Ólafía lék 35 holur á 36 holu móti á einum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2018 14:54 Ólafía slær á mótinu í Texas í gær. Vísri/Getty Það er óhætt að segja að helgin hafi verið óvenjuleg hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem náði engu að síður einum besta árangri sínum á tímabilinu á LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía átti aðeins eina holu eftir af Sjálfboðaliðamótinu í Texas í Bandaríkjunum í dag. Hún er búin að klára sitt og lék hún umrædda holu á pari. Mótið byrjaði raunar á fimmtudagsmorgun en eftir að kylfingar höfðu verið úti í klukkustund var ákveðið að hætta leik vegna veðurs. Svo fór að árangur allra kylfinga var strokaður út en Ólafía hafði þá ekki byrjað að spila. Ólafía komst ekki heldur út á föstudag vegna veðurs en hóf leik snemma á laugardag þegar mótið gat loksins farið almennilega af stað. Þá var búið að ákveða að mótið yrði aðeins 36 holu mót og að enginn niðurskurður myndi fara fram. Ólafía spilaði frábærlega á fyrri hringnum. Hún kom í hús á 66 höggum, fimm undir pari vallarins, og var í hópi fimm efstu kylfinga. En Ólafía hafði ekki mikinn tíma til að hvíla sig því hún átti rástíma á öðrum hring fljótlega eftir að hún kláraði þann fyrri. Raunar fór það svo að hún spilaði sautján holur á síðari hringnum sínum í gærkvöldi áður en leik var hætt vegna myrkurs. Hún spilaði semsagt 35 holur í gær, sem verður að teljast afar óvenjulegt. Ólafía spilaði fyrri níu á seinni hringnum á einu höggi yfir pari en þreytan fór skiljanlega að segja til sín á seinni níu. Hún fékk þrjá skolla og einn fugl á síðustu fjórum holunum sínum áður en hún hætti leik eftir sautjándu. Hún spilaði síðari hringinn á 74 höggum eða þremur yfir pari vallarins og lauk því leik á tveimur undir samtals. Sem stendur er Ólafía í 22.-35. sæti en fjölmargir kylfingar eiga eftir að klára, enda var Ólafía í hópi þeirra allra fyrstu sem kláruðu - eftir að hafa verið í hópi þeirra allra síðustu til að hefja leik. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 21.30 í kvöld. Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Það er óhætt að segja að helgin hafi verið óvenjuleg hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem náði engu að síður einum besta árangri sínum á tímabilinu á LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía átti aðeins eina holu eftir af Sjálfboðaliðamótinu í Texas í Bandaríkjunum í dag. Hún er búin að klára sitt og lék hún umrædda holu á pari. Mótið byrjaði raunar á fimmtudagsmorgun en eftir að kylfingar höfðu verið úti í klukkustund var ákveðið að hætta leik vegna veðurs. Svo fór að árangur allra kylfinga var strokaður út en Ólafía hafði þá ekki byrjað að spila. Ólafía komst ekki heldur út á föstudag vegna veðurs en hóf leik snemma á laugardag þegar mótið gat loksins farið almennilega af stað. Þá var búið að ákveða að mótið yrði aðeins 36 holu mót og að enginn niðurskurður myndi fara fram. Ólafía spilaði frábærlega á fyrri hringnum. Hún kom í hús á 66 höggum, fimm undir pari vallarins, og var í hópi fimm efstu kylfinga. En Ólafía hafði ekki mikinn tíma til að hvíla sig því hún átti rástíma á öðrum hring fljótlega eftir að hún kláraði þann fyrri. Raunar fór það svo að hún spilaði sautján holur á síðari hringnum sínum í gærkvöldi áður en leik var hætt vegna myrkurs. Hún spilaði semsagt 35 holur í gær, sem verður að teljast afar óvenjulegt. Ólafía spilaði fyrri níu á seinni hringnum á einu höggi yfir pari en þreytan fór skiljanlega að segja til sín á seinni níu. Hún fékk þrjá skolla og einn fugl á síðustu fjórum holunum sínum áður en hún hætti leik eftir sautjándu. Hún spilaði síðari hringinn á 74 höggum eða þremur yfir pari vallarins og lauk því leik á tveimur undir samtals. Sem stendur er Ólafía í 22.-35. sæti en fjölmargir kylfingar eiga eftir að klára, enda var Ólafía í hópi þeirra allra fyrstu sem kláruðu - eftir að hafa verið í hópi þeirra allra síðustu til að hefja leik. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 21.30 í kvöld.
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira