Bollívúdd og Nollívúdd Þorvaldur Gylfason skrifar 3. maí 2018 07:00 Heimurinn hefur breytzt. Árin eftir heimsstyrjöldina síðari voru Bandaríkin allsráðandi að heita má, þau voru hálfur heimurinn. Landsframleiðsla Bandaríkjanna var næstum helmingurinn af framleiðslu alls heimsins eða 40% 1960 þótt Bandaríkjamenn teldu þá aðeins 6% af heildarmannfjölda heimsins. Nú er landsframleiðsla Bandaríkjanna komin niður í fjórðung af heimsframleiðslunni og tæpan sjöttung (15%) ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Hlutdeild Bandaríkjanna í mannfjölda heimsins er nú 4%. Allt er þetta eðlilegt eins og ráða má af því að Indland og Kína eru nú einnig orðin að stórveldum, hvort á sína vísu. Samanlögð hlutdeild Indlands og Kína í heimsframleiðslunni var 7% 1960 þótt meira en þriðjungur mannkyns byggi þar þá eins og nú. Risarnir tveir í austri eru glaðvaknaðir. Samanlagt framlag þeirra til heimsframleiðslunnar er komið upp í 18% af heildinni og 23% ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Landsframleiðsla Kína var innan við fimmtungur af landsframleiðslu Bandaríkjanna 1990 miðað við kaupmátt, sigldi fram úr Bandaríkjunum 2013 og stefnir nú í að verða helmingi meiri en þar 2020. En þar eð Kínverjar eru rösklega fjórum sinnum fleiri en Bandaríkjamenn verður landsframleiðsla á mann miðað við kaupmátt þar austur frá þó ekki nema röskur þriðjungur af framleiðslu á mann í Bandaríkjunum 2020 ef svo fer sem horfir. Kínverjar eiga ennþá langt í land.Heimur batnandi fer Sænski lýðheilsufræðiprófessorinn Hans Rosling sem lézt í fyrra þreyttist aldrei á að minna menn á að heimurinn hefur ekki bara breytzt heldur hefur hann tekið stórstígum framförum. Mörg okkar gera sér ekki fulla grein fyrir þessu af ýmsum ástæðum eins og Rosling rekur í bók sinni Factfulness sem var að koma út. Við höldum t.d. mörg að hamfarir og hryðjuverk séu miklu algengari en raun ber vitni um þar eð við heyrum svo margar fréttir af slíkum hörmungum og hræðumst þær. Framför heimsins vekur minni eftirtekt og ótta. Rosling tekur mörg dæmi til að hreyfa við lesendum sínum. Hann spyr:Veiztu hversu hátt hlutfall allra íbúa heimsins býr í lágtekjulöndum og þarf að láta sér nægja 200 krónur á mann á dag skv. mælingum Alþjóðabankans? Rétt svar er 9%, miklu lægra hlutfall en flestir gera sér í hugarlund. Flest fólk býr nú orðið í miðlungstekjulöndum.Veiztu hversu meðalævi allra íbúa heimsins er löng? Rétt svar er 72 ár, mun hærri tala en flestir halda. Meðalævi Kínverja er komin upp í 76 ár, Indverja 69 ár og Afríku sunnan Sahara 60 ár líkt og var hér heima árin fyrir stríð. Veiztu hversu hátt hlutfall barna heimsins fær bólusetningu nú orðið? Rétt svar er 88%.Veiztu hversu hátt hlutfall heimsbyggðarinnar hefur aðgang að rafmagni? Rétt svar er 80%. Rosling lagði nokkrar svona spurningar fyrir allmarga leiðtoga heimsins og viðskiptalífsins á ársfundi þeirra í Davos í Sviss fyrir nokkru. Þegar hann hafði farið yfir svörin gat hann sagt þeim að simpansar myndu hafa staðið sig betur á prófinu. Hann átti við að blindar ágizkanir, ólitaðar af fordómum, hefðu skilað fleiri réttum svörum.Nýtt landslag, nýir landvinningar Þessar tölur og margar aðrar vitna um gerbreytt landslag heimsins, ekki aðeins í efnahags- og heilbrigðismálum heldur einnig á öðrum sviðum. Kaninn var á fyrri tíð allsráðandi í bílabransanum og bíóbransanum en það er hann ekki lengur. Asískir bílar eru nú algengari en amerískir bílar á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Bandaríkin eru komin niður í þriðja sætið á listanum yfir þau lönd þar sem flestar kvikmyndir eru framleiddar. Í efsta sætinu er Indland með 2.000 kvikmyndir í fyrra, þar af eina mynd á dag allt árið í Bollívúdd sem er samheiti á kvikmyndaverunum í Bombay sem heitir nú Múmbaí. Í öðru sæti listans er Nígería þar sem ein milljón manna vinnur nú við kvikmyndagerð. Nollívúdd-myndir seljast nú eins og heitar lummur um alla Afríku og víðar. Sé löndum raðað eftir hagnaði af kvikmyndagerð eru Bandaríkin enn í forustu og á eftir koma Kína, Bretland, Japan, Indland, Frakkland og Suður-Kórea. Takið eftir þessu: fjögur Asíulönd skipa 2., 4., 5. og 7. sæti listans. Indverjar byrjuðu að búa til kvikmyndir um svipað leyti og Bandaríkjamenn, um og upp úr 1910 og hafa verið að æ síðan. Lengi vel höfðuðu indverskar myndir lítt til annarra en Indverja sjálfra, en það hefur breytzt. Margar indverskar myndir falla nú orðið vel að smekk útlendinga. Þessu veldur bæði mikil framför í indverskri kvikmyndagerð og meiri forvitni og víðsýni áhorfenda um allan heim. Síðustu ár hefur Aamir Khan gert hverja stórmyndina á eftir annarri, fjölbreyttar, langar, innihaldsríkar og stundum rammpólitískar myndir. Kvikmyndaunnendur og gagnrýnendur um allan heim gefa myndum Khans o.fl. Indverja jafnháar einkunnir og sumum dáðustu og lífseigustu Hollívúdd-myndum fyrri tíðar eins og t.d. Citizen Kane og Kösublönku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn hefur breytzt. Árin eftir heimsstyrjöldina síðari voru Bandaríkin allsráðandi að heita má, þau voru hálfur heimurinn. Landsframleiðsla Bandaríkjanna var næstum helmingurinn af framleiðslu alls heimsins eða 40% 1960 þótt Bandaríkjamenn teldu þá aðeins 6% af heildarmannfjölda heimsins. Nú er landsframleiðsla Bandaríkjanna komin niður í fjórðung af heimsframleiðslunni og tæpan sjöttung (15%) ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Hlutdeild Bandaríkjanna í mannfjölda heimsins er nú 4%. Allt er þetta eðlilegt eins og ráða má af því að Indland og Kína eru nú einnig orðin að stórveldum, hvort á sína vísu. Samanlögð hlutdeild Indlands og Kína í heimsframleiðslunni var 7% 1960 þótt meira en þriðjungur mannkyns byggi þar þá eins og nú. Risarnir tveir í austri eru glaðvaknaðir. Samanlagt framlag þeirra til heimsframleiðslunnar er komið upp í 18% af heildinni og 23% ef miðað er við kaupmátt framleiðslunnar. Landsframleiðsla Kína var innan við fimmtungur af landsframleiðslu Bandaríkjanna 1990 miðað við kaupmátt, sigldi fram úr Bandaríkjunum 2013 og stefnir nú í að verða helmingi meiri en þar 2020. En þar eð Kínverjar eru rösklega fjórum sinnum fleiri en Bandaríkjamenn verður landsframleiðsla á mann miðað við kaupmátt þar austur frá þó ekki nema röskur þriðjungur af framleiðslu á mann í Bandaríkjunum 2020 ef svo fer sem horfir. Kínverjar eiga ennþá langt í land.Heimur batnandi fer Sænski lýðheilsufræðiprófessorinn Hans Rosling sem lézt í fyrra þreyttist aldrei á að minna menn á að heimurinn hefur ekki bara breytzt heldur hefur hann tekið stórstígum framförum. Mörg okkar gera sér ekki fulla grein fyrir þessu af ýmsum ástæðum eins og Rosling rekur í bók sinni Factfulness sem var að koma út. Við höldum t.d. mörg að hamfarir og hryðjuverk séu miklu algengari en raun ber vitni um þar eð við heyrum svo margar fréttir af slíkum hörmungum og hræðumst þær. Framför heimsins vekur minni eftirtekt og ótta. Rosling tekur mörg dæmi til að hreyfa við lesendum sínum. Hann spyr:Veiztu hversu hátt hlutfall allra íbúa heimsins býr í lágtekjulöndum og þarf að láta sér nægja 200 krónur á mann á dag skv. mælingum Alþjóðabankans? Rétt svar er 9%, miklu lægra hlutfall en flestir gera sér í hugarlund. Flest fólk býr nú orðið í miðlungstekjulöndum.Veiztu hversu meðalævi allra íbúa heimsins er löng? Rétt svar er 72 ár, mun hærri tala en flestir halda. Meðalævi Kínverja er komin upp í 76 ár, Indverja 69 ár og Afríku sunnan Sahara 60 ár líkt og var hér heima árin fyrir stríð. Veiztu hversu hátt hlutfall barna heimsins fær bólusetningu nú orðið? Rétt svar er 88%.Veiztu hversu hátt hlutfall heimsbyggðarinnar hefur aðgang að rafmagni? Rétt svar er 80%. Rosling lagði nokkrar svona spurningar fyrir allmarga leiðtoga heimsins og viðskiptalífsins á ársfundi þeirra í Davos í Sviss fyrir nokkru. Þegar hann hafði farið yfir svörin gat hann sagt þeim að simpansar myndu hafa staðið sig betur á prófinu. Hann átti við að blindar ágizkanir, ólitaðar af fordómum, hefðu skilað fleiri réttum svörum.Nýtt landslag, nýir landvinningar Þessar tölur og margar aðrar vitna um gerbreytt landslag heimsins, ekki aðeins í efnahags- og heilbrigðismálum heldur einnig á öðrum sviðum. Kaninn var á fyrri tíð allsráðandi í bílabransanum og bíóbransanum en það er hann ekki lengur. Asískir bílar eru nú algengari en amerískir bílar á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Bandaríkin eru komin niður í þriðja sætið á listanum yfir þau lönd þar sem flestar kvikmyndir eru framleiddar. Í efsta sætinu er Indland með 2.000 kvikmyndir í fyrra, þar af eina mynd á dag allt árið í Bollívúdd sem er samheiti á kvikmyndaverunum í Bombay sem heitir nú Múmbaí. Í öðru sæti listans er Nígería þar sem ein milljón manna vinnur nú við kvikmyndagerð. Nollívúdd-myndir seljast nú eins og heitar lummur um alla Afríku og víðar. Sé löndum raðað eftir hagnaði af kvikmyndagerð eru Bandaríkin enn í forustu og á eftir koma Kína, Bretland, Japan, Indland, Frakkland og Suður-Kórea. Takið eftir þessu: fjögur Asíulönd skipa 2., 4., 5. og 7. sæti listans. Indverjar byrjuðu að búa til kvikmyndir um svipað leyti og Bandaríkjamenn, um og upp úr 1910 og hafa verið að æ síðan. Lengi vel höfðuðu indverskar myndir lítt til annarra en Indverja sjálfra, en það hefur breytzt. Margar indverskar myndir falla nú orðið vel að smekk útlendinga. Þessu veldur bæði mikil framför í indverskri kvikmyndagerð og meiri forvitni og víðsýni áhorfenda um allan heim. Síðustu ár hefur Aamir Khan gert hverja stórmyndina á eftir annarri, fjölbreyttar, langar, innihaldsríkar og stundum rammpólitískar myndir. Kvikmyndaunnendur og gagnrýnendur um allan heim gefa myndum Khans o.fl. Indverja jafnháar einkunnir og sumum dáðustu og lífseigustu Hollívúdd-myndum fyrri tíðar eins og t.d. Citizen Kane og Kösublönku.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun