Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2018 21:45 Hassan Rouhani, forseti Írans, segir leiðtoga ESB hafa takmörkuð tækifæri til að bjarga kjarnorkusamningnum. vísir/getty Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sagt að Evrópa hafi takmörkuð tækifæri til að bjarga samningnum. Trump tilkynnti um ákvörðun sína í gær og í dag hótaði hann því að láta evrópsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Íran finna fyrir því. Evrópusambandið hefur á móti heitið því að verja fyrirtækin fyrir hvers konar refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna vilja sannfæra Írani um að hægt sé að bjarga samningnum á fundi sem halda á í London á mánudag. Er búist við að Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, mæti á fundinn.Macron vill standa við samninginn í öllum atriðum Þeir Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Rouhani ræddust við í síma í dag. Í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu vegna símtalsins sagði að Macron hefði lagt áherslu á að hann vilji standa við samninginn í öllum atriðum. Þá lagði hann jafnframt áherslu á að Íranir gerðu slíkt hið sama. Íranskir fjölmiðlar greindu svo frá því að Rouhani hafi sagt við Macron að við núverandi aðstæður hefði Evrópa ekki mörg tækifæri til þess að bjarga samningnum. Leiðtogar álfunnar yrðu að skýra afstöðu sína sem fyrst, útskýra og tilkynna hvað þeir hyggist gera varðandi skyldur sínar í samningnum. Ráðherrar ESB vonast til að geta kynnt fyrir Írönum trúverðuga lausn svo sefa megi ótta þeirra um þau áhrif sem ákvörðun Trump kann að hafa á viðskiptasamband ESB og Írans. „Samningurinn er ekki búinn að vera. Bandaríkjamenn hafa dregið sig út úr honum en samningurinn er þarna enn,“ sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands í dag. Donald Trump Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15 Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að hætta þátttöku í kjarnorkusamningnum við Íran er talin enn eitt dæmið um að hann vilja draga landið út úr alþjóðlegri samvinnu. 9. maí 2018 13:51 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sagt að Evrópa hafi takmörkuð tækifæri til að bjarga samningnum. Trump tilkynnti um ákvörðun sína í gær og í dag hótaði hann því að láta evrópsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Íran finna fyrir því. Evrópusambandið hefur á móti heitið því að verja fyrirtækin fyrir hvers konar refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna vilja sannfæra Írani um að hægt sé að bjarga samningnum á fundi sem halda á í London á mánudag. Er búist við að Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, mæti á fundinn.Macron vill standa við samninginn í öllum atriðum Þeir Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Rouhani ræddust við í síma í dag. Í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu vegna símtalsins sagði að Macron hefði lagt áherslu á að hann vilji standa við samninginn í öllum atriðum. Þá lagði hann jafnframt áherslu á að Íranir gerðu slíkt hið sama. Íranskir fjölmiðlar greindu svo frá því að Rouhani hafi sagt við Macron að við núverandi aðstæður hefði Evrópa ekki mörg tækifæri til þess að bjarga samningnum. Leiðtogar álfunnar yrðu að skýra afstöðu sína sem fyrst, útskýra og tilkynna hvað þeir hyggist gera varðandi skyldur sínar í samningnum. Ráðherrar ESB vonast til að geta kynnt fyrir Írönum trúverðuga lausn svo sefa megi ótta þeirra um þau áhrif sem ákvörðun Trump kann að hafa á viðskiptasamband ESB og Írans. „Samningurinn er ekki búinn að vera. Bandaríkjamenn hafa dregið sig út úr honum en samningurinn er þarna enn,“ sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands í dag.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15 Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að hætta þátttöku í kjarnorkusamningnum við Íran er talin enn eitt dæmið um að hann vilja draga landið út úr alþjóðlegri samvinnu. 9. maí 2018 13:51 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15
Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að hætta þátttöku í kjarnorkusamningnum við Íran er talin enn eitt dæmið um að hann vilja draga landið út úr alþjóðlegri samvinnu. 9. maí 2018 13:51
Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19