Ævitekjur Berglindar Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 8. maí 2018 07:00 Berglind er dæmigerð íslensk kona. Hún hefur lokið stúdentsprófi og aflað sér háskólagráðu og starfsréttinda. Hún kemur út á vinnumarkaðinn um 25 ára aldurinn og er svo heppin að fá starf í sínu fagi. Hún eignast maka og börn. Húsnæðisöryggi er lítið og hún ræðst í að kaupa íbúð. Í háskólanámi framfleytti hún sér með lánum frá LÍN. Hún átti þess ekki kost að fá fjárhagslegan stuðning frá foreldrum sínum. Berglind starfar hjá hinu opinbera og gengur inn í nýtt og samræmt lífeyriskerfi á vinnumarkaði. Ávinnsla lífeyrisréttinda er mest fyrstu árin á vinnumarkaði en minnkar svo þegar hún eldist. Þetta kemur ekkert sérstaklega vel út fyrir Berglindi sem kemur seinna inn á vinnumarkaðinn en þeir sem ekki fara í háskólanám. Hún þarf auðvitað að greiða af námslánunum og þær afborganir samsvara einni útborgun launa á ári. Afborganir húsnæðis- og námslána taka í heimilisreksturinn en þetta hefst með ráðdeild og hagsýni. Berglind er með rúmlega hálfa milljón á mánuði í heildarlaun. Samanlagðar tekjur hennar og makans þýða að heimilið fær svo að segja engar bætur frá ríkinu, hvorki vaxta- né barnabætur. Berglind á þess ekki kost að leggja fyrir eða leyfa sér einhvern óþarfa. Dæmið af Berglindi er tilbúið dæmi en samt hlutskipti mjög margra háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Ráðstöfunartekjur hennar eru litlu hærri en ráðstöfunartekjur þess sem ekki hefur lokið háskólanámi. Ávinningur Berglindar er lítill í alþjóðlegum samanburði. Öll menntun er fjárfesting samfélags í einstaklingum og sjálfu sér. Um það er ekki deilt en svo virðist sem lítill skilningur sé fyrir því á Íslandi að langskólamenntun sé fjárfesting sem umbuna beri fyrir. BHM hefur ítrekað bent á að þetta sé óviðunandi staða sem skaði langtímahagsmuni íslensks samfélags. Fólk sem hefur aflað sér menntunar verður að sjá sér hag í því að setjast hér að og taka þátt í uppbyggingu samfélagsins. Ellegar verður Ísland undir í samkeppninni við önnur lönd um verðmæta þekkingu og hæfni.Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Berglind er dæmigerð íslensk kona. Hún hefur lokið stúdentsprófi og aflað sér háskólagráðu og starfsréttinda. Hún kemur út á vinnumarkaðinn um 25 ára aldurinn og er svo heppin að fá starf í sínu fagi. Hún eignast maka og börn. Húsnæðisöryggi er lítið og hún ræðst í að kaupa íbúð. Í háskólanámi framfleytti hún sér með lánum frá LÍN. Hún átti þess ekki kost að fá fjárhagslegan stuðning frá foreldrum sínum. Berglind starfar hjá hinu opinbera og gengur inn í nýtt og samræmt lífeyriskerfi á vinnumarkaði. Ávinnsla lífeyrisréttinda er mest fyrstu árin á vinnumarkaði en minnkar svo þegar hún eldist. Þetta kemur ekkert sérstaklega vel út fyrir Berglindi sem kemur seinna inn á vinnumarkaðinn en þeir sem ekki fara í háskólanám. Hún þarf auðvitað að greiða af námslánunum og þær afborganir samsvara einni útborgun launa á ári. Afborganir húsnæðis- og námslána taka í heimilisreksturinn en þetta hefst með ráðdeild og hagsýni. Berglind er með rúmlega hálfa milljón á mánuði í heildarlaun. Samanlagðar tekjur hennar og makans þýða að heimilið fær svo að segja engar bætur frá ríkinu, hvorki vaxta- né barnabætur. Berglind á þess ekki kost að leggja fyrir eða leyfa sér einhvern óþarfa. Dæmið af Berglindi er tilbúið dæmi en samt hlutskipti mjög margra háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Ráðstöfunartekjur hennar eru litlu hærri en ráðstöfunartekjur þess sem ekki hefur lokið háskólanámi. Ávinningur Berglindar er lítill í alþjóðlegum samanburði. Öll menntun er fjárfesting samfélags í einstaklingum og sjálfu sér. Um það er ekki deilt en svo virðist sem lítill skilningur sé fyrir því á Íslandi að langskólamenntun sé fjárfesting sem umbuna beri fyrir. BHM hefur ítrekað bent á að þetta sé óviðunandi staða sem skaði langtímahagsmuni íslensks samfélags. Fólk sem hefur aflað sér menntunar verður að sjá sér hag í því að setjast hér að og taka þátt í uppbyggingu samfélagsins. Ellegar verður Ísland undir í samkeppninni við önnur lönd um verðmæta þekkingu og hæfni.Höfundur er formaður BHM
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun