Bestur í 5. flokki, fór í franskarnar í menntó en er nú skærasta stjarna Blika Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2018 19:15 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla í fótbolta, er búinn að skora tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Blika og ætlar sér stærri hluti. Markið sem hann skoraði á móti FH í gær var einkar glæsilegt. „Markið kom mér eiginlega á óvart því ég var í „blackbout-i“ þegar að ég komst í þessa stöðu. Það var fínt að fá ekki tíma til þess að hugsa hvað ég var að gera. Þetta gerðist bara,“ segir Gísli. Gísli og félagar hafa mætt af krafti til leiks í fyrstu leikjum tímabilsins. Þeir spila beinskeyttan og líflegan bolta og skora mörk. Það er eitthvað annað en depurðin yfir þeim grænu í fyrra. Hvað breyttist? „Þetta er svolítið frjálst núna. Maður fær mikið frelsi og Gústi er bara topp gaur. Öllum líður vel í sínu skinni og það er ekkert verið að flækja hlutina,“ segir hann. „Ef maður pælir aðeins í síðasta tímabili þá var allt í rugli. Við byrjuðum með Adda og vorum með hann í tveimur leikjum en svo fáum við þjálfara úr 2. flokki til að stýra leikjunum og eftir það kemur Milos en það var svaka drama í kringum það. Sjálfur spilaði ég allar stöðurnar nema vinstri bakvörð og mark. Það var allt í rugli og að enda í sjötta sæti miðað við það sem að gekk á var það allt í lagi.“ Gísli er fæddur árið 1994 og sló fyrst almennilega í gegn í fyrra. Það tók hann lengri tíma en aðrir ungir Blikar að festa sér sæti í liðinu en það var eitthvða sem hann gaf næstum því upp á bátinn. „Ég var langbestur í fimmta flokki. Árni, Höskuldur og Oliver áttu ekki séns í mig. Maður stríddi líka Sverri Inga stundum þegar ég var að spila up fyrir mig. En þegar að við fórum í ellefu manna bolta gekk þetta ekki alveg nógu vel. Ég var miklu minni en allir og meiðist svo í þriðja flokki og missi áhugann á þessu,“ segir Gísli. „Þegar að Einar Ólafsson tók við öðrum flokki reif hann mig upp og ég hætti í fröllunum í MK og þá byrjaði maður að hafa aftur gaman að þessu og gerði þetta almennilega. Ég gerði mér aldrei vonir um að spila hérna fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli. En svo var maður þolinmóður og gerði sitt á hverjum degi og þá kom þetta,“ segir Gísli Eyjólfsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla í fótbolta, er búinn að skora tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Blika og ætlar sér stærri hluti. Markið sem hann skoraði á móti FH í gær var einkar glæsilegt. „Markið kom mér eiginlega á óvart því ég var í „blackbout-i“ þegar að ég komst í þessa stöðu. Það var fínt að fá ekki tíma til þess að hugsa hvað ég var að gera. Þetta gerðist bara,“ segir Gísli. Gísli og félagar hafa mætt af krafti til leiks í fyrstu leikjum tímabilsins. Þeir spila beinskeyttan og líflegan bolta og skora mörk. Það er eitthvað annað en depurðin yfir þeim grænu í fyrra. Hvað breyttist? „Þetta er svolítið frjálst núna. Maður fær mikið frelsi og Gústi er bara topp gaur. Öllum líður vel í sínu skinni og það er ekkert verið að flækja hlutina,“ segir hann. „Ef maður pælir aðeins í síðasta tímabili þá var allt í rugli. Við byrjuðum með Adda og vorum með hann í tveimur leikjum en svo fáum við þjálfara úr 2. flokki til að stýra leikjunum og eftir það kemur Milos en það var svaka drama í kringum það. Sjálfur spilaði ég allar stöðurnar nema vinstri bakvörð og mark. Það var allt í rugli og að enda í sjötta sæti miðað við það sem að gekk á var það allt í lagi.“ Gísli er fæddur árið 1994 og sló fyrst almennilega í gegn í fyrra. Það tók hann lengri tíma en aðrir ungir Blikar að festa sér sæti í liðinu en það var eitthvða sem hann gaf næstum því upp á bátinn. „Ég var langbestur í fimmta flokki. Árni, Höskuldur og Oliver áttu ekki séns í mig. Maður stríddi líka Sverri Inga stundum þegar ég var að spila up fyrir mig. En þegar að við fórum í ellefu manna bolta gekk þetta ekki alveg nógu vel. Ég var miklu minni en allir og meiðist svo í þriðja flokki og missi áhugann á þessu,“ segir Gísli. „Þegar að Einar Ólafsson tók við öðrum flokki reif hann mig upp og ég hætti í fröllunum í MK og þá byrjaði maður að hafa aftur gaman að þessu og gerði þetta almennilega. Ég gerði mér aldrei vonir um að spila hérna fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli. En svo var maður þolinmóður og gerði sitt á hverjum degi og þá kom þetta,“ segir Gísli Eyjólfsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira