Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 13:22 Gagnrýnendur Trump-stjórnarinnar saka hana um að sitja á mikilvægum rannsóknarniðurstöðum af pólitískum ástæðum. Vísir/AFP Umhverfisstofnun Bandaríkjanna og ríkisstjórn Donalds Trump forseta lögðust gegn því að vísindarannsókn á vatnsmengun yrði birt opinberlega vegna þess að hversu vandræðalegar niðurstöðurnar yrðu fyrir stjórnina. Rannsóknin hefur enn ekki verið birt opinberlega. Skrifstofa eiturefna og sjúkdómaskráningar heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna (ATSDR) hugðist birta niðurstöður nýrrar rannsóknar á eiturefnum sem hafa fundist í vatnsbólum nærri herstöðvum og efnaverksmiðjum í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Samkvæmt þeim eru efnin skaðleg heilsu manna í mun lægri styrk en Umhverfisstofnunin hefur áður talið öruggan.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið og Umhverfisstofnunin (EPA) hafi reynt að koma í veg fyrir að niðurstöðurnar yrðu birtar opinberlega. Það vitnar til tölvupósta á milli starfsmanna Hvíta hússins og EPA þar sem þeir lýsa ótta við viðbrögð almennings, þingmanna og fjölmiðla við niðurstöðum rannsóknarinnar. „Áhrifin á EPA og [varnarmálaráðuneytið] verða gríðarlega sársaukafull. Við virðumst ekki geta komið ATSDR í skilning um þá mögulegu almannatengslamartröð sem þetta verður,“ skrifaði einn starfsmaður Hvíta hússins í janúar.Hagsmunaaðilum raðað í embætti og ráð Rannsóknin hefur enn ekki verið birt, rúmum þremur mánuðum síðar. ATSDR segir Politico að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvenær rannsóknin verður birt og óskað verður eftir athugasemdum almennings. Tveir þingmenn demókrata úr ríkjum þar sem vatnsmengunarinnar hefur orðið vart fordæma framferði ríkisstjórnar Trump. Þeir krefjast þess að niðurstöðurnar verði birtar nú þegar. „Fjölskyldur sem hafa orðið fyrir nýjum mengandi efnum í drykkjavatni sínu eiga rétt á að vita um heilsufarsafleiðingarnar og að halda slíkum upplýsingum frá almenningi ógnar öryggi, heilsu og þrótti samfélag um allt land,“ segir Maggie Hassan, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Hampshire. Scott Pruitt, forstjóri EPA, hefur verið gagnrýndur fyrir að raða fulltrúum iðnaðarfyrirtækja og annarra hagsmunaaðila í embætti og ráð á vegum stofnunarinnar frá því að hann tók við henni í fyrra. Þannig hefur Pruitt skipt út fulltrúum í ýmsum vísindamannaráðum EPA og sett inn fleiri fulltrúa iðnaðar. Þá ákvað hann nýlega að EPA myndi héðan í frá ekki taka tillit til ákveðinna tegunda vísindarannsókna þar sem ekki er hægt að birta öll gögn opinberlega. Það útilokar að stofnunin byggi ákvarðanir sínar á lýðheilsurannsóknum um áhrif mengunar á heilsu fólks vegna þess að þær grundvallast oft á sjúkraskrám sjúklinga sem ekki má birta opinberlega vegna persónuverndarsjónarmiða. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna og ríkisstjórn Donalds Trump forseta lögðust gegn því að vísindarannsókn á vatnsmengun yrði birt opinberlega vegna þess að hversu vandræðalegar niðurstöðurnar yrðu fyrir stjórnina. Rannsóknin hefur enn ekki verið birt opinberlega. Skrifstofa eiturefna og sjúkdómaskráningar heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna (ATSDR) hugðist birta niðurstöður nýrrar rannsóknar á eiturefnum sem hafa fundist í vatnsbólum nærri herstöðvum og efnaverksmiðjum í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Samkvæmt þeim eru efnin skaðleg heilsu manna í mun lægri styrk en Umhverfisstofnunin hefur áður talið öruggan.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið og Umhverfisstofnunin (EPA) hafi reynt að koma í veg fyrir að niðurstöðurnar yrðu birtar opinberlega. Það vitnar til tölvupósta á milli starfsmanna Hvíta hússins og EPA þar sem þeir lýsa ótta við viðbrögð almennings, þingmanna og fjölmiðla við niðurstöðum rannsóknarinnar. „Áhrifin á EPA og [varnarmálaráðuneytið] verða gríðarlega sársaukafull. Við virðumst ekki geta komið ATSDR í skilning um þá mögulegu almannatengslamartröð sem þetta verður,“ skrifaði einn starfsmaður Hvíta hússins í janúar.Hagsmunaaðilum raðað í embætti og ráð Rannsóknin hefur enn ekki verið birt, rúmum þremur mánuðum síðar. ATSDR segir Politico að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvenær rannsóknin verður birt og óskað verður eftir athugasemdum almennings. Tveir þingmenn demókrata úr ríkjum þar sem vatnsmengunarinnar hefur orðið vart fordæma framferði ríkisstjórnar Trump. Þeir krefjast þess að niðurstöðurnar verði birtar nú þegar. „Fjölskyldur sem hafa orðið fyrir nýjum mengandi efnum í drykkjavatni sínu eiga rétt á að vita um heilsufarsafleiðingarnar og að halda slíkum upplýsingum frá almenningi ógnar öryggi, heilsu og þrótti samfélag um allt land,“ segir Maggie Hassan, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Hampshire. Scott Pruitt, forstjóri EPA, hefur verið gagnrýndur fyrir að raða fulltrúum iðnaðarfyrirtækja og annarra hagsmunaaðila í embætti og ráð á vegum stofnunarinnar frá því að hann tók við henni í fyrra. Þannig hefur Pruitt skipt út fulltrúum í ýmsum vísindamannaráðum EPA og sett inn fleiri fulltrúa iðnaðar. Þá ákvað hann nýlega að EPA myndi héðan í frá ekki taka tillit til ákveðinna tegunda vísindarannsókna þar sem ekki er hægt að birta öll gögn opinberlega. Það útilokar að stofnunin byggi ákvarðanir sínar á lýðheilsurannsóknum um áhrif mengunar á heilsu fólks vegna þess að þær grundvallast oft á sjúkraskrám sjúklinga sem ekki má birta opinberlega vegna persónuverndarsjónarmiða.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00
Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28
Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46