Knattspyrnustjórn ÍA harmar mál Guðrúnar Daggar og sendi henni afsökunarbeiðni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2018 13:25 Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sagði frá ofbeldi Mark Doninger í einlægu viðtali í dag. Mynd/ÍA/Sigtryggur Ari Knattspyrnufélag ÍA viðurkennir að betur hafi mátt standa að máli Guðrúnar Daggar Rúnarsdóttur, eftir að hún kærði Mark Doninger þáverandi leikmann ÍA, fyrir ofbeldi. Í tilkynningu frá félaginu segir að fengin hefði verið óháður aðili til að skoða feril málsins, þremur árum eftir að atburðirnir áttu sér stað. Í kjölfarið hafi Guðrún Dögg verið beðin afsökunar. Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg sambandi sínu við Mark. Hann var dæmdur í Hæstarétti í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Guðrún segir í einlægu viðtali sínu í Fréttablaðinu í dag að á meðan á málaferlunum stóð hafði ÍA stutt Mark. Í yfirlýsingu ÍA kemur fram að árið 2014, þremur árum eftir grófa líkamsárás Mark árið 2011, hafi félagið fengið upplýsingar um að Guðrún Dögg og hennar fjölskylda væru ósátt við það hvernig félagið tók á málinu. „Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.“ Einnig hafa verið gerðar breytingar á stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Var einnig sett á laggirnar sérstakt Fagráð „sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.“ Í tilkynningunni kemur fram að félagið harmi þetta mál og líti það alvarlegum augum. „Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.“Guðrún Dögg sagði sögu sína í einlægu viðtali í Fréttablaðinu í dag. Fréttablaðið/Sigtryggur AriYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Knattspyrnufélag ÍA (KFÍA) á Akranesi vill koma eftirfarandi á framfæri vegna viðtals við Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttur í Fréttablaðinu þann 5. maí 2018: Umfjöllun Fréttablaðsins varðar grófa líkamsárás á árinu 2011 af hendi fyrrverandi leikmanns félagsins, Mark Doninger. Í kjölfarið fór leikmaðurinn frá Knattspyrnufélagið ÍA, var kærður og dæmdur fyrir líkamsárás.Á árinu 2014, þremur árum eftir að framangreindir atburðir áttu sér stað, bárust þáverandi aðalstjórn KFÍA upplýsingar um að Guðrún Dögg og fjölskylda hennar væri ósátt við það hvernig KFÍA tók á þessu máli. Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.Til að læra af erfiðri reynslu var í framhaldinu sett af stað vinna á vegum félagsins við að útbúa viðbragðsáætlun og var m.a. leitað ráðgjafar frá Knattspyrnusambandi Íslands. Meginniðurstaða þess var að setja á laggirnar sérstakt Fagráð sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.Til viðbótar hefur KFÍA nýlega samþykkt endurskoðaða stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Þessi stefna er unnin í beinu samhengi við #metoo byltinguna og standa öll aðildarfélög ÍA að henni.Knattspyrnufélag ÍA leggur mikla áherslu á að skapa og viðhalda umhverfi þar sem gagnkvæm virðing, traust, heilindi og fagmannlegt viðmót er í hávegum haft í öllum samskiptum. Til þess að undirstrika það hefur framangreind stefna og verkferlar verið sett fram til að gera allt sem unnt er til að uppræta háttsemi sem teljast má einelti, áreitni eða ofbeldi.Að lokum skal áréttað að stjórnendur KFÍA harma framangreint mál og líta það mjög alvarlegum augum. Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.Akranesi 5. maí 2018Aðalstjórn Knattspyrnufélags ÍA MeToo Tengdar fréttir Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Knattspyrnufélag ÍA viðurkennir að betur hafi mátt standa að máli Guðrúnar Daggar Rúnarsdóttur, eftir að hún kærði Mark Doninger þáverandi leikmann ÍA, fyrir ofbeldi. Í tilkynningu frá félaginu segir að fengin hefði verið óháður aðili til að skoða feril málsins, þremur árum eftir að atburðirnir áttu sér stað. Í kjölfarið hafi Guðrún Dögg verið beðin afsökunar. Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg sambandi sínu við Mark. Hann var dæmdur í Hæstarétti í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Guðrún segir í einlægu viðtali sínu í Fréttablaðinu í dag að á meðan á málaferlunum stóð hafði ÍA stutt Mark. Í yfirlýsingu ÍA kemur fram að árið 2014, þremur árum eftir grófa líkamsárás Mark árið 2011, hafi félagið fengið upplýsingar um að Guðrún Dögg og hennar fjölskylda væru ósátt við það hvernig félagið tók á málinu. „Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.“ Einnig hafa verið gerðar breytingar á stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Var einnig sett á laggirnar sérstakt Fagráð „sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.“ Í tilkynningunni kemur fram að félagið harmi þetta mál og líti það alvarlegum augum. „Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.“Guðrún Dögg sagði sögu sína í einlægu viðtali í Fréttablaðinu í dag. Fréttablaðið/Sigtryggur AriYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Knattspyrnufélag ÍA (KFÍA) á Akranesi vill koma eftirfarandi á framfæri vegna viðtals við Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttur í Fréttablaðinu þann 5. maí 2018: Umfjöllun Fréttablaðsins varðar grófa líkamsárás á árinu 2011 af hendi fyrrverandi leikmanns félagsins, Mark Doninger. Í kjölfarið fór leikmaðurinn frá Knattspyrnufélagið ÍA, var kærður og dæmdur fyrir líkamsárás.Á árinu 2014, þremur árum eftir að framangreindir atburðir áttu sér stað, bárust þáverandi aðalstjórn KFÍA upplýsingar um að Guðrún Dögg og fjölskylda hennar væri ósátt við það hvernig KFÍA tók á þessu máli. Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.Til að læra af erfiðri reynslu var í framhaldinu sett af stað vinna á vegum félagsins við að útbúa viðbragðsáætlun og var m.a. leitað ráðgjafar frá Knattspyrnusambandi Íslands. Meginniðurstaða þess var að setja á laggirnar sérstakt Fagráð sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.Til viðbótar hefur KFÍA nýlega samþykkt endurskoðaða stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Þessi stefna er unnin í beinu samhengi við #metoo byltinguna og standa öll aðildarfélög ÍA að henni.Knattspyrnufélag ÍA leggur mikla áherslu á að skapa og viðhalda umhverfi þar sem gagnkvæm virðing, traust, heilindi og fagmannlegt viðmót er í hávegum haft í öllum samskiptum. Til þess að undirstrika það hefur framangreind stefna og verkferlar verið sett fram til að gera allt sem unnt er til að uppræta háttsemi sem teljast má einelti, áreitni eða ofbeldi.Að lokum skal áréttað að stjórnendur KFÍA harma framangreint mál og líta það mjög alvarlegum augum. Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.Akranesi 5. maí 2018Aðalstjórn Knattspyrnufélags ÍA
MeToo Tengdar fréttir Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. 5. maí 2018 07:00