Sjarmi við sjávarplássið Hildur Björnsdóttir skrifar 15. maí 2018 07:00 Ljúfsár lykt af sjávarfangi vekur minningar. Dægradvöl við dorgveiði á sólríkum degi. Skip koma að höfn til hvíldar. Börn bralla við bryggju í brælu. Lifandi tengsl fólks við haf og höfn. Æskuminningar úr sjávarplássinu Hafnarfirði. Búsetukostir og hafnarstarfsemi fóru laglega saman. Gamla höfnin í Reykjavík hefur tekið breytingum. Umsvif útgerðar á hafnarsvæðinu hafa minnkað. Hafnsækin starfsemi þarf nú minna landrými en áður. Ásókn rekstraraðila í húsnæði sem áður hýsti sjávarútveg hefur aukist. Þar finnst nú blómleg verslun og þjónusta. Örfirisey er lifandi – en þar býr ekkert fólk. Það er skortur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Skorturinn er viðvarandi og endurspeglast í mikilli verðhækkun íbúða. Fjölga þarf hagstæðum búsetukostum vestarlega þar sem eftirspurn er mikil. Tryggja þarf fleiri búsetumöguleika í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar. Tugþúsunda íbúðaþörf næstu ára verður ekki að fullu svarað á þéttingarreitum í miðborg og nágrenni. Það þarf ný svæði og nýjar hugmyndir. Örfirisey er að mestu byggð á landfyllingum – svæðið mætti stækka enn frekar. Með þeim hætti hafa ýmis hverfi höfuðborgarsvæðisins risið. Framkvæmdin er einföld á grunnsævi, fyllingarefni úr húsagrunnum ódýrt og uppdæling af sjávarbotni auðveld. Fjárfestingin er góð enda eignast borgin verðmætt land. Sjálfstæðisflokkurinn sér möguleika á 4.000 íbúða lágreistri byggð með áherslu á spennandi lausnir fyrir ungt fólk. Hagstæðar lóðaúthlutanir til byggingar hagkvæmra búsetueininga. Allt yrði þetta viðfangsefni vandaðrar skipulagsvinnu. Sjálfstæðisflokkurinn vill reisa bíllausa byggð – mannvæna byggð í sátt við útgerð og fiskvinnslu. Vistvæna og græna byggð sem ekki þrengir að hafnsækinni starfsemi. Byggð sem stendur vörð um gömlu höfnina og mikilvægi hennar fyrir atvinnulíf og sögu borgarinnar. Byggð sem blandar saman búsetukostum og borgarstarfsemi – samspil sjávar og mannlífs – sjálfbæra og lifandi Örfirisey. Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi og val – fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Frelsið til að velja samgöngukosti og fjölbreytta búsetukosti. Frelsið til að velja bíllausa byggð – til kaupa á fasteign, án kaupa á bílastæði. Val um hagkvæmar búsetueiningar. Val um að eignast heimili. Sáldrandi sjarma við sjávarplássið og lifandi byggð við sjávarsíðuna.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ljúfsár lykt af sjávarfangi vekur minningar. Dægradvöl við dorgveiði á sólríkum degi. Skip koma að höfn til hvíldar. Börn bralla við bryggju í brælu. Lifandi tengsl fólks við haf og höfn. Æskuminningar úr sjávarplássinu Hafnarfirði. Búsetukostir og hafnarstarfsemi fóru laglega saman. Gamla höfnin í Reykjavík hefur tekið breytingum. Umsvif útgerðar á hafnarsvæðinu hafa minnkað. Hafnsækin starfsemi þarf nú minna landrými en áður. Ásókn rekstraraðila í húsnæði sem áður hýsti sjávarútveg hefur aukist. Þar finnst nú blómleg verslun og þjónusta. Örfirisey er lifandi – en þar býr ekkert fólk. Það er skortur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Skorturinn er viðvarandi og endurspeglast í mikilli verðhækkun íbúða. Fjölga þarf hagstæðum búsetukostum vestarlega þar sem eftirspurn er mikil. Tryggja þarf fleiri búsetumöguleika í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar. Tugþúsunda íbúðaþörf næstu ára verður ekki að fullu svarað á þéttingarreitum í miðborg og nágrenni. Það þarf ný svæði og nýjar hugmyndir. Örfirisey er að mestu byggð á landfyllingum – svæðið mætti stækka enn frekar. Með þeim hætti hafa ýmis hverfi höfuðborgarsvæðisins risið. Framkvæmdin er einföld á grunnsævi, fyllingarefni úr húsagrunnum ódýrt og uppdæling af sjávarbotni auðveld. Fjárfestingin er góð enda eignast borgin verðmætt land. Sjálfstæðisflokkurinn sér möguleika á 4.000 íbúða lágreistri byggð með áherslu á spennandi lausnir fyrir ungt fólk. Hagstæðar lóðaúthlutanir til byggingar hagkvæmra búsetueininga. Allt yrði þetta viðfangsefni vandaðrar skipulagsvinnu. Sjálfstæðisflokkurinn vill reisa bíllausa byggð – mannvæna byggð í sátt við útgerð og fiskvinnslu. Vistvæna og græna byggð sem ekki þrengir að hafnsækinni starfsemi. Byggð sem stendur vörð um gömlu höfnina og mikilvægi hennar fyrir atvinnulíf og sögu borgarinnar. Byggð sem blandar saman búsetukostum og borgarstarfsemi – samspil sjávar og mannlífs – sjálfbæra og lifandi Örfirisey. Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi og val – fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Frelsið til að velja samgöngukosti og fjölbreytta búsetukosti. Frelsið til að velja bíllausa byggð – til kaupa á fasteign, án kaupa á bílastæði. Val um hagkvæmar búsetueiningar. Val um að eignast heimili. Sáldrandi sjarma við sjávarplássið og lifandi byggð við sjávarsíðuna.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar