Göngugötur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. apríl 2018 10:00 Miðbær Reykjavíkur á að iða af lífi, þangað á að vera gaman að koma og þar á að vera gott að vera. Þar á að vera pláss fyrir alla, með ákveðinni undantekningu. Þung og mengandi bílaumferð á þar alls ekki heima. Hin umhverfisvænu borgaryfirvöld gera sér vel grein fyrir þessu. Þau hafa lengi reynt að fá borgarbúa til að breyta um lífsstíl, taka upp betri siði og nota annan ferðamáta en að bruna allra sinna ferða á bíl. Ekki gerir það fagnaðarerindi mikla lukku hjá þeim hluta Íslendinga sem unna bíl sínum heitt og hafa enga löngun til að ferðast með strætó, hvað þá að hjóla á milli staða. Borgaryfirvöld eru ekki að gera kröfuhörðum bílaeigendum sérstaklega til geðs og síst á árstíma eins og þessum. Nú 1. maí hefst tímabil göngugatna í Reykjavík og stendur til 1. október, en þá er bílaumferð bönnuð á ákveðnum götum í miðbænum. Þessar götur eiga það sameiginlegt að gaman er að ganga þær enda eru þær stemningsríkar, og skal þar sérstaklega nefna Austurstræti og Skólavörðustíg. Nú mun það lífga enn meir upp á mannlífið á þeim götum sem nú verða göngugötur að þar verða settir upp bekkir og blómaker. Það mun setja einkar sjarmerandi svip á miðborgina. Sjálfsagt mun þessi jákvæða breyting skapa ólund hjá einhverjum bílaeigendum sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða á farartæki sínu og geta lagt því hvar sem er. Lengi hefur verið tuðað yfir bílastæðavanda í miðborginni, þótt ekki verði annað séð en bílastæði blasi svo að segja hvarvetna við. Bílaumferðin um miðbæinn er hins vegar þung og ásókn í bílastæðin svo mikil að ekki komast allir að. Bílstjórar þekkja það mætavel að þurfa að hringsóla lengi um í leit að slíkum stæðum. Iðulega verða þeir að leggja nokkuð frá fyrirhuguðum áfangastað. Þeir stíga síðan út úr bíl sínum og í stað þess að fagna því að fá tækifæri til að viðra sig og ganga einhvern spöl – nokkuð sem þeir ættu bara að hafa gott af – þá bölva þeir Degi B. Eggertssyni og meirihlutanum í borginni fyrir aðför að einkabílnum. Hinum stressaða nútímamanni, sem fastur er í bíl sínum flesta daga, væri nær að taka upp nýja siði, vippa sér út úr bílnum og stunda hreyfingu. Miðbær Reykjavíkur á ekki að vera sérstakur griðastaður bifreiða. Fólk á að njóta þess að ganga um miðbæinn þar sem það getur sest á bekk, virt fyrir sér mannlífið, litið í verslanir og notið þess að vera til. Það er fátt eftirsóknarvert við miðbæ þar sem er stöðug bílaumferð með tilheyrandi mengun og hávaða. Það er rétt að takmarka bílaumferð í miðbænum en það á ekki að gera einungis á vor- og sumarmánuðum, heldur allt árið. Sömuleiðis þarf að fjölga göngugötum. Þannig verður til skemmtilegur miðbær sem fólk leggur leið sína í. Þar á að vera lítið pláss fyrir bíla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Kolbrún Bergþórsdóttir Reykjavík Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Miðbær Reykjavíkur á að iða af lífi, þangað á að vera gaman að koma og þar á að vera gott að vera. Þar á að vera pláss fyrir alla, með ákveðinni undantekningu. Þung og mengandi bílaumferð á þar alls ekki heima. Hin umhverfisvænu borgaryfirvöld gera sér vel grein fyrir þessu. Þau hafa lengi reynt að fá borgarbúa til að breyta um lífsstíl, taka upp betri siði og nota annan ferðamáta en að bruna allra sinna ferða á bíl. Ekki gerir það fagnaðarerindi mikla lukku hjá þeim hluta Íslendinga sem unna bíl sínum heitt og hafa enga löngun til að ferðast með strætó, hvað þá að hjóla á milli staða. Borgaryfirvöld eru ekki að gera kröfuhörðum bílaeigendum sérstaklega til geðs og síst á árstíma eins og þessum. Nú 1. maí hefst tímabil göngugatna í Reykjavík og stendur til 1. október, en þá er bílaumferð bönnuð á ákveðnum götum í miðbænum. Þessar götur eiga það sameiginlegt að gaman er að ganga þær enda eru þær stemningsríkar, og skal þar sérstaklega nefna Austurstræti og Skólavörðustíg. Nú mun það lífga enn meir upp á mannlífið á þeim götum sem nú verða göngugötur að þar verða settir upp bekkir og blómaker. Það mun setja einkar sjarmerandi svip á miðborgina. Sjálfsagt mun þessi jákvæða breyting skapa ólund hjá einhverjum bílaeigendum sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða á farartæki sínu og geta lagt því hvar sem er. Lengi hefur verið tuðað yfir bílastæðavanda í miðborginni, þótt ekki verði annað séð en bílastæði blasi svo að segja hvarvetna við. Bílaumferðin um miðbæinn er hins vegar þung og ásókn í bílastæðin svo mikil að ekki komast allir að. Bílstjórar þekkja það mætavel að þurfa að hringsóla lengi um í leit að slíkum stæðum. Iðulega verða þeir að leggja nokkuð frá fyrirhuguðum áfangastað. Þeir stíga síðan út úr bíl sínum og í stað þess að fagna því að fá tækifæri til að viðra sig og ganga einhvern spöl – nokkuð sem þeir ættu bara að hafa gott af – þá bölva þeir Degi B. Eggertssyni og meirihlutanum í borginni fyrir aðför að einkabílnum. Hinum stressaða nútímamanni, sem fastur er í bíl sínum flesta daga, væri nær að taka upp nýja siði, vippa sér út úr bílnum og stunda hreyfingu. Miðbær Reykjavíkur á ekki að vera sérstakur griðastaður bifreiða. Fólk á að njóta þess að ganga um miðbæinn þar sem það getur sest á bekk, virt fyrir sér mannlífið, litið í verslanir og notið þess að vera til. Það er fátt eftirsóknarvert við miðbæ þar sem er stöðug bílaumferð með tilheyrandi mengun og hávaða. Það er rétt að takmarka bílaumferð í miðbænum en það á ekki að gera einungis á vor- og sumarmánuðum, heldur allt árið. Sömuleiðis þarf að fjölga göngugötum. Þannig verður til skemmtilegur miðbær sem fólk leggur leið sína í. Þar á að vera lítið pláss fyrir bíla.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar