Ólafía: Góð spilamennska eftir erfiða tíma undanfarið Hjörvar Ólafsson skrifar 8. maí 2018 09:30 Ólafía Þórunn um helgina. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, rak heldur betur af sér slyðruorðið þegar hún lék á Volunteers of America Texas Classic-mótinu, sem er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi kvenna, um helgina. Brösuglega gekk að hefja mótið vegna aftakaveðurs sem var á mótssvæðinu um helgina, en mikið rok, úrhellisrigning og þrumur og eldingar gerðu það að verkum að mótið var stytt úr fjórum hringjum í tvo. Þannig var hætti við keppni bæði á fimmtudegi og föstudegi. Keppni hófst því á laugardegi og lauk síðan á sunnudegi. Ólafía Þórunn skrifaði pistil á Facebook-síðu sína í vikunni þar sem hún fór yfir slæmt gengi sitt á mótaröðinni síðustu vikurnar og talaði enn fremur um að hún ætlaði að núllstilla sig og mæta jákvæð til leiks í næstu verkefni sín. Þessi andlega vinna Ólafíu Þórunnar síðustu daga skilaði sér rækilega, en hún lék frábært golf á fyrri hring mótsins. Hún lék fyrri hringinn á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari vallarins.Frábær fyrri hringur Ólafía Þórunn var í þriðja sæti á mótinu fyrir seinni hringinn og var einungis einu höggi á eftir forystusauðum mótsins. Hún náði hins vegar ekki að fylgja frábærri frammistöðu sinni eftir á seinni hring mótsins. Hún lék þó ágætlega á seinni hring sínum, en hún þurfti að ljúka hringnum í tveimur atrennum. Ólafía Þórunn lék fyrstu 17 holurnar áður en myrkur skall á sem varð til þess að hún þurfti að ljúka 18. holunni síðar. Seinni hringinn lék Ólafía Þórunn á 74 höggum, eða þremur höggum yfir pari vallarins. Hún lék því hringina tvo á samtals tveimur höggum undir pari vallarins. Sú frammistaða skilaði henni í 28. til 40. sæti á mótinu. Það er afar ánægjulegt að sjá Ólafíu Þórunni leika eins og hún á að sér að gera. Þessi niðurstaða er nálægt besta árangri hennar á mótaröðinni til þessa, sem er 26. sæti á fyrsta mótinu sem haldið var á Bahamaeyjum í janúar.Hef tekið til í kollinum á mér „Mér fannst ég höndla það vel að þurfa að bíða eftir því að hefja leik. Ég beið bara sallaróleg og tók frestuninni af stóískri ró. Ég var síðan yfirveguð þegar ég byrjaði að spila. Það var gott flæði í spilamennsku minni og mér leið vel," sagði Ólafía Þórunn í samtali við heimasíðu LPGA eftir fyrri hringinn. „Ég sló löngu höggin virkilega vel og ég komst nálægt holunni með teighöggunum mínum. Svo voru púttin að rata rétta leið að þessu sinni. Það er mjög gaman að ná svona góðri spilamennsku eftir erfiða tíma undanfarið," sagði Ólafía Þórunn um frammistöðu sína á fyrri hringnum. „Mér hefur liðið vel hérna í Texas og ég hef notið mín á meðan ég hef verið hér. Ég hef einbeitt mér mikið að andlega þættinum undanfarið og það er svo sannarlega að skila sér,"sagði Ólafía Þórunn um dagana sem hún hefur dvalið í Texas. Mótið um helgina var það áttunda í mótaröðinni á yfirstanandi tímabili hjá Ólafía Þórunni, en hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af sjö. Næsta verkefni hennar á mótaröðinni er Volvik-mótið sem haldið verður á Travis Pointe Country Club í Ann Arbor í Bandaríkjunum helgina 24. - 27. maí. Það er vonandi að Ólafía Þórunn nái að halda uppteknum hætti þegar þar að kemur. Golf Tengdar fréttir Ólafía bætti stöðu sína á peningalistanum Er komin upp í 107. sæti listans mikilvæga. 7. maí 2018 13:00 Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. 7. maí 2018 10:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, rak heldur betur af sér slyðruorðið þegar hún lék á Volunteers of America Texas Classic-mótinu, sem er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi kvenna, um helgina. Brösuglega gekk að hefja mótið vegna aftakaveðurs sem var á mótssvæðinu um helgina, en mikið rok, úrhellisrigning og þrumur og eldingar gerðu það að verkum að mótið var stytt úr fjórum hringjum í tvo. Þannig var hætti við keppni bæði á fimmtudegi og föstudegi. Keppni hófst því á laugardegi og lauk síðan á sunnudegi. Ólafía Þórunn skrifaði pistil á Facebook-síðu sína í vikunni þar sem hún fór yfir slæmt gengi sitt á mótaröðinni síðustu vikurnar og talaði enn fremur um að hún ætlaði að núllstilla sig og mæta jákvæð til leiks í næstu verkefni sín. Þessi andlega vinna Ólafíu Þórunnar síðustu daga skilaði sér rækilega, en hún lék frábært golf á fyrri hring mótsins. Hún lék fyrri hringinn á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari vallarins.Frábær fyrri hringur Ólafía Þórunn var í þriðja sæti á mótinu fyrir seinni hringinn og var einungis einu höggi á eftir forystusauðum mótsins. Hún náði hins vegar ekki að fylgja frábærri frammistöðu sinni eftir á seinni hring mótsins. Hún lék þó ágætlega á seinni hring sínum, en hún þurfti að ljúka hringnum í tveimur atrennum. Ólafía Þórunn lék fyrstu 17 holurnar áður en myrkur skall á sem varð til þess að hún þurfti að ljúka 18. holunni síðar. Seinni hringinn lék Ólafía Þórunn á 74 höggum, eða þremur höggum yfir pari vallarins. Hún lék því hringina tvo á samtals tveimur höggum undir pari vallarins. Sú frammistaða skilaði henni í 28. til 40. sæti á mótinu. Það er afar ánægjulegt að sjá Ólafíu Þórunni leika eins og hún á að sér að gera. Þessi niðurstaða er nálægt besta árangri hennar á mótaröðinni til þessa, sem er 26. sæti á fyrsta mótinu sem haldið var á Bahamaeyjum í janúar.Hef tekið til í kollinum á mér „Mér fannst ég höndla það vel að þurfa að bíða eftir því að hefja leik. Ég beið bara sallaróleg og tók frestuninni af stóískri ró. Ég var síðan yfirveguð þegar ég byrjaði að spila. Það var gott flæði í spilamennsku minni og mér leið vel," sagði Ólafía Þórunn í samtali við heimasíðu LPGA eftir fyrri hringinn. „Ég sló löngu höggin virkilega vel og ég komst nálægt holunni með teighöggunum mínum. Svo voru púttin að rata rétta leið að þessu sinni. Það er mjög gaman að ná svona góðri spilamennsku eftir erfiða tíma undanfarið," sagði Ólafía Þórunn um frammistöðu sína á fyrri hringnum. „Mér hefur liðið vel hérna í Texas og ég hef notið mín á meðan ég hef verið hér. Ég hef einbeitt mér mikið að andlega þættinum undanfarið og það er svo sannarlega að skila sér,"sagði Ólafía Þórunn um dagana sem hún hefur dvalið í Texas. Mótið um helgina var það áttunda í mótaröðinni á yfirstanandi tímabili hjá Ólafía Þórunni, en hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af sjö. Næsta verkefni hennar á mótaröðinni er Volvik-mótið sem haldið verður á Travis Pointe Country Club í Ann Arbor í Bandaríkjunum helgina 24. - 27. maí. Það er vonandi að Ólafía Þórunn nái að halda uppteknum hætti þegar þar að kemur.
Golf Tengdar fréttir Ólafía bætti stöðu sína á peningalistanum Er komin upp í 107. sæti listans mikilvæga. 7. maí 2018 13:00 Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. 7. maí 2018 10:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía bætti stöðu sína á peningalistanum Er komin upp í 107. sæti listans mikilvæga. 7. maí 2018 13:00
Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. 7. maí 2018 10:00