Hefur áhyggjur af velferð og réttindum fólks í ferðaþjónustu Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Um 3.000 fyrirtæki starfa í ferðaþjónustu hér á landi en 400 eru innan vébanda SAF. Vísir/stefán Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags í Þingeyjarsýslum, segir dæmi um það að einstaklingar í vinnu í ferðaþjónustu séu ekki einu sinni skráðir starfsmenn hér á landi heldur fari laun þeirra í gegnum reikninga erlendis. Kjarasamningar eru því virtir að vettugi og erfitt fyrir stéttarfélögin að finna þessa starfsmenn. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af velferð fólks í ferðaþjónustu, kjötvinnslum og sláturhúsum og við akstur hópferðabifreiða eins og staðan er í dag,“ segir Aðalsteinn Árni. Um 3.000 fyrirtæki starfa í ferðaþjónustu hér á landi og eru um 400 þeirra innan vébanda SAF. Greinin hefur vaxið mikið á síðustu árum og er nú orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar(SAF) segir ólíðandi að heiðarleg fyrirtæki þurfi að keppa við aðra sem stundi grímulaust undirboð á vinnumarkaði. „Það er alveg ljóst að við hjá SAF líðum það ekki ef fyrirtæki virða ekki gerða kjarasamninga hér á landi og skili ekki sköttum og skyldum eins og vera ber. Við þekkjum ekki þessi dæmi sem nefnd eru til sögunnar en höfum heyrt þessa umræðu,“ segir Skapti Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík.„Innan okkar vébanda starfa fyrirtæki með löglegan og heiðarlegan rekstur og óforsvaranlegt með öllu fyrir þau fyrirtæki að þurfa að keppa við aðra sem stunda undirboð á vinnumarkaði. Hér gilda kjarasamningar sem menn þurfa að fara eftir.“ Skattrannsóknarstjóri hefur áður greint frá því að dæmi séu um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Þannig komist menn undan skatti hér á landi. „Við erum að sjá það sama með erlenda vinnuaflið,“ segir Aðalsteinn Árni. „Greiðslan kemur aldrei til landsins og launin eru greidd á erlendan reikning erlendis frá.“ Fyrir liggur á þingi lagabreytingartillaga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Snýr lagabreytingin að keðjuábyrgð fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Að mati Aðalsteins Árna þarf þessi breytingartillaga að ganga lengra. „Að mati okkar gengur frumvarpið því miður of skammt þar sem keðjuábyrgðin er einungis bundin við byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð,“ segir Aðalsteinn Árni. „Þegar frumvarpið kom fyrst fagnaði maður. Hins vegar hefur svo margt breyst,“ segir Aðalsteinn Árni. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og því fylgja vaxtarverkir. „Við erum að sjá mjög alvarleg brot í ferðaþjónustunni og búin að upplifa helling í mannvirkjagerð. Það liggur við að maður hafi þurft að hafa með sér lífvörð þegar maður hefur verið að taka á þessum erlendu fyrirtækjum,“ bætir Aðalsteinn Árni við. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags í Þingeyjarsýslum, segir dæmi um það að einstaklingar í vinnu í ferðaþjónustu séu ekki einu sinni skráðir starfsmenn hér á landi heldur fari laun þeirra í gegnum reikninga erlendis. Kjarasamningar eru því virtir að vettugi og erfitt fyrir stéttarfélögin að finna þessa starfsmenn. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af velferð fólks í ferðaþjónustu, kjötvinnslum og sláturhúsum og við akstur hópferðabifreiða eins og staðan er í dag,“ segir Aðalsteinn Árni. Um 3.000 fyrirtæki starfa í ferðaþjónustu hér á landi og eru um 400 þeirra innan vébanda SAF. Greinin hefur vaxið mikið á síðustu árum og er nú orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar(SAF) segir ólíðandi að heiðarleg fyrirtæki þurfi að keppa við aðra sem stundi grímulaust undirboð á vinnumarkaði. „Það er alveg ljóst að við hjá SAF líðum það ekki ef fyrirtæki virða ekki gerða kjarasamninga hér á landi og skili ekki sköttum og skyldum eins og vera ber. Við þekkjum ekki þessi dæmi sem nefnd eru til sögunnar en höfum heyrt þessa umræðu,“ segir Skapti Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík.„Innan okkar vébanda starfa fyrirtæki með löglegan og heiðarlegan rekstur og óforsvaranlegt með öllu fyrir þau fyrirtæki að þurfa að keppa við aðra sem stunda undirboð á vinnumarkaði. Hér gilda kjarasamningar sem menn þurfa að fara eftir.“ Skattrannsóknarstjóri hefur áður greint frá því að dæmi séu um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Þannig komist menn undan skatti hér á landi. „Við erum að sjá það sama með erlenda vinnuaflið,“ segir Aðalsteinn Árni. „Greiðslan kemur aldrei til landsins og launin eru greidd á erlendan reikning erlendis frá.“ Fyrir liggur á þingi lagabreytingartillaga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Snýr lagabreytingin að keðjuábyrgð fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Að mati Aðalsteins Árna þarf þessi breytingartillaga að ganga lengra. „Að mati okkar gengur frumvarpið því miður of skammt þar sem keðjuábyrgðin er einungis bundin við byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð,“ segir Aðalsteinn Árni. „Þegar frumvarpið kom fyrst fagnaði maður. Hins vegar hefur svo margt breyst,“ segir Aðalsteinn Árni. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og því fylgja vaxtarverkir. „Við erum að sjá mjög alvarleg brot í ferðaþjónustunni og búin að upplifa helling í mannvirkjagerð. Það liggur við að maður hafi þurft að hafa með sér lífvörð þegar maður hefur verið að taka á þessum erlendu fyrirtækjum,“ bætir Aðalsteinn Árni við.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira