Þriðja ofbeldishótunin á undanförnum vikum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. maí 2018 07:00 Helgi Gunnlaugsson er sérfræðingur í afbrotafræðum. VÍSIR/VILHELM Nokkur tilvik ofbeldishótana grunnskólabarna hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum vikum. Í síðustu viku tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meinta skotárásarhótun barns í Salaskóla í Kópavogi til rannsóknar og mun það vera þriðja ofbeldishótun gagnvart nemendum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum vikum en samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins munu tilvikin vera allnokkur á undanförnum tveimur mánuðum. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um þessi tilvik og heimildir Fréttablaðsins herma að ótti við hermiáhrif ráði því að ekki hafi verið tilkynnt um tilvikin opinberlega utan þessa eina tilviks sem tilkynnt var um í síðustu viku. Heimildir blaðsins herma að umræddar hótanir í hafi verið settar fram á samfélagsmiðlum en séu misalvarlegar. Í þeirri tilkynningu segir að rannsókn lögreglu hafi verið unnin í samstarfi við foreldra viðkomandi barns, barnaverndaryfirvöld og skólastjórnendur viðkomandi skóla. Málið sé í farvegi hjá barnaverndaryfirvöldum. „Það er full ástæða til að taka svona hótanir alvarlega,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Hann segir hermiáhrifin þekkt fyrirbrigði sem dregið hafi verið fram í rannsóknum erlendis. Börn séu viðkvæmur hópur og áhrifagjarnari en aðrir. Þá geri greitt aðgengi að samfélagsmiðlum einnig að verkum að mjög auðvelt sé að varpa alvarlegum hótunum fram. Helgi segir að þótt ekki sé endilega gott að þagga umræðu um mál af þessum toga niður sé mikilvægt að fara varlega í opinberri umræðu um þessi mál bæði vegna hermiáhrifanna og til að forðast uppnám meðal nemenda, foreldra og starfsfólks skóla. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Nokkur tilvik ofbeldishótana grunnskólabarna hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum vikum. Í síðustu viku tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meinta skotárásarhótun barns í Salaskóla í Kópavogi til rannsóknar og mun það vera þriðja ofbeldishótun gagnvart nemendum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum vikum en samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins munu tilvikin vera allnokkur á undanförnum tveimur mánuðum. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um þessi tilvik og heimildir Fréttablaðsins herma að ótti við hermiáhrif ráði því að ekki hafi verið tilkynnt um tilvikin opinberlega utan þessa eina tilviks sem tilkynnt var um í síðustu viku. Heimildir blaðsins herma að umræddar hótanir í hafi verið settar fram á samfélagsmiðlum en séu misalvarlegar. Í þeirri tilkynningu segir að rannsókn lögreglu hafi verið unnin í samstarfi við foreldra viðkomandi barns, barnaverndaryfirvöld og skólastjórnendur viðkomandi skóla. Málið sé í farvegi hjá barnaverndaryfirvöldum. „Það er full ástæða til að taka svona hótanir alvarlega,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Hann segir hermiáhrifin þekkt fyrirbrigði sem dregið hafi verið fram í rannsóknum erlendis. Börn séu viðkvæmur hópur og áhrifagjarnari en aðrir. Þá geri greitt aðgengi að samfélagsmiðlum einnig að verkum að mjög auðvelt sé að varpa alvarlegum hótunum fram. Helgi segir að þótt ekki sé endilega gott að þagga umræðu um mál af þessum toga niður sé mikilvægt að fara varlega í opinberri umræðu um þessi mál bæði vegna hermiáhrifanna og til að forðast uppnám meðal nemenda, foreldra og starfsfólks skóla.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira