Harry og Meghan gengin í hjónaband Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2018 11:41 Kossinn sem allir höfðu beðið eftir. Vísir/Getty Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. Athöfnin hófst klukkan 11 að íslenskum tíma í dag og voru hin nýbökuðu hjón gefin saman nokkrum mínútum síðar. Mikil fagnaðarlæti mátti heyra inn í kirkjuna þegar hjónin lofuðust hvort öðru en þau innsigluðu svo hjónabandið með hringum um klukkan 11:40.Sjá einnig: Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónabandHarry og Meghan eru þar með orðin hertogahjónin af Sussex en tillkynnt var um opinbera titla þeirra í morgun.Prince Harry and Ms. Meghan Markle: Titles Announcement #RoyalWedding https://t.co/wyl0J7eW0g— The Royal Family (@RoyalFamily) May 19, 2018 Meghan klæddist glæsilegum brúðarkjól, mikilfenglegu slöri og kórónu við athöfnina í dag. Harry fór að fordæmi bróður síns, Vilhjálms, og klæddist herbúning. Þá sáust glitra tár á hvarmi brúðgumans, og eflaust fjölmargra annarra, við athöfnina.Tveir drengir hjálpuðu Meghan með slörið upp kirkjutröppurnar í morgun.Vísir/GettyBreska konungsfjölskyldan lét sig að vonum ekki vanta í dag en Elísabet Bretadrottning og Filippus prins voru bæði viðstödd brúðkaupið. Þá leiddi Karl Bretaprins Meghan síðasta spölinn upp að altarinu en faðir hennar, Thomas Markle, mætti ekki í brúðkaupið af heilsufarsástæðum. Georg prins og Karlotta, bróðurbörn brúðgumans, voru á meðal tíu barna sem fylgdu brúðinni niður altarið.Faðir Meghan, Thomas Markle, komst ekki í brúðkaupið. Karl Bretaprins, faðir Harrys, leiddi því tilvonandi tengdadóttur sína upp að altarinu.Vísir/GettyErkibiskup Biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum, Michael Curry, ávarpaði brúðhjónin við athöfnina. Ræða hans einkenndist af tali um ást og hann vitnaði mikið í séra Martin Luther King. Þar var líklega um að ræða fyrsta skipti sem talað er um þræla í konunglegu brúðkaupi í Bretlandi. Ljóst er að það skipti miklu máli fyrir brúðhjónin að menning þeirra beggja fengi að njóta sín.Erkibiskupinn Michael Curry.Vísir/AFPFræga fólkið flykktist í brúðkaup Harry og Meghan en á meðal viðstaddra voru tennisstjarnan Serena Williams og eiginmaður hennar Alex Ohanian, stofnandi Reddit, spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey og starfsbróðir hennar James Corden, tónlistarmaðurinn Sir Elton John og leikarinn Idris Elba. Samtals voru 600 gestir viðstaddir athöfnina auk 2640 almennra borgara.Serena Williams og Alex Ohanian er þau mættu í brúðkaupið í morgun.Vísir/AFPAð athöfninni lokinni fara hjónin í hestvagni í gegnum miðbæ Windsor. Að því búnu hefst brúðkaupsveisla í sal heilags Georgs en gestgjafinn er sjálf drottningin. Í kvöld er svo önnur veisla fyrir nánustu ættingja og vini brúðhjónanna en hún fer fram í Frogmore húsinu. Sú veisla verður að öllum líkindum töluvert óformlegri en sú sem drottningin heldur til heiðurs þeim. Hér að neðan má sjá þegar hertogahjónin af Sussex gengu út úr kirkjunni og kysstust í fyrsta sinn sem hjón.Prince Harry and Meghan Markle leave church after marriage ceremony, kiss https://t.co/5UQPv161cJ #royalwedding pic.twitter.com/wiUJO5Gl6K— Reuters Top News (@Reuters) May 19, 2018 Katrín, hertogaynja af Cambridge, leiðir hér barnahópinn upp kirkjutröppurnar.Vísir/AFPHringar brúðhjónanna, sem eru úr smiðju gullsmiðanna Cleave and Company, eru úr velsku gulli.Vísir/GettyVísir fylgdist grannt með stöðu mála í Brúðkaupsvaktinni í dag sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. Athöfnin hófst klukkan 11 að íslenskum tíma í dag og voru hin nýbökuðu hjón gefin saman nokkrum mínútum síðar. Mikil fagnaðarlæti mátti heyra inn í kirkjuna þegar hjónin lofuðust hvort öðru en þau innsigluðu svo hjónabandið með hringum um klukkan 11:40.Sjá einnig: Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónabandHarry og Meghan eru þar með orðin hertogahjónin af Sussex en tillkynnt var um opinbera titla þeirra í morgun.Prince Harry and Ms. Meghan Markle: Titles Announcement #RoyalWedding https://t.co/wyl0J7eW0g— The Royal Family (@RoyalFamily) May 19, 2018 Meghan klæddist glæsilegum brúðarkjól, mikilfenglegu slöri og kórónu við athöfnina í dag. Harry fór að fordæmi bróður síns, Vilhjálms, og klæddist herbúning. Þá sáust glitra tár á hvarmi brúðgumans, og eflaust fjölmargra annarra, við athöfnina.Tveir drengir hjálpuðu Meghan með slörið upp kirkjutröppurnar í morgun.Vísir/GettyBreska konungsfjölskyldan lét sig að vonum ekki vanta í dag en Elísabet Bretadrottning og Filippus prins voru bæði viðstödd brúðkaupið. Þá leiddi Karl Bretaprins Meghan síðasta spölinn upp að altarinu en faðir hennar, Thomas Markle, mætti ekki í brúðkaupið af heilsufarsástæðum. Georg prins og Karlotta, bróðurbörn brúðgumans, voru á meðal tíu barna sem fylgdu brúðinni niður altarið.Faðir Meghan, Thomas Markle, komst ekki í brúðkaupið. Karl Bretaprins, faðir Harrys, leiddi því tilvonandi tengdadóttur sína upp að altarinu.Vísir/GettyErkibiskup Biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum, Michael Curry, ávarpaði brúðhjónin við athöfnina. Ræða hans einkenndist af tali um ást og hann vitnaði mikið í séra Martin Luther King. Þar var líklega um að ræða fyrsta skipti sem talað er um þræla í konunglegu brúðkaupi í Bretlandi. Ljóst er að það skipti miklu máli fyrir brúðhjónin að menning þeirra beggja fengi að njóta sín.Erkibiskupinn Michael Curry.Vísir/AFPFræga fólkið flykktist í brúðkaup Harry og Meghan en á meðal viðstaddra voru tennisstjarnan Serena Williams og eiginmaður hennar Alex Ohanian, stofnandi Reddit, spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey og starfsbróðir hennar James Corden, tónlistarmaðurinn Sir Elton John og leikarinn Idris Elba. Samtals voru 600 gestir viðstaddir athöfnina auk 2640 almennra borgara.Serena Williams og Alex Ohanian er þau mættu í brúðkaupið í morgun.Vísir/AFPAð athöfninni lokinni fara hjónin í hestvagni í gegnum miðbæ Windsor. Að því búnu hefst brúðkaupsveisla í sal heilags Georgs en gestgjafinn er sjálf drottningin. Í kvöld er svo önnur veisla fyrir nánustu ættingja og vini brúðhjónanna en hún fer fram í Frogmore húsinu. Sú veisla verður að öllum líkindum töluvert óformlegri en sú sem drottningin heldur til heiðurs þeim. Hér að neðan má sjá þegar hertogahjónin af Sussex gengu út úr kirkjunni og kysstust í fyrsta sinn sem hjón.Prince Harry and Meghan Markle leave church after marriage ceremony, kiss https://t.co/5UQPv161cJ #royalwedding pic.twitter.com/wiUJO5Gl6K— Reuters Top News (@Reuters) May 19, 2018 Katrín, hertogaynja af Cambridge, leiðir hér barnahópinn upp kirkjutröppurnar.Vísir/AFPHringar brúðhjónanna, sem eru úr smiðju gullsmiðanna Cleave and Company, eru úr velsku gulli.Vísir/GettyVísir fylgdist grannt með stöðu mála í Brúðkaupsvaktinni í dag sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Allt að verða klárt fyrir konunglega brúðkaupið Undirbúningur fyrir brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle er á lokametrunum enda ekki seinna vænna þar sem stóri dagurinn er á morgun. 18. maí 2018 09:00 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónaband Athöfnin hefst klukkan 11 að íslenskum tíma, eða klukkan 12 að staðartíma. 19. maí 2018 09:00 Karl Bretaprins fylgir Meghan Markle upp að altarinu Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga á morgun. 18. maí 2018 09:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Allt að verða klárt fyrir konunglega brúðkaupið Undirbúningur fyrir brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle er á lokametrunum enda ekki seinna vænna þar sem stóri dagurinn er á morgun. 18. maí 2018 09:00
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónaband Athöfnin hefst klukkan 11 að íslenskum tíma, eða klukkan 12 að staðartíma. 19. maí 2018 09:00
Karl Bretaprins fylgir Meghan Markle upp að altarinu Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga á morgun. 18. maí 2018 09:15