Hripaði vinningsformúluna á servíettu í New York Alvogen kynnir 19. maí 2018 16:45 Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, á sviðinu í Háskólabíói á fróðlegum fundi MBA-námsins. Fundurinn bar yfirskriftina: Innsýn frumkvöðuls. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, var fyrirlesari á stórgóðum fundi MBA-námsins í Háskólabíói á dögunum þar sem hann fór yfir stofnun Alvogen, söguna á bak við árangurinn og sýn sína á lyfjageirann. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina Innsýn frumkvöðuls og var vel sóttur. Það kom skýrt fram í máli Róberts á fundinum að hann telur að líftæknilyf séu framtíðin í sölu lyfja í heiminum. „Ég hef ekki verið á sviði hér í bíóinu frá því ég tók við prófskírteininu á sínum tíma og útskrifaðist úr Háskóla Íslands,“ sagði Róbert í upphafi þegar hann ávarpaði gesti. Fyrsta glæran sem hann birti vakti mikla athygli fundarmanna; það var mynd af servíettu. Á hana hafði hann hripað niður metnaðarfullar hugmyndir sínar á fundi með fjárfestum í hádegisverði á veitingahúsi í New York árið 2009. Eftir svolitla þrautagöngu á milli fjárfesta á erfiðum tímum fjármálakreppunnar var það loksins þarna í hádegisverðinum í New York sem hugmynd hans fékk hljómgrunn. Párið á sérvíettuna reyndist vinningsformúlan. Servíettan er núna á vissan hátt tákn um upphaf Alvogen. Fyrsta skrefið var að leiða kaup á bandaríska lyfjafyrirtækinu Norwich Pharmaceuticals sem átti sér 125 ára rekstrarsögu og starfrækti gamla lyfjaverksmiðju í New York-ríki sem getið hafði sér gott orð fyrir hágæðaframleiðslu og var áður í eigu Procter og Gamble. Tuttugu milljónir dollara í sjóði fyrirtækisins og gömul verksmiðja. Engu að síður; teningunum var kastað. Ævintýrið hefur heldur betur undið upp á sig. Velta Alvogen meira en 26-faldaðist fyrstu átta árin, frá 2009 til 2017, eða um 59% að jafnaði á ári og er komin yfir 1 milljarð dollara. Starfsmenn eru 2.800 talsins í 35 löndum, verksmiðjur og rannsóknarstofur eru fimm, 200 hefðbundin samheitalyf eru í pípunum og sjö samheitalyf í flokki líftæknilyfja. Á fundinum kom fram að um 90% af hagnaði Alvogen koma frá mörkuðum Alvogen þar sem konur eru í forsvari. Helstu markaðssvæði Alvogen eru í Bandaríkjunum, Asíu og í Mið- og Austur-Evrópu. „Það vill þannig til að konur stýra á stærstu markaðssvæðum fyrirtækisins og hafa þær valist til forystu vegna eigin hæfileika og verið farsælar í starfi,“ sagði Róbert. Þessi umfjöllun er unnin í samvinnu við Háskóla Íslands og Alvogen. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, var fyrirlesari á stórgóðum fundi MBA-námsins í Háskólabíói á dögunum þar sem hann fór yfir stofnun Alvogen, söguna á bak við árangurinn og sýn sína á lyfjageirann. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina Innsýn frumkvöðuls og var vel sóttur. Það kom skýrt fram í máli Róberts á fundinum að hann telur að líftæknilyf séu framtíðin í sölu lyfja í heiminum. „Ég hef ekki verið á sviði hér í bíóinu frá því ég tók við prófskírteininu á sínum tíma og útskrifaðist úr Háskóla Íslands,“ sagði Róbert í upphafi þegar hann ávarpaði gesti. Fyrsta glæran sem hann birti vakti mikla athygli fundarmanna; það var mynd af servíettu. Á hana hafði hann hripað niður metnaðarfullar hugmyndir sínar á fundi með fjárfestum í hádegisverði á veitingahúsi í New York árið 2009. Eftir svolitla þrautagöngu á milli fjárfesta á erfiðum tímum fjármálakreppunnar var það loksins þarna í hádegisverðinum í New York sem hugmynd hans fékk hljómgrunn. Párið á sérvíettuna reyndist vinningsformúlan. Servíettan er núna á vissan hátt tákn um upphaf Alvogen. Fyrsta skrefið var að leiða kaup á bandaríska lyfjafyrirtækinu Norwich Pharmaceuticals sem átti sér 125 ára rekstrarsögu og starfrækti gamla lyfjaverksmiðju í New York-ríki sem getið hafði sér gott orð fyrir hágæðaframleiðslu og var áður í eigu Procter og Gamble. Tuttugu milljónir dollara í sjóði fyrirtækisins og gömul verksmiðja. Engu að síður; teningunum var kastað. Ævintýrið hefur heldur betur undið upp á sig. Velta Alvogen meira en 26-faldaðist fyrstu átta árin, frá 2009 til 2017, eða um 59% að jafnaði á ári og er komin yfir 1 milljarð dollara. Starfsmenn eru 2.800 talsins í 35 löndum, verksmiðjur og rannsóknarstofur eru fimm, 200 hefðbundin samheitalyf eru í pípunum og sjö samheitalyf í flokki líftæknilyfja. Á fundinum kom fram að um 90% af hagnaði Alvogen koma frá mörkuðum Alvogen þar sem konur eru í forsvari. Helstu markaðssvæði Alvogen eru í Bandaríkjunum, Asíu og í Mið- og Austur-Evrópu. „Það vill þannig til að konur stýra á stærstu markaðssvæðum fyrirtækisins og hafa þær valist til forystu vegna eigin hæfileika og verið farsælar í starfi,“ sagði Róbert. Þessi umfjöllun er unnin í samvinnu við Háskóla Íslands og Alvogen.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira