Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2018 18:30 Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. Kjaradeila Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hefur nú staðið í rúma þrjá mánuði. Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittust á mánudag og í dag var haldinn vinnufundur í deilunni. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, er bjartsýn eftir fundinn. „Það er alla vega aukið tilefni til að vera bjartsýn. Það er alla vega komið af stað eitthvað samtal og farið að tala í lausnum sem við fögnum mjög,“ segir Katrín Sif. Katrín Sif segir að ljósmæður séu að krefjast sömu grunnlauna og sambærilegar stéttir séu að fá. Hún segir að komið hafi á óvart hversu lengi alvöru viðræður hafi verið að fara í gang. „Við mættum á fundi eiginlega bara til að geta sagst hafa mætt. Það var ekkert samtal og maður upplifði að það var ekkert svigrúm til samningaviðræðna. En síðustu tvö til þrjú skipti er maður að upplifa meira samtal sem við fögnum svo sannarlega,“ segir Katrín Sif. Næsti fundur í kjaradeilunni er boðaður á mánudaginn. Katrín Sif er vongóð um framhaldið. „Ég er alveg sannfærð um að við höfum farið fram með réttlátar kröfur og trúi því í hjarta mínu að réttlætið sigri að lokum,“ segir Katrín Sif að endingu.Uppfært klukkan 20:05: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt og fréttin uppfærð þar sem formaður samninganefndar ljósmæðra hafði samband og sagðist hafa misskilið spurningu fréttamanns varðandi það hvort ljósmæður væru að fara fram á 650 þúsund krónur grunnlaun, eins og fram kom í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. 650 þúsund krónur væru ekki þau grunnlaun sem ljósmæður væru að fara fram á í kjaradeilunni nú. Aðspurð vildi Katrín ekki gefa upp nákvæmlega hvað ljósmæður eru að fara fram á í grunnlaun. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. Kjaradeila Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hefur nú staðið í rúma þrjá mánuði. Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittust á mánudag og í dag var haldinn vinnufundur í deilunni. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, er bjartsýn eftir fundinn. „Það er alla vega aukið tilefni til að vera bjartsýn. Það er alla vega komið af stað eitthvað samtal og farið að tala í lausnum sem við fögnum mjög,“ segir Katrín Sif. Katrín Sif segir að ljósmæður séu að krefjast sömu grunnlauna og sambærilegar stéttir séu að fá. Hún segir að komið hafi á óvart hversu lengi alvöru viðræður hafi verið að fara í gang. „Við mættum á fundi eiginlega bara til að geta sagst hafa mætt. Það var ekkert samtal og maður upplifði að það var ekkert svigrúm til samningaviðræðna. En síðustu tvö til þrjú skipti er maður að upplifa meira samtal sem við fögnum svo sannarlega,“ segir Katrín Sif. Næsti fundur í kjaradeilunni er boðaður á mánudaginn. Katrín Sif er vongóð um framhaldið. „Ég er alveg sannfærð um að við höfum farið fram með réttlátar kröfur og trúi því í hjarta mínu að réttlætið sigri að lokum,“ segir Katrín Sif að endingu.Uppfært klukkan 20:05: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt og fréttin uppfærð þar sem formaður samninganefndar ljósmæðra hafði samband og sagðist hafa misskilið spurningu fréttamanns varðandi það hvort ljósmæður væru að fara fram á 650 þúsund krónur grunnlaun, eins og fram kom í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. 650 þúsund krónur væru ekki þau grunnlaun sem ljósmæður væru að fara fram á í kjaradeilunni nú. Aðspurð vildi Katrín ekki gefa upp nákvæmlega hvað ljósmæður eru að fara fram á í grunnlaun.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54
„Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30
Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44