Erlent

Stærsti jarðskjálftinn á Havaí frá 1975

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Almannavarnir hafa skipað almenningi að halda sig fjarri gosinu vegna eitraðra gufa í loftinu.Á mynd má sjá fólk upptekið við myndatöku í námunda við sprungur sem gufa stígur upp úr.
Almannavarnir hafa skipað almenningi að halda sig fjarri gosinu vegna eitraðra gufa í loftinu.Á mynd má sjá fólk upptekið við myndatöku í námunda við sprungur sem gufa stígur upp úr. Vísir/AFP
Fjöldi jarðskjálfta hefur fylgt eldgosi í eldfjallinu Kilauea á Havaí. Minnst 1.700 manns hafa yfirgefið heimili sín eftir að gosið hófst í fyrrinótt á Stóru eyjunni, stærstu eyju Havaíeyjaklasans. Eldfjallið er eitt það virkasta á jörðinni.

Stærsti skjálftinn sem fylgt hefur gosinu var 6,9 að stærð og er sá kröftugasti sem hefur orðið hefur á Havaí frá árinu 1975. Skjálftinn sem varð árið 1975 var 7,2 að stærð.

Hraun hefur ekki runnið langt frá upptökum gossins en nokkur hús hafa þó eyðilagst. Stærstu hraunstrókarnir standa 30 metra upp í loftið.

Miklar sprungur má sums staðar sjá liggja í gegn um vegi eftir umbrotin. Einnig er mikið magn eitraðs brennisteinsdíoxíðs í loftinu og hafa Almannavarnir því fyrirskipað almenningi að halda sig fjarri gosstaðnum.

Uppfært 7.5.2018Upphaflega stóð í fréttinni að jarðskjálftinn hefði verið sá stærsti í Bandaríkjunum frá árinu 1975. Það hefur verið leiðrétt.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×