Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2018 18:45 Trump ræðir við Mohammed bin Zayed al-Nahyan, krónsprins Abú Dabí og raunverulegan leiðtoga Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Vísir/AFP Elsti sonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta fundaði með fulltrúa tveggja arabískra prinsa og ísraelskum sérfræðingi í samfélagsmiðlaáróðri sem buðu framboði föður hans aðstoð sína þremur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins er sagður beina sjónum sínum að samskiptunum.New York Times greinir frá fundinum sem átti sér stað í Trump-turninum í New York 3. ágúst árið 2016. Erik Prince, öryggisverktaki og óformlegur ráðgjafi framboðsins, kom fundinum á. George Nader, ráðgjafi krónprinsa Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, sagði Donald Trump yngri, elsta syni frambjóðandans, að þeir vildu ólmir hjálpa Trump að sigra í kosningunum. Fundinn sat einnig Joel Zamel, sérfræðingur í samfélagsmiðlum. Ísraelskir leyniþjónustumenn eru sagðir vinna fyrir Psy-Group, fyrirtæki hans sem sérhæfir sig í upplýsingasöfnun og skoðanamótun í gegnum samfélagsmiðla. Fyrirtækið á að hafa verið búið að leggja drög að margmilljón dollara tillögu að samfélagsmiðlaherferð til að hjálpa Trump að ná kjöri. Ekki liggur fyrir hvort að eitthvað varð af herferðinni en Trump yngri á að hafa tekið vel í hugmyndirnar á fundinum. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem kannar mögulegt samráð á milli framboðs Trump og rússneskra stjórnvalda, eru sagðir rannsaka fundinn og samskipti framboðsins við fulltrúa arabaríkjanna tveggja og Katars. Áður hefur verið greint frá því að Nader vinni með rannsakendunum. Rannsóknin er meðal annars sögð beinast að því hvort að möguleg aðstoð arabaríkjanna hafi verið lögð fram í samráði við Rússa.Trump yngri er sagður hafa tekið vel í boðið um aðstoð á fundinum í ágúst árið 2016 líkt og þegar honum voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton tveimur mánuðum áður.Vísir/AFPHitti lykilmenn framboðsins ítrekað fyrir og eftir kosningar Leiðtogar Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna höfðu ekki verið sáttir við stefnu Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í Miðausturlöndum. Þeir voru meðal annars ósáttir við kjarnorkusamninginn sem hann átti þátt í að gera við Írani. Fjölmiðlar sem tengjast löndunum tveimur gagnrýndu Hillary Clinton, andstæðing Trump í kosningunum, harðlega þegar hún var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama. Nader er sagður hafa útskýrt fyrir Trump yngri á fundinum að krónprinsar Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna litu á föður hans sem sterkan leiðtoga sem myndi fylla upp í valdatóm sem þeir teldu að Obama hefðu skapað í Miðausturlöndum. Þeir myndu glaðir hjálpa Trump eftir fremsta megni. Í kjölfarið fundaði Nader ítrekað með lykilmönnum framboðs Trump eins og Jared Kushner, tengdasyni hans, Michael Flynn, sem síðar var þjóðaröryggisráðgafi Trump til skamms tíma, og Stephen Bannon, sem tók við sem kosningastjóri framboðsins síðustu mánuðina fyrir kosningarnar. Þau samskipti héldu áfram fram yfir kosningar. Flynn hefur síðan verið ákærður og játaði sig sekan um að hafa logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Trump hefur átt í nánu sambandi við Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmin sem forseti. Fyrsta opinbera heimsókn hans var til Sádí-Arabíu. Þá tók hann afstöðu með ríkjunum tveimur þegar þau reyndu að einangra Katar þrátt fyrir þarlend stjórnvöld hafi lengi verið nánir bandamenn Bandaríkjanna. Sú ákvörðun kom mörgum á óvart enda eru bandarískar herstöðvar í Katar. Skoðun Trump á deilunni var einnig ólík afstöðu Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra hans, sem talaði á diplómatískari nótum. Nú síðast dró Trump Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran sem ríkin tvö hafa lengi hamast gegn.George Nader hefur lengi unnið sem ráðgjafi krónsprins Abú Dabí. Hann er sagður hafa boðið framboði Trump aðstoð Sádí Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.Man eftir fundinum en segir hann ekki hafa náð lengra Fulltrúi Sádí-Arabíu neitar því að Nader hafi nokkru sinni unnið fyrir landið og hann hafi aldrei haft heimild til að tala í nafni krónsprins landsins. Lögmaður Zamel segir að hann hafi aldrei staðið fyrir herferð fyrir framboð Trump og ekki tekið þátt í bandarísku forsetakosningunum á nokkurn hátt. Lögmaður Donalds Trump yngri sagði í yfirlýsingu að skjólstæðingur sinn minntist fundar með Erik Prince, George Nader og öðrum einstaklingi sem „gæti hafa verið“ Zamel. Þeir hafi kynnt fyrir Trump yngri samfélagsmiðla- eða markaðsáætlun. Trump yngri hafi ekki haft áhuga og málið hefði ekki náð lengra. Ólöglegt er fyrir erlendar ríkisstjórnar og einstaklinga að hafa afskipti af bandarískum kosningum. Heimildarmenn New York Times segja að fulltrúa framboðs Trump hafi engu að síður ekki virst hafa áhyggjur af því að vinna með útlendingum. Fundurinn þykir minna á annan umtalaðan fund í Trump-turninum í júní sama ár. Þá samþykkti Trump yngri að hitta rússneskan lögfræðing sem tengsl við stjórnvöld í Kreml vegna þess að hann átti von á að fá skaðlegar upplýsingar um Clinton. Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Elsti sonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta fundaði með fulltrúa tveggja arabískra prinsa og ísraelskum sérfræðingi í samfélagsmiðlaáróðri sem buðu framboði föður hans aðstoð sína þremur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins er sagður beina sjónum sínum að samskiptunum.New York Times greinir frá fundinum sem átti sér stað í Trump-turninum í New York 3. ágúst árið 2016. Erik Prince, öryggisverktaki og óformlegur ráðgjafi framboðsins, kom fundinum á. George Nader, ráðgjafi krónprinsa Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, sagði Donald Trump yngri, elsta syni frambjóðandans, að þeir vildu ólmir hjálpa Trump að sigra í kosningunum. Fundinn sat einnig Joel Zamel, sérfræðingur í samfélagsmiðlum. Ísraelskir leyniþjónustumenn eru sagðir vinna fyrir Psy-Group, fyrirtæki hans sem sérhæfir sig í upplýsingasöfnun og skoðanamótun í gegnum samfélagsmiðla. Fyrirtækið á að hafa verið búið að leggja drög að margmilljón dollara tillögu að samfélagsmiðlaherferð til að hjálpa Trump að ná kjöri. Ekki liggur fyrir hvort að eitthvað varð af herferðinni en Trump yngri á að hafa tekið vel í hugmyndirnar á fundinum. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem kannar mögulegt samráð á milli framboðs Trump og rússneskra stjórnvalda, eru sagðir rannsaka fundinn og samskipti framboðsins við fulltrúa arabaríkjanna tveggja og Katars. Áður hefur verið greint frá því að Nader vinni með rannsakendunum. Rannsóknin er meðal annars sögð beinast að því hvort að möguleg aðstoð arabaríkjanna hafi verið lögð fram í samráði við Rússa.Trump yngri er sagður hafa tekið vel í boðið um aðstoð á fundinum í ágúst árið 2016 líkt og þegar honum voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton tveimur mánuðum áður.Vísir/AFPHitti lykilmenn framboðsins ítrekað fyrir og eftir kosningar Leiðtogar Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna höfðu ekki verið sáttir við stefnu Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í Miðausturlöndum. Þeir voru meðal annars ósáttir við kjarnorkusamninginn sem hann átti þátt í að gera við Írani. Fjölmiðlar sem tengjast löndunum tveimur gagnrýndu Hillary Clinton, andstæðing Trump í kosningunum, harðlega þegar hún var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama. Nader er sagður hafa útskýrt fyrir Trump yngri á fundinum að krónprinsar Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna litu á föður hans sem sterkan leiðtoga sem myndi fylla upp í valdatóm sem þeir teldu að Obama hefðu skapað í Miðausturlöndum. Þeir myndu glaðir hjálpa Trump eftir fremsta megni. Í kjölfarið fundaði Nader ítrekað með lykilmönnum framboðs Trump eins og Jared Kushner, tengdasyni hans, Michael Flynn, sem síðar var þjóðaröryggisráðgafi Trump til skamms tíma, og Stephen Bannon, sem tók við sem kosningastjóri framboðsins síðustu mánuðina fyrir kosningarnar. Þau samskipti héldu áfram fram yfir kosningar. Flynn hefur síðan verið ákærður og játaði sig sekan um að hafa logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Trump hefur átt í nánu sambandi við Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmin sem forseti. Fyrsta opinbera heimsókn hans var til Sádí-Arabíu. Þá tók hann afstöðu með ríkjunum tveimur þegar þau reyndu að einangra Katar þrátt fyrir þarlend stjórnvöld hafi lengi verið nánir bandamenn Bandaríkjanna. Sú ákvörðun kom mörgum á óvart enda eru bandarískar herstöðvar í Katar. Skoðun Trump á deilunni var einnig ólík afstöðu Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra hans, sem talaði á diplómatískari nótum. Nú síðast dró Trump Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran sem ríkin tvö hafa lengi hamast gegn.George Nader hefur lengi unnið sem ráðgjafi krónsprins Abú Dabí. Hann er sagður hafa boðið framboði Trump aðstoð Sádí Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.Man eftir fundinum en segir hann ekki hafa náð lengra Fulltrúi Sádí-Arabíu neitar því að Nader hafi nokkru sinni unnið fyrir landið og hann hafi aldrei haft heimild til að tala í nafni krónsprins landsins. Lögmaður Zamel segir að hann hafi aldrei staðið fyrir herferð fyrir framboð Trump og ekki tekið þátt í bandarísku forsetakosningunum á nokkurn hátt. Lögmaður Donalds Trump yngri sagði í yfirlýsingu að skjólstæðingur sinn minntist fundar með Erik Prince, George Nader og öðrum einstaklingi sem „gæti hafa verið“ Zamel. Þeir hafi kynnt fyrir Trump yngri samfélagsmiðla- eða markaðsáætlun. Trump yngri hafi ekki haft áhuga og málið hefði ekki náð lengra. Ólöglegt er fyrir erlendar ríkisstjórnar og einstaklinga að hafa afskipti af bandarískum kosningum. Heimildarmenn New York Times segja að fulltrúa framboðs Trump hafi engu að síður ekki virst hafa áhyggjur af því að vinna með útlendingum. Fundurinn þykir minna á annan umtalaðan fund í Trump-turninum í júní sama ár. Þá samþykkti Trump yngri að hitta rússneskan lögfræðing sem tengsl við stjórnvöld í Kreml vegna þess að hann átti von á að fá skaðlegar upplýsingar um Clinton.
Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30
Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15
Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31