Svefn og næring eru grunnstoðir heilsunnar Benedikt Bóas skrifar 9. maí 2018 06:00 Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við læknadeild Háskóla Íslands, og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskólann. Kristinn Ingvarsson Í fyrstu fundaröðinni er velferð barna og ungmenna í brennidepli og er röðin kynnt undir heitinu Best fyrir börnin. Þar er fjallað um ótal þætti sem snerta velferð barna og ungmenna, svo sem andlega líðan, hreyfingu, læsi og samskipti en í þetta skiptið eru svefn og mataræði í brennidepli – þættir sem skipta okkur öll miklu máli. Í erindinu á miðvikudag ætlar Ingibjörg að fjalla um mikilvægi næringar, allt frá fósturskeiði til unglingsára, með áherslu á næringarefni sem tengjast þroska barna. Erna Sif ætlar hins vegar að fjalla um mikilvægi góðs svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu barna. Hún ætlar að tala um samspil svefns og líkamsklukku sem hefur mikil áhrif á syfju og „sofnunartíma“. „Farið verður yfir ýmis ráð til að hjálpa börnum og unglingum sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin og að vakna snemma á morgnana. Unglingar eiga oft sérstaklega erfitt með þetta vegna náttúrulegrar seinkunar líkamsklukkunnar á þeim árum ævinnar,“ segir Erna Sif og bætir við að svefn og matur tengist meir en marga grunar enda hafi svefninn áhrif á fæðuval. „Góður svefn skiptir miklu máli fyrir vöxt og þroska barna og svefn hefur meðal annars áhrif á hegðun, námsgetu og íþróttaárangur. Of stuttur svefn til lengri tíma og svefnvandamál á borð við kæfisvefn og miklar hrotur barna geta haft skaðleg áhrif á heilsu þeirra.“ Erna Sif segir að við sem samfélag getum gert margt til að bæta svefn barna og unglinga. Að hennar sögn er mjög mikilvægt að leiðrétta skakka staðarklukku á Íslandi. „Þegar við vöknum klukkan 7 á morgnana er sólarklukkan í raun 5.30 að morgni. Þetta veldur því að mörg ungmenni eiga erfitt með að sofna nógu snemma á kvöldin til að fá nægan nætursvefn og finnst erfitt að fara á fætur á morgnana. Einnig er hægt að seinka skólabyrjun til 9 eða 10 á morgnana hjá unglingum í takt við náttúrulega seinkaða líkamsklukku þeirra. Huga þarf að notkun snjalltækja fyrir svefntíma, koffíndrykkju og æfingatíma í íþróttum seint á kvöldin sem eru allt þættir sem valda því að börn og unglingar eiga erfitt með að sofna á kvöldin.“ Erna Sif segir að æfingar eldsnemma á morgnana geti einnig valdið verulegri skerðingu á svefntíma barna og mætti færa á annan tíma dags. „Loks má huga að notkun dagsbirtulampa yfir mesta vetrartímann til að hjálpa börnum og unglingum að stilla af líkamsklukkuna þegar lítillar náttúrulegrar birtu nýtur við.“Vísir sýnir beint frá fundinum Best fyrir börnin sem hefst klukkan 12. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira
Í fyrstu fundaröðinni er velferð barna og ungmenna í brennidepli og er röðin kynnt undir heitinu Best fyrir börnin. Þar er fjallað um ótal þætti sem snerta velferð barna og ungmenna, svo sem andlega líðan, hreyfingu, læsi og samskipti en í þetta skiptið eru svefn og mataræði í brennidepli – þættir sem skipta okkur öll miklu máli. Í erindinu á miðvikudag ætlar Ingibjörg að fjalla um mikilvægi næringar, allt frá fósturskeiði til unglingsára, með áherslu á næringarefni sem tengjast þroska barna. Erna Sif ætlar hins vegar að fjalla um mikilvægi góðs svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu barna. Hún ætlar að tala um samspil svefns og líkamsklukku sem hefur mikil áhrif á syfju og „sofnunartíma“. „Farið verður yfir ýmis ráð til að hjálpa börnum og unglingum sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin og að vakna snemma á morgnana. Unglingar eiga oft sérstaklega erfitt með þetta vegna náttúrulegrar seinkunar líkamsklukkunnar á þeim árum ævinnar,“ segir Erna Sif og bætir við að svefn og matur tengist meir en marga grunar enda hafi svefninn áhrif á fæðuval. „Góður svefn skiptir miklu máli fyrir vöxt og þroska barna og svefn hefur meðal annars áhrif á hegðun, námsgetu og íþróttaárangur. Of stuttur svefn til lengri tíma og svefnvandamál á borð við kæfisvefn og miklar hrotur barna geta haft skaðleg áhrif á heilsu þeirra.“ Erna Sif segir að við sem samfélag getum gert margt til að bæta svefn barna og unglinga. Að hennar sögn er mjög mikilvægt að leiðrétta skakka staðarklukku á Íslandi. „Þegar við vöknum klukkan 7 á morgnana er sólarklukkan í raun 5.30 að morgni. Þetta veldur því að mörg ungmenni eiga erfitt með að sofna nógu snemma á kvöldin til að fá nægan nætursvefn og finnst erfitt að fara á fætur á morgnana. Einnig er hægt að seinka skólabyrjun til 9 eða 10 á morgnana hjá unglingum í takt við náttúrulega seinkaða líkamsklukku þeirra. Huga þarf að notkun snjalltækja fyrir svefntíma, koffíndrykkju og æfingatíma í íþróttum seint á kvöldin sem eru allt þættir sem valda því að börn og unglingar eiga erfitt með að sofna á kvöldin.“ Erna Sif segir að æfingar eldsnemma á morgnana geti einnig valdið verulegri skerðingu á svefntíma barna og mætti færa á annan tíma dags. „Loks má huga að notkun dagsbirtulampa yfir mesta vetrartímann til að hjálpa börnum og unglingum að stilla af líkamsklukkuna þegar lítillar náttúrulegrar birtu nýtur við.“Vísir sýnir beint frá fundinum Best fyrir börnin sem hefst klukkan 12.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira