegu Margrétar prinsessu í þáttunum The Crown, var valin besta leikkonan í aukahlutverki á sjónvarpsverðlaunahátíðinni Bafta sem fór fram í kvöld í Royal Festival Hall. Með þeim heiðri sem Kirby hlotnaðist í kvöld er streymisveitan Netflix loksins komin á kortið og orðin viðurkennd hjá bresku sjónvarpsakademíunni sem hluti af ráðandi sjónvarpsmenningu í Bretlandi og ekki lengur á jaðrinum. Segja má að viðurkenningin hafi markað þáttaskil í sögu bandarísku streymisveitunnar því Netflix varði hundrað milljón pundum í framleiðsluna á The Crown í sinni viðleitni til að brjótast inn á breskan sjónvarpsmarkað en breska ríkisútvarpið BBC hefur löngum verið ráðandi aðili. Kirby tileinkaði verðlaunin Margréti prinsessu. „Mér líður eins og heppnustu manneskju í heimi að fá að túlka manneskju sem er svona litrík, björt, hugrökk og sterk. Þetta er fyrir Margréti, hvar sem hún er,“ segir Kirby.Vanessa Kirby nýtti tækifærið og vottaði mótleikkonu sinni, Claire Foy, virðingu sína.vísir/afpKirby greip jafnframt tækifærið og þakkaði meðleikkonu sinni, Claire Foy, sem fer með hlutverk Elísabetar Bretlandsdottningar í þáttunum. „Hún er besta systirin, fyrir utan alvöru systur mína,“ sagði Kirby og skellti upp úr en Margrét var yngri systir Elísabetar. Margrét lést árið 2002. Í samtali við Telegraph segir Jane Lush, stjórnarformaður Bafta-verðlaunanna að með sigrinum og tilnefningum Netflix til handa felist viðurkenning um að tímarnir séu að breytast. „Áhorfsvenjur fólks eru að breytast,“ segir Lush sem sem segir að verðlaunahátíðin endurspegli þessa breytingu sem hefur orðið í samfélaginu.Dramaþáttaröð: Sigurvegari: Peaky Blinders Þáttaraðir sem voru tilnefndar: Line of Duty, The Crown, The End og the F***ing World.Alþjóðlegar þáttaraðir:Sigurvegari: The Handmaid‘s Tale Þáttaraðir sem voru tilnefndar: Big Little Lies, Feud: Bette and Joan og The Vietnam War.Leikari í aðalhlutverki: Sigurvegari: Sean Bean, Broken Tilnefndir: Jack Rowan - Born to Kill, Joe Cole – „Hang the DJ“ (Black Mirror), og Tim Bigott-Smith - King Charles III.Aðalleikkona: Sigurvegari: Molly Windsor, Three Girls Tilnefndar: Claire Foy – The Crown, Sindead Keenan – Little Boy Blue og Thandie Newton – Line of Duty.Leikari í aukahlutverki: Sigurvegari: Brian F. O‘Byrne, Little Boy Blue Tilnefndir: Adrian Dunbar – Line of Duty, Anupam Kher – The Boy with the Topknot og Jimmy Simpson „USS Callister“ (Black Mirror).Leikkona í aukahlutverki: Sigurvegari: Vanessa Kirby, The Crown Tilnefndar: Anna Friel – Broken, Julie Hesmondhalgh – Broadchurch og Liv Hill – Three Girls.Vanessa Kirby has won supporting actress #BAFTA2018 pic.twitter.com/26qXv4aRAi— Upload TV (@upload_tv) May 13, 2018
BAFTA Tengdar fréttir Maður stunginn fyrir utan Konunglega þjóðleikhúsið í Lundúnum Verðlaunahátíðin Bafta er í gangi í námunda við vettvang árásarinnar. 13. maí 2018 19:46 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Maður stunginn fyrir utan Konunglega þjóðleikhúsið í Lundúnum Verðlaunahátíðin Bafta er í gangi í námunda við vettvang árásarinnar. 13. maí 2018 19:46