Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. maí 2018 23:45 Najib Razak tapaði óvænt í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. Vísir/Getty Lögregla gerði húsleit í í dag á heimili Najib Razak, fyrrum forsætisráðherra Malasíu. Najib tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. Mahathir Mohamad núverandi forsætisráðherra Malasíu sagði strax að hann væri að íhuga að opna aftur rannsóknina á meintri spillingu Najib. Eftir að úrslitin voru ljós sagði Mahathir að hann væri ekki að leita eftir hefndum heldur vildi hann hans koma á lögum og reglum í landinu á ný. Samkvæmt frétt BBC sást fjöldi lögreglubíla fyrir utan heimili fyrrum forsætisráðherrans í dag. Almenningur og fjölmiðlar voru einnig fyrir utan og fylgdust með aðgerðum lögreglu. Lögregluyfirvöld hafa staðfest húsleitina en vildu ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Najib neitar sök en var settur í farbann fram yfir helgi. Hann hafði ætlað úr landi með eiginkonu sinni á laugardag. Ásakanir um spillingu hafa lengi fylgt Najib, þá sérstaklega tengt sjóð sem hann stofnaði á meðan hann var enn í embætti. Mahathir var eitt sinn meðlimur í Barisan Nasional-bandalaginu en sagði sig úr því árið 2016 eftir að Najib var sakaður um að hafa stungið 700 milljónum dollara í vasann úr einum af fjárfestingarsjóðum ríkisins. Najib neitaði öllum ásökunum og var hreinsaður af þeim af malasískum yfirvöldum.Sakaður um að þagga málið niður Mahathir Mohamad, sem er 92 ára gamall og fyrrum forsætisráðherra, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í Malasíu þann 9. Maí. Mahathir myndaði bandalag gegn ríkisstjórn landsins. Með bandalaginu náði hann að að sigra Barisan Nasional-bandalagið sem hefur verið við völd í Malasíu í meira en 60 ár, eða allt frá því að landið fékk sjálfstæði frá Bretlandi. Mahatir ætlar að láta af embætti fyrir árið 2020 og er líklegt að fyrrum lærisveinn hans, Anwar Ibrahim, muni þá taka við en honum var nýlega sleppt úr fangelsi eftir að Mahathir, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar. Mál Najib er enn til rannsóknar í öðrum löndum og hefur Najib verið sakaður um að þagga málið niður í Malasíu með því að reka tiltekna embættismenn. Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Lögregla gerði húsleit í í dag á heimili Najib Razak, fyrrum forsætisráðherra Malasíu. Najib tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. Mahathir Mohamad núverandi forsætisráðherra Malasíu sagði strax að hann væri að íhuga að opna aftur rannsóknina á meintri spillingu Najib. Eftir að úrslitin voru ljós sagði Mahathir að hann væri ekki að leita eftir hefndum heldur vildi hann hans koma á lögum og reglum í landinu á ný. Samkvæmt frétt BBC sást fjöldi lögreglubíla fyrir utan heimili fyrrum forsætisráðherrans í dag. Almenningur og fjölmiðlar voru einnig fyrir utan og fylgdust með aðgerðum lögreglu. Lögregluyfirvöld hafa staðfest húsleitina en vildu ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Najib neitar sök en var settur í farbann fram yfir helgi. Hann hafði ætlað úr landi með eiginkonu sinni á laugardag. Ásakanir um spillingu hafa lengi fylgt Najib, þá sérstaklega tengt sjóð sem hann stofnaði á meðan hann var enn í embætti. Mahathir var eitt sinn meðlimur í Barisan Nasional-bandalaginu en sagði sig úr því árið 2016 eftir að Najib var sakaður um að hafa stungið 700 milljónum dollara í vasann úr einum af fjárfestingarsjóðum ríkisins. Najib neitaði öllum ásökunum og var hreinsaður af þeim af malasískum yfirvöldum.Sakaður um að þagga málið niður Mahathir Mohamad, sem er 92 ára gamall og fyrrum forsætisráðherra, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í Malasíu þann 9. Maí. Mahathir myndaði bandalag gegn ríkisstjórn landsins. Með bandalaginu náði hann að að sigra Barisan Nasional-bandalagið sem hefur verið við völd í Malasíu í meira en 60 ár, eða allt frá því að landið fékk sjálfstæði frá Bretlandi. Mahatir ætlar að láta af embætti fyrir árið 2020 og er líklegt að fyrrum lærisveinn hans, Anwar Ibrahim, muni þá taka við en honum var nýlega sleppt úr fangelsi eftir að Mahathir, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar. Mál Najib er enn til rannsóknar í öðrum löndum og hefur Najib verið sakaður um að þagga málið niður í Malasíu með því að reka tiltekna embættismenn.
Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56
Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05
Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40