Erlent

Listasafn býður núdista velkomna

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Sýning safnsins ber nafnið Discord.
Sýning safnsins ber nafnið Discord. Visir / AP
Nútímalistasafnið Palais du Tokyo, sem staðsett er í París, opnaði í gær dyr sínar fyrir núdistum með sérstökum viðburði. Með þessu vill safnið skapa aukið rými fyrir samfélag núdista í Frakklandi.

Í París má þegar finna sérstakan veitingastað og almenningsgarð fyrir núdista.

Þessi sérstaka opnun fór fram fyrir hefðbundinn opnunartíma svo komið væri í veg fyrir að hópur núdistanna blandaðist við almenna safngesti.

Skipuleggjendur viðburðarins sögðust vonast eftir því að með viðurðinum gætu þau náð til nýrra hópa og hjálpað þeim vinna bug á þeirri sálarþraut sem fylgt getur því að vera núdisti. Finnst skipuleggjendum rými núdista einskorðast full mikið við strendur á sumrin sem nær aðeins til ákveðinna hópa samfélagsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×