Ólafía líklega úr leik eftir slæman lokasprett Ísak Jasonarson skrifar 18. maí 2018 17:45 Ólafía Þórunn missteig sig á síðustu tveimur holunum í dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á Kingsmill Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Þrátt fyrir fína spilamennsku er Ólafía að öllum líkindum úr leik en hún þarf að treysta á aðra kylfinga til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafía var fyrir daginn á pari vallarins og var ljóst að hún þyrfti að leika vel í dag til þess að komast áfram en niðurskurðarlínan var -1 áður en hún hóf leik á öðrum hringnum. Í dag lék hún svo frábært golf framan af hring og var á 3 höggum undir pari eftir 16 holur og í 27. sæti. Hún missteig sig svo á síðustu tveimur holunum, fékk tvöfaldan skolla á 17. holu og skolla á 18. holu og því endaði hún daginn á parinu. Eins og staðan er núna er Ólafía jöfn í 75. sæti á parinu í heildina og þarf því að treysta á að aðrir kylfingar misstígi sig til þess að komast áfram. Niðurskurðurinn miðast við þá kylfinga sem eru á höggi undir pari og komast um 70 kylfingar áfram. Þó getur mikið breyst því fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á öðrum hringnum.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á Kingsmill Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Þrátt fyrir fína spilamennsku er Ólafía að öllum líkindum úr leik en hún þarf að treysta á aðra kylfinga til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafía var fyrir daginn á pari vallarins og var ljóst að hún þyrfti að leika vel í dag til þess að komast áfram en niðurskurðarlínan var -1 áður en hún hóf leik á öðrum hringnum. Í dag lék hún svo frábært golf framan af hring og var á 3 höggum undir pari eftir 16 holur og í 27. sæti. Hún missteig sig svo á síðustu tveimur holunum, fékk tvöfaldan skolla á 17. holu og skolla á 18. holu og því endaði hún daginn á parinu. Eins og staðan er núna er Ólafía jöfn í 75. sæti á parinu í heildina og þarf því að treysta á að aðrir kylfingar misstígi sig til þess að komast áfram. Niðurskurðurinn miðast við þá kylfinga sem eru á höggi undir pari og komast um 70 kylfingar áfram. Þó getur mikið breyst því fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á öðrum hringnum.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira