Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 0-0 │Markalaust í Eyjum Einar Kristinn Kárason skrifar 21. maí 2018 19:30 Steven Lennon í leik með FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. vísir/stefán Lið ÍBV og FH voru á sitthvorri hæð töflunnar þegar þau mættust í dag á Hásteinsvelli. FH sátu í 2.sæti deildarinnar með 9 stig á meðan Eyjamenn voru neðstir með 1 stig úr 4 leikjum. Kristján Guðmundsson gerði breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Fylki í síðustu umferð. Halldór Páll Geirsson kom í markið fyrir Derby Carillo. Dagur Austmann, Shahab Tahedi, Ágúst Leó Björnsson og Devon Már Griffin duttu einnig úr fyrstu ellefu en inn komu Alfreð Már Hjaltalín, Guy Gnabouyou og Atli Arnarson ásamt Jonathan Franks sem kom á lokadegi félagaskiptagluggans. Frumraun hans í Pepsi deildinni. Ólafur Kristjánsson stillti upp óbreyttu liði frá sigrinum gegn KA, sem þýddi að Kristinn Steindórsson og Geoffrey Castillion sátu enn á bekknum. Leikurinn fór fjörlega af stað og sóttu gestirnir nánast látlaust fyrstu mínúturnar þar sem Halldór Páll varði frá Steven Lennon, Felix Örn Friðriksson bjargaði á línu frá Jónatani Inga Jónssyni sem átti svo stangarskot stuttu síðar. Eftir stundarfjórðung náðu Eyjamenn að rétta úr sér og koma sér inn í leikinn og skapa marktækifæri þar sem Gunnar Nielsen þurfti að verja frá Guy. Við tók kafli þar sem liðin skiptust á að sækja, þó án þess að skapa alvöru færi. Brandur Olsen komst nálægast því að setja mark á töfluna þegar hann komst í gegnum vörn ÍBV en lyfti boltanum yfir bæði Halldór Pál og markið. Síðari hálfleikurinn var gífurlega jafn en Eyjamenn spiluðu þétta 5 manna vörn með hjálp frá Sindra Snæ Magnússyni og Atla Arnarssyni og gerðu FH erfitt fyrir. Þegar ÍBV unnu boltann var honum rakleiðis komið á Kaj Leo í Bartalsstovu sem var áberandi hættulegastur Eyjamanna. Gestirnir voru eilítið líklegri til að skora en Sigurður Arnar Magnússon bjargaði klárlega marki þegar Brandur fékk skotfæri inni í teig eftir fyrirgjöf Viðars Ara Jónssonar frá hægri. Geoffrey Castillion, sem kom inn sem varamaður, átti einnig hörkutilraun úr vítateig sem Halldór Páll varði vel. Þegar um 10 mínútur lifðu leiks vildi Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, fá vítaspyrnu en góður dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, dæmdi ekkert. Lítið marktækt gerðist eftir það og gengu bæði lið af velli með eitt stig í pokanum. Ólafur Kristjánsson: Það er þín skoðunÓlafur Kristjánsson.vísir/skjáskot„Ég hefði viljað fá þrjú stig í þessum leik og mér fannst spilamennskan og þau færi sem við sköpum, sérstaklega fyrsta korterið, þau færi voru það góð að ég hefði viljað sjá eitthvað af þeim fara í markið," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH eftir leik. „Svo í síðari hálfleik eigum við færi. Brandur (á skot) sem þeir verja á línu eða inni í markteig og svo átti Guðmundur Kristjánsson að fá víti frá okkar sjónarhorni." Geoffrey Castillion hefur verið mikið í umræðunni. Hann byrjaði á bekknum í dag. „Það er þín skoðun," sagði Ólafur þegar blaðamaður taldi Castillion ekki vera að finna sig. „Hann fannst mér koma alveg ágætlega inn í þennan leik. Vörnin hjá ÍBV var mjög þétt. Hann á eitt mjög gott skot sem að markmaðurinn ver vel og er að reyna. Ef hann hefði sett það inn þá hefði hefði afleiðingin verið sú að hann hefði skorað og allir mjög kátir en ég ákvað að byrja með annan inni í dag eins og í síðasta leik. Castillion er ennþá okkar senter og æfir vel og veit alveg af því að hann hefði getað byrjað betur en það er okkar að fá hann á brautina aftur." Egill Darri Makan og Jónatan Ingi Jónsson héldu sætum sínum í liði FH í dag og var Ólafur býsna ánægður með frammistöðu þeirra. „Svona til að það verði ekki allt vitlaust þá kom Egill Darri til okkar frá Breiðabliki en þeir eru tveir ungir sem stóðu sig vel aftur í dag og ánægjulegt þegar þeir koma svona inn, ungir og ferskir og skila góðri vinnu." Kristján Guðmundsson: Spilamennskan í dag er eitthvað til að byggja ofan áKristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV.vísir/eyþór„Miðað við tölfræðina úr leiknum og hvernig hann spilaðist getum við ekki verið annað en ánægðir með að taka stig," sagði Kristján Guðmundsson eftir leik. „Leikurinn bauð upp á það að það væri eitt stig en auðvitað vill maður vera liðið sem stelur sigrinum með einu marki, það er ekki það." Halldór Páll Geirsson var einn af þeim sem kom inn í liðið fyrir leikinn í dag. „Við erum mjög ánægðir með Halldór Pál. Hann greip tækifærið þegar hann fékk það. Ég ákvað að hafa Derby í liðinu í byrjun móts og lagði ákveðin rök fyrir því fyrir hann og svo önnur rök fyrir Halldór og Derby stóð ekki alveg undir þeim rökum sem ég ræddi við hann fyrir mótið. Þannig að Halldór Páll, hann varð að fá sjénsinn og greip hann. Við erum sáttir við hann." „Nei, ég held það sé aðeins of snemmt," sagði Kristján spurður hvort stigasöfnunin væri farið að valda áhyggjum. „Við erum allavegana búnir að taka stigin hérna heima. Við þurfum aðeins að skerpa á okkur og spilamennskan í dag er eitthvað til að byggja ofan á. Við erum sáttir með liðið eins og það leit út. Það leit út eins og lið. Það má segja að við séum enn að leita að okkar bestu ellefu en við hentum aðeins upp liðinu á fimmtudaginn með breytingum og svo fórum við nær byrjunarliðinu í dag. Það voru mismunandi ástæður fyrir breytingunum. Bæði meiðsli, veikindi, og svo hvíla menn. Það er spilað þétt og ég held við eigum eftir að græða á því þegar líður á mótið hversu vel við erum búnir að rúlla mannskapnum." Eyjamenn hafa sýnt fína takta á köflum án þess að safna stigum á töfluna. „Það er alveg rétt metið að við höfum átt fína kafla endrum og sinnum en við þurfum að vera aðeins þéttari fyrir framan markið. Við erum ekki með nægilega góð hlaup fyrir framan markið. Við erum að búa til færin og boltinn er að koma en við þurfum að vera ákveðnari í að setja hann en fyrst og fremst er það bara að setja liðið upp varnarlega þannig að það líti út eins og lið sem fær ekki á sig mark. Við fengum ekki á okkur mark í dag og nú eru það bara næstu skref." Sigurður Arnar: Maður verður að hafa trú á þessuEyjamaðurinn ungi Sigurður Arnar Magnússon átti glimrandi fínan leik í vörn ÍBV í dag og var nokkuð sáttur með stigið. „Fyrirfram vildum við náttúrulega bara vinna en, jú eftir á ætlum við séum ekki bara sáttir. Þetta hefði getað dottið báðu megin." Sigurður er að stíga sín fyrstu skref í deild þeirra bestu en hann spilaði með 4.deildar liði KFS á síðasta ári ásamt því að spila með 2.flokki ÍBV. „Maður verður að hafa trú á þessu. Trúa því að maður geti tekið þessa kalla og átt við þá. Maður er sáttur við að ná loksins þessu hreina laki. Ég er búinn að bíða heldur lengi eftir því. Ég held það sé bara í fyrsta skipti á þessu ári." Stökkið úr 4.deild og upp í þá efstu er langt og strangt samkvæmt Sigurði. „Ég var samt náttúrulega með frábæran þjálfara þarna í 4.deildinni en þetta er klárlega eitthvað sem strákar eiga að gera. Fá mínútur við alvöru karla, fullorðna menn. Þó að gæðin séu ekki eins þá þarftu að eiga við sterkari menn og allskonar týpur í þessum neðri deildum." Pepsi Max-deild karla
Lið ÍBV og FH voru á sitthvorri hæð töflunnar þegar þau mættust í dag á Hásteinsvelli. FH sátu í 2.sæti deildarinnar með 9 stig á meðan Eyjamenn voru neðstir með 1 stig úr 4 leikjum. Kristján Guðmundsson gerði breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Fylki í síðustu umferð. Halldór Páll Geirsson kom í markið fyrir Derby Carillo. Dagur Austmann, Shahab Tahedi, Ágúst Leó Björnsson og Devon Már Griffin duttu einnig úr fyrstu ellefu en inn komu Alfreð Már Hjaltalín, Guy Gnabouyou og Atli Arnarson ásamt Jonathan Franks sem kom á lokadegi félagaskiptagluggans. Frumraun hans í Pepsi deildinni. Ólafur Kristjánsson stillti upp óbreyttu liði frá sigrinum gegn KA, sem þýddi að Kristinn Steindórsson og Geoffrey Castillion sátu enn á bekknum. Leikurinn fór fjörlega af stað og sóttu gestirnir nánast látlaust fyrstu mínúturnar þar sem Halldór Páll varði frá Steven Lennon, Felix Örn Friðriksson bjargaði á línu frá Jónatani Inga Jónssyni sem átti svo stangarskot stuttu síðar. Eftir stundarfjórðung náðu Eyjamenn að rétta úr sér og koma sér inn í leikinn og skapa marktækifæri þar sem Gunnar Nielsen þurfti að verja frá Guy. Við tók kafli þar sem liðin skiptust á að sækja, þó án þess að skapa alvöru færi. Brandur Olsen komst nálægast því að setja mark á töfluna þegar hann komst í gegnum vörn ÍBV en lyfti boltanum yfir bæði Halldór Pál og markið. Síðari hálfleikurinn var gífurlega jafn en Eyjamenn spiluðu þétta 5 manna vörn með hjálp frá Sindra Snæ Magnússyni og Atla Arnarssyni og gerðu FH erfitt fyrir. Þegar ÍBV unnu boltann var honum rakleiðis komið á Kaj Leo í Bartalsstovu sem var áberandi hættulegastur Eyjamanna. Gestirnir voru eilítið líklegri til að skora en Sigurður Arnar Magnússon bjargaði klárlega marki þegar Brandur fékk skotfæri inni í teig eftir fyrirgjöf Viðars Ara Jónssonar frá hægri. Geoffrey Castillion, sem kom inn sem varamaður, átti einnig hörkutilraun úr vítateig sem Halldór Páll varði vel. Þegar um 10 mínútur lifðu leiks vildi Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, fá vítaspyrnu en góður dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, dæmdi ekkert. Lítið marktækt gerðist eftir það og gengu bæði lið af velli með eitt stig í pokanum. Ólafur Kristjánsson: Það er þín skoðunÓlafur Kristjánsson.vísir/skjáskot„Ég hefði viljað fá þrjú stig í þessum leik og mér fannst spilamennskan og þau færi sem við sköpum, sérstaklega fyrsta korterið, þau færi voru það góð að ég hefði viljað sjá eitthvað af þeim fara í markið," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH eftir leik. „Svo í síðari hálfleik eigum við færi. Brandur (á skot) sem þeir verja á línu eða inni í markteig og svo átti Guðmundur Kristjánsson að fá víti frá okkar sjónarhorni." Geoffrey Castillion hefur verið mikið í umræðunni. Hann byrjaði á bekknum í dag. „Það er þín skoðun," sagði Ólafur þegar blaðamaður taldi Castillion ekki vera að finna sig. „Hann fannst mér koma alveg ágætlega inn í þennan leik. Vörnin hjá ÍBV var mjög þétt. Hann á eitt mjög gott skot sem að markmaðurinn ver vel og er að reyna. Ef hann hefði sett það inn þá hefði hefði afleiðingin verið sú að hann hefði skorað og allir mjög kátir en ég ákvað að byrja með annan inni í dag eins og í síðasta leik. Castillion er ennþá okkar senter og æfir vel og veit alveg af því að hann hefði getað byrjað betur en það er okkar að fá hann á brautina aftur." Egill Darri Makan og Jónatan Ingi Jónsson héldu sætum sínum í liði FH í dag og var Ólafur býsna ánægður með frammistöðu þeirra. „Svona til að það verði ekki allt vitlaust þá kom Egill Darri til okkar frá Breiðabliki en þeir eru tveir ungir sem stóðu sig vel aftur í dag og ánægjulegt þegar þeir koma svona inn, ungir og ferskir og skila góðri vinnu." Kristján Guðmundsson: Spilamennskan í dag er eitthvað til að byggja ofan áKristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV.vísir/eyþór„Miðað við tölfræðina úr leiknum og hvernig hann spilaðist getum við ekki verið annað en ánægðir með að taka stig," sagði Kristján Guðmundsson eftir leik. „Leikurinn bauð upp á það að það væri eitt stig en auðvitað vill maður vera liðið sem stelur sigrinum með einu marki, það er ekki það." Halldór Páll Geirsson var einn af þeim sem kom inn í liðið fyrir leikinn í dag. „Við erum mjög ánægðir með Halldór Pál. Hann greip tækifærið þegar hann fékk það. Ég ákvað að hafa Derby í liðinu í byrjun móts og lagði ákveðin rök fyrir því fyrir hann og svo önnur rök fyrir Halldór og Derby stóð ekki alveg undir þeim rökum sem ég ræddi við hann fyrir mótið. Þannig að Halldór Páll, hann varð að fá sjénsinn og greip hann. Við erum sáttir við hann." „Nei, ég held það sé aðeins of snemmt," sagði Kristján spurður hvort stigasöfnunin væri farið að valda áhyggjum. „Við erum allavegana búnir að taka stigin hérna heima. Við þurfum aðeins að skerpa á okkur og spilamennskan í dag er eitthvað til að byggja ofan á. Við erum sáttir með liðið eins og það leit út. Það leit út eins og lið. Það má segja að við séum enn að leita að okkar bestu ellefu en við hentum aðeins upp liðinu á fimmtudaginn með breytingum og svo fórum við nær byrjunarliðinu í dag. Það voru mismunandi ástæður fyrir breytingunum. Bæði meiðsli, veikindi, og svo hvíla menn. Það er spilað þétt og ég held við eigum eftir að græða á því þegar líður á mótið hversu vel við erum búnir að rúlla mannskapnum." Eyjamenn hafa sýnt fína takta á köflum án þess að safna stigum á töfluna. „Það er alveg rétt metið að við höfum átt fína kafla endrum og sinnum en við þurfum að vera aðeins þéttari fyrir framan markið. Við erum ekki með nægilega góð hlaup fyrir framan markið. Við erum að búa til færin og boltinn er að koma en við þurfum að vera ákveðnari í að setja hann en fyrst og fremst er það bara að setja liðið upp varnarlega þannig að það líti út eins og lið sem fær ekki á sig mark. Við fengum ekki á okkur mark í dag og nú eru það bara næstu skref." Sigurður Arnar: Maður verður að hafa trú á þessuEyjamaðurinn ungi Sigurður Arnar Magnússon átti glimrandi fínan leik í vörn ÍBV í dag og var nokkuð sáttur með stigið. „Fyrirfram vildum við náttúrulega bara vinna en, jú eftir á ætlum við séum ekki bara sáttir. Þetta hefði getað dottið báðu megin." Sigurður er að stíga sín fyrstu skref í deild þeirra bestu en hann spilaði með 4.deildar liði KFS á síðasta ári ásamt því að spila með 2.flokki ÍBV. „Maður verður að hafa trú á þessu. Trúa því að maður geti tekið þessa kalla og átt við þá. Maður er sáttur við að ná loksins þessu hreina laki. Ég er búinn að bíða heldur lengi eftir því. Ég held það sé bara í fyrsta skipti á þessu ári." Stökkið úr 4.deild og upp í þá efstu er langt og strangt samkvæmt Sigurði. „Ég var samt náttúrulega með frábæran þjálfara þarna í 4.deildinni en þetta er klárlega eitthvað sem strákar eiga að gera. Fá mínútur við alvöru karla, fullorðna menn. Þó að gæðin séu ekki eins þá þarftu að eiga við sterkari menn og allskonar týpur í þessum neðri deildum."
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti