Söngvakeppir Guðmundur Brynjólfsson skrifar 14. maí 2018 07:00 Þegar til stóð að senda mig í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir nokkrum árum strandaði það á því lítilræði að ekki fannst mátulegur kjóll. Það var samdóma álit þeirra sem að komu, að ég væri nógu feitur; með sannkallaða söngvakeppi. Að lagleysi mitt væri hreint afbragð, að sjónleysið á hægra auganu og öll sú sjúkrasaga myndi hala inn mörg stig, hættan á að ég dytti í það og forklúðraði þátttöku landsins væri spennandi, og tannsteinninn sem myndi sjást svo vel í nærmynd gæti bent til banvæns sjúkdóms í vélinda. Sjálfur átti ég heimasmíðuð sólgleraugu sem ég ætlaði að vera með, og dagsdaglega hef ég hring á hverjum fingri svo ekki var það vandamál. Lagið var tilbúið: Blanda af Belgía ´73, Danmörk ´67 og Ísrael ´89 – með millikafla úr Söknuði eftir Jóa Helga. Textinn: Lög um vexti og verðtryggingu 38/2001 – sunginn á 15 tungumálum. Fólk er alltaf svag fyrir því sem er framandi. En ég fór aldrei. Það gerði kjóllinn. Eða, mér var sagt það. Ég held að það hafi verið fyrirsláttur – hér hafi verið á ferðinni bévítans klíka. Fólk vildi halda forkeppni. Mér fannst það óþarfi, enda hafði Heimir Hallgríms þá þegar valið mig – þrátt fyrir tannsteininn. Hann velur jú alltaf rétt. Segja strákarnir. Ég man ekki hver fór þetta árið – í staðinn fyrir mig, eða svo gott sem. En þau fóru með annað lag – og ömurlegan texta. Það var reynt að búa til einhverja stemmingu áður en þau fóru út. Það var allt misheppnað – fólk vissi líka í hjarta sínu að ég var sá rétti, en þorði auðvitað ekkert að nefna það. Hér er svoddan þöggun – og fordómar. En, eftir á að hyggja: Hvar hefði svo sem átt að halda keppnina árið eftir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Sjá meira
Þegar til stóð að senda mig í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir nokkrum árum strandaði það á því lítilræði að ekki fannst mátulegur kjóll. Það var samdóma álit þeirra sem að komu, að ég væri nógu feitur; með sannkallaða söngvakeppi. Að lagleysi mitt væri hreint afbragð, að sjónleysið á hægra auganu og öll sú sjúkrasaga myndi hala inn mörg stig, hættan á að ég dytti í það og forklúðraði þátttöku landsins væri spennandi, og tannsteinninn sem myndi sjást svo vel í nærmynd gæti bent til banvæns sjúkdóms í vélinda. Sjálfur átti ég heimasmíðuð sólgleraugu sem ég ætlaði að vera með, og dagsdaglega hef ég hring á hverjum fingri svo ekki var það vandamál. Lagið var tilbúið: Blanda af Belgía ´73, Danmörk ´67 og Ísrael ´89 – með millikafla úr Söknuði eftir Jóa Helga. Textinn: Lög um vexti og verðtryggingu 38/2001 – sunginn á 15 tungumálum. Fólk er alltaf svag fyrir því sem er framandi. En ég fór aldrei. Það gerði kjóllinn. Eða, mér var sagt það. Ég held að það hafi verið fyrirsláttur – hér hafi verið á ferðinni bévítans klíka. Fólk vildi halda forkeppni. Mér fannst það óþarfi, enda hafði Heimir Hallgríms þá þegar valið mig – þrátt fyrir tannsteininn. Hann velur jú alltaf rétt. Segja strákarnir. Ég man ekki hver fór þetta árið – í staðinn fyrir mig, eða svo gott sem. En þau fóru með annað lag – og ömurlegan texta. Það var reynt að búa til einhverja stemmingu áður en þau fóru út. Það var allt misheppnað – fólk vissi líka í hjarta sínu að ég var sá rétti, en þorði auðvitað ekkert að nefna það. Hér er svoddan þöggun – og fordómar. En, eftir á að hyggja: Hvar hefði svo sem átt að halda keppnina árið eftir?
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar