Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn gleymdust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2018 14:16 Sveinbjörg býður fram fyrir Borgina okkar - Reykjavík. Hún er óháður borgarfulltrúi í dag en var áður í Framsóknarflokknum. Vísir/Egill Aðalsteinsson Lögmaður Borgarinnar okkar Reykjavík vakti athygli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á því í dag að í skoðanakönnun fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fyrir Morgunblaðið vantaði tvo flokka af þeim sextán sem bjóða fram. Verkefnastjóri hjá stofnuninni segir um mannleg mistök að ræða, biðst afsökunar og segir að gripið hafi verið til aðgerða til að leiðreitta könnunina. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, segist hafa fengið veður af því í dag að í könnun Félagsvísindastofnunar um hvaða flokk borgarbúar hygðust kjósa væru aðeins fjórtán valmöguleikar. Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn væru hvergi sjáanleg.Hvert er háskólasamfélagið komið? „Mér finnst þetta vera ábyrgðarhlutverk,“ segir Sveinbjörg Birna. Félagsvísindastofnun hefur unnið kannanir fyrir Morgunblaðið í lengri tíma og ein þeirra stóru kannana sem horft er til í aðdraganda kosninga. Sveinbjörgu finnst ótrúlegt að framboð hafi gleymst. „Grunnskólakrakkar vita meira að segja að það eru fullt af framboðum í gangi,“ segir Sveinbjörg en þetta er í annað skipti sem flokkurinn gleymist að hennar sögn. Í fyrra skiptið hafi könnun Gallup fyrir 5. maí ekki boðið upp á valmöguleikann Borgin okkar Reykjavík en hún hafi haft skilning á því. Framboðsfrestur var ekki runninn út og nýbúið að tilkynna framboðið. „En núna! Það eru átta dagar til kosninga og verið mikil umræða um fjölda framboða,“ segir Sveinbjörg. Þetta skipti miklu máli fyrir flokkana sem rói lífróður í aðdraganda kosninga. „Við vitum hversu skoðanamyndandi kannanir eru,“ segir Sveinbjörg. Hún sé í fyrsta skipti orðin pínu reið. Hún bendir á að föstudagskvöldið 25. maí verði kappræður oddvita í Reykjavík hjá Stöð 2. Þeim sem eiga raunhæfan möguleika á að ná mönnum í borgarstjórn, miðað við nýjustu skoðanakannanir, verður boðið í þáttinn. Hafsteinn Einarsson, verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun, segir mjög leiðinlegt að flokkarnir tveir hafi gleymst. Um mannleg mistök af hans hálfu hafi verið að ræða. Hann hafi afritað spurningu frá því í síðustu könnun sem framkvæmd var áður en Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn tilkynntu framboð sín. Hafsteinn útskýrir að um sé að ræða netkönnun þar sem tölvupóstur sé sendur út. Í póstinum, sem sendur var út í gær, hafi verið fjórtán framboð en auk þess geti notendur skrifað flokkinn sjálfir. Þegar mistökin hafi uppgötvast eftir símtal frá lögmanni Borgarinnar okkar Reykjavík í morgun hafi var brugðist strax við með því að senda nýjan póst út á alla notendur. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Hafseinn. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 16. maí 2018 15:00 Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Segir meirihlutann hafa stundað hentistefnurök við úthlutunina á sínum tíma. Það hafi komið í ljós á dögunum. 14. maí 2018 14:46 Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 17. maí 2018 13:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lögmaður Borgarinnar okkar Reykjavík vakti athygli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á því í dag að í skoðanakönnun fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fyrir Morgunblaðið vantaði tvo flokka af þeim sextán sem bjóða fram. Verkefnastjóri hjá stofnuninni segir um mannleg mistök að ræða, biðst afsökunar og segir að gripið hafi verið til aðgerða til að leiðreitta könnunina. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, segist hafa fengið veður af því í dag að í könnun Félagsvísindastofnunar um hvaða flokk borgarbúar hygðust kjósa væru aðeins fjórtán valmöguleikar. Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn væru hvergi sjáanleg.Hvert er háskólasamfélagið komið? „Mér finnst þetta vera ábyrgðarhlutverk,“ segir Sveinbjörg Birna. Félagsvísindastofnun hefur unnið kannanir fyrir Morgunblaðið í lengri tíma og ein þeirra stóru kannana sem horft er til í aðdraganda kosninga. Sveinbjörgu finnst ótrúlegt að framboð hafi gleymst. „Grunnskólakrakkar vita meira að segja að það eru fullt af framboðum í gangi,“ segir Sveinbjörg en þetta er í annað skipti sem flokkurinn gleymist að hennar sögn. Í fyrra skiptið hafi könnun Gallup fyrir 5. maí ekki boðið upp á valmöguleikann Borgin okkar Reykjavík en hún hafi haft skilning á því. Framboðsfrestur var ekki runninn út og nýbúið að tilkynna framboðið. „En núna! Það eru átta dagar til kosninga og verið mikil umræða um fjölda framboða,“ segir Sveinbjörg. Þetta skipti miklu máli fyrir flokkana sem rói lífróður í aðdraganda kosninga. „Við vitum hversu skoðanamyndandi kannanir eru,“ segir Sveinbjörg. Hún sé í fyrsta skipti orðin pínu reið. Hún bendir á að föstudagskvöldið 25. maí verði kappræður oddvita í Reykjavík hjá Stöð 2. Þeim sem eiga raunhæfan möguleika á að ná mönnum í borgarstjórn, miðað við nýjustu skoðanakannanir, verður boðið í þáttinn. Hafsteinn Einarsson, verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun, segir mjög leiðinlegt að flokkarnir tveir hafi gleymst. Um mannleg mistök af hans hálfu hafi verið að ræða. Hann hafi afritað spurningu frá því í síðustu könnun sem framkvæmd var áður en Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn tilkynntu framboð sín. Hafsteinn útskýrir að um sé að ræða netkönnun þar sem tölvupóstur sé sendur út. Í póstinum, sem sendur var út í gær, hafi verið fjórtán framboð en auk þess geti notendur skrifað flokkinn sjálfir. Þegar mistökin hafi uppgötvast eftir símtal frá lögmanni Borgarinnar okkar Reykjavík í morgun hafi var brugðist strax við með því að senda nýjan póst út á alla notendur. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Hafseinn.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 16. maí 2018 15:00 Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Segir meirihlutann hafa stundað hentistefnurök við úthlutunina á sínum tíma. Það hafi komið í ljós á dögunum. 14. maí 2018 14:46 Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 17. maí 2018 13:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 16. maí 2018 15:00
Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Segir meirihlutann hafa stundað hentistefnurök við úthlutunina á sínum tíma. Það hafi komið í ljós á dögunum. 14. maí 2018 14:46
Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 17. maí 2018 13:00